Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 22
standa því fyrir þrifum að vinstri menn sameinist i einn öflugan verkalýðsflokk heldur pólitisk valda- barátta foringjanna sjálfra. Ég fann áþreifanlega fyrir því þau 7 ár sem ég sat á þingi fyrir Samtökin að væri enginn ágreiningur um mál fyrir hendi á milli fulltrúa hinna svokölluðu vinstri flokka þá var hann blátt áfram búinn til. Auðvitað eykur þetta aðeins á vandann. Og fyrr eða seinna hiýtur bæði almenningur og þeir sem veljast til forystu þessara sundruðu flokka aðskilja að samsteypustjórnir, þar sem hver höndin er uppi á móti annarri, eru ekki líklegar til að koma hinni sökkvandi þjóðarskútu á réttan kjöl. 1 skjóli þeirra þrífast aðeins hrossakaup ogeiginhagsmuna- stefnur þar sem frambjóðendur fljóta inn á þing á fjar- stæðukenndum loforðum sem enginn hirðir að efna að kosningum loknum. Og þvi miður hefur slíkuni þingmönnum sjaldnast verið hegnt fyrir að svíkja öll sin loforð. Þvert á móti, margsviknir kjósendur hafa ekki hikað við að senda þá á þing kosningar eftir kosningar. Erfitt að koma málum fram á þingi — Reynsla mín af sveitarstjórnarmálum kom mér auðvitað að gagni þegar ég tók sæti á Alþingi. Samt verð ég að viðurkenna að ég hafði ekki gert mér grein fyrir hversu erfitt það er að koma þar fram málum sem þó sýnast sjálfsögð réttlætismál. Bæði þvældist fyrir þingmönnum að taka ákvarðanir og siðan bættist embættismannakerfið við sem að minu mati er alltof valdamikið. Alþingi hefur i raun og veru afhent embættiskerfinu mikið af því valdi sem það ætti sjálft að hafa. Auðvitað er ósköp þægilegt fyrir þingmenn að geta þannig látið aðra um ákvarðanatöku og kennt þeim svo um ef illa fer. En þetta verður að breytast ef okkur á að auðnast að stinga á þeim kýlum sem nú eru að kollsigla þjóðfélaginu. Stjórnmálamenn verða að þora að hafa völd og standa við ákvarðanir og loforð í stað þess að skjóta sér sífellt á bak við aðra. — Það er ýmislegt í okkar stjórnkerfi sem hefur beinlinis hlaðið undir fullkomið ábyrgðarleysi, bæði stjórnmálamanna og einstaklinga. T.d. styrkjakerfið sem löngu er komið út i öfgar. Fólk hefur beinlínis vanist því að geta bara teygt sig í almenningssjóði til að bæta þann skaða sem það hefur sjálft valdið þjóðinni með röngum ákvörðunum. Auk þess er það alltof algengt að ríkið haldi uppi einskisverðum og vonlausum fyrirtækjum sem heillavænlegast væri að leysa upp. En i stað þess er forsvarsmönnum þessara fyrirtækja gert kleift að lifa eins og blómi í eggi í skjóli löglegra skattsvika meðan almenningur greiðir bæði skattana fyrir þá og hallann á fyrirtækinu. Tökum sem dæmi þær fiskvinnslustöðvar á Suðurnesjum þar sem hráefnisöflun er ekki möguleg nema þrjá mánuði á ári. Það mætti nú vera meiri fjandans gróðinn af þessum fyrirtækjum ef þau ættu að geta borið sig með aðeins þriggja mánaða vinnu. Þarna væri vissulega nær að verja styrktarfénu til uppbyggingar nýs iðnaðar. Mikill hluti þjóðartekna fer til afætustétta — Miðað við háar þjóðartekjur er afar óeðlilegt hvað launþegar bera skarðan hlut frá borði. Þetta byggist fyrst og fremst á því hversu mikill hluti þjóðartekna fer til afætustétta. Ég er t.d. handviss um að hér mxtti fxkka heildsölum og ýmsum innflutnings- aðilum. íslensk verslun er yfirleitt undarlegt fyrirbæri. Á meðtn forráðimenn hennar gráta og barma sér yfir bullandi tapí fínmt samt fé til að byggja hverja verslunartaKna á faetur annarri i Reykjavík. Hafta UVHuw4StkL Ég trúi þvi að unnt só ... stefna hefur löngum verið notuð sem mikil grýla á almenning, en ég ekki i minnsta vafa um að hér verður að koma til miklu meira aðhalds og takmarkana á ýmiss konar óþarfa innflutningi. Ég tala nú ekki um þá hluti sem auðveldlega má framleiða hér. En það standa auðvitað ekki vonir til þess að flokkar sem sækja aðalstuðning sinn til heild- sala og annarra stórgróðamanna ráðist til atlögu við þetta vandamál. Þeirra hagur er einmitt að telja almenningi trú um að það sé sáluhjálparatriði að hafa hér á boðstólum sem allra mest úrval af glingri og óþarfa. — Tryggingarkerfið okkar er líka misskilið styrktar- kerfi. Hér þykir mun sjálfsagðara að skella bækluðu fólki á örorkubætur en styðja það til sjálfsbjargar, því er meira að segja með þessu bannað að vinna. Það sama gildir um námslán, vinni námsmaður minnka námslánina að sama skapi, honum er beinlínis refsað fyrir að vinna. Þannig þyngjast stöðugt baggarnir á vinnandi fólki og þeir sem eru nógu snjallir til að leika á þetta undarlega kerfi bera venjulega mun meira úr býtum en þeir sem raunverulega þurfa á hjálp að halda. — Að mínu áliti þarf margt að breytast i þvi menntakerfi sem við búum við. Enda ekki að furða þar sem það er að mestu flutt hrátt inn frá Svíþjóð eftir að búið var að sýna sig að það dugði ekki þar. Auk þess hljóta allir að sjá að það er yfirleitt ekki hægt að flytja inn eitthvert kerfi óendurskoðað frá milljóna þjóð og heimfæra það siðan alfarið upp á land með rúmlega 200.000 íbúa sem búa þar við gjörólíkar aðstæður. Við höfum t.d. ekki efni á að framleiða menntafólk til útflutnings eða búa til gervi- stöður handa því meðan að undirstöðuatvinnuvegi eins og fiskiðnaði er alls ekki sinnt og fólki sem við hann vinnur nánast engin tækifæri gefin til menntunar. Að minu viti hljótum við að verða að takmarka hversu margir menntast í vissum greinum og miða þar við þarfir þjóðarinnar. Kannski er búið að gera alltof mikið að því að hugsa fyrir fólk — Alþingi íslendinga nýtur stöðugt minni virðingar almennings og það ekki að ósekju þó að almenningur geti að nokkru leyti sjálfum sér um kennt sakir félagslegs doða. Gagnrýni kemur að litlu gagni ef fólk sýnir ekki nokkurn lit til þátttöku í því sem er að gerast I kringum það. Kannski er búið að gera alltof mikiðaðþví að hugsa og vinna fyrir fólk. Ef við tökum t.d. verkalýðshreyfinguna eru forystumenn hennar yfirleitt látnir einir um að taka mikilsverðar ákvarðanir sem þó snerta alla félagsmenn. Hinn almenni félagsmaður er nefnilega ákaflega tregur til að mæta á fundum og lætur sér nægja að gagnrýna eftir á. Það dugir ekki einu sinni að hver stjórnin hafi svikið þá á fætur annarri, ekki bara þær sem eru verkalýðshreyfingum beinlínis fjandsamlegar heldur líka svokallaðar vinstri stjórnir. Tökum t.d. farmanna-i og flugmannadeilurnar á þessu ári. Þarna voru topptekjuhópar látnir vaða fram með óheyrilegar kröfur án þess að stjórnvöld teldu nokkra ástæðu til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.