Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 26
HLUSTIO Á RÖDD REYNSLUNNAR: lesendum VIKUNNAR uppskriftir að besta Gísli Ólafsson bakari, sem lengst af bakaði í Gíslabakaríi að Bergstaðastræti 48, hóf feril sinn í bakarfínu á Eyrar- bakka árið 1915. Hann þekkir brauð og bakkelsi betur en flestir aðrir. Áttræður bakari gefur brauði sínu Það var árið 1834 sem þýskættaður Dani, Knudtson að nafni, opnaði fyrsta bakariið hér á landi. Knudtson reisti húsa- lengjuna sem nú stendur á Bemhöftstorf- unni i Reykjavik og setti bakari i eitt þeirra. Hjá honum starfaöi annar Ðani, Bemhöft, og sá keypti bakariið 1845. Við hann er torfan kennd, en Bernhöftsbakari starfar enn þó á öðmm stað sé. „Eina menningarsögulega gildið sem húsin á Bemhöftstorfunni hafa er að þar var reist fyrsta bakari á Islandi, að öðru leyti eru þetta bara ónýtir skúrar,” segir Gibii Ólafsson sem enn er ve! hress þrátt fyrir háan aldur. „Fyrstu bakararnir, sem komu hingað til lands, voru danskir þannig að íslensk brauðgerðarhefð stendur á dönskum grunni en Danir lærðu aftur á móti sínar bakarakúnstir af Þjóðverjum. Þannig er þetta nú til komið.” En hvernig ætli brauðúrvalið hafi verið á Eyrarbakka árið 1915? „Að langmestu leyti var það rúgbrauð, einnig kringlur, skonrok, tvíbökur og svo lítilsháttar af vínarbrauði, en það var ekki mikið. Ég byrjaði þarna í bakaríinu eingöngu auranna vegna, fékk 500 kr. yfir árið, og var þar í fjögur ár, eða fram að tvítugu, og þá var annaðhvort að læra þetta betur eða þá bara að hætta. Það varð úr að ég lærði. 1919 fór ég til Reykjavíkur og komst í læri hjá dönskum bakara sem var með bakari að Laugavegi 42. Þremur árum eftir að ég lauk sveinsprófi opnaði ég bakarí, ásamt öðrum, í Þingholtsstræti 23 en seinna flutti ég mig upp á Bergstaða- stræti 48 þar sem ég var með bakarí upp frá því. Það var venjulega kallað Gíslabakari. Þegar ég var að byrja var ekkert pressu- ger flutt til landsins og því þurftu allir bakarar að brugga öl til að ná sér í ger. Nei, nei, þetta öl var ekki áfengt og því var yfirleitt hellt niður eða þá gefið vinum og kunningjum. Enn þann dag í dag eru þessar sömu uppskriftir notaðar og þær standa fyrir sínu. Það sem hefur. breyst er að hver bakari hefur fikrað sig áfram og bakað eins og honum best hentar, og það er eins með brauð og annað að gæðin fara eftir því hvernig farið er með hráefnið — hvernig vinnan er. í dag á þetta e.t.v. síður við þar sem flest tæki eru orðin sjálfvirk.” - Kökur? „Upp úr 1918 er almennt farið að baka kökur í bakaríum hérlendis, uppskriftirnar að sjálfsögðu danskar og mér er til efs að kökuúrval í dag sé betra eða glæsilegra en í þá daga.” — Það er ekki fyrr en nú á síðari árum að hægt er að fá eitthvað annað en fransk- brauð og rúgbrauð í bakaríum. Hvers vegna ekki fyrr? „Það er satt, það er ekki fyrr en nú á seinni árum sem einhver fjölbreytni verður í brauðframleiðslu. Við reyndum stundum að baka úr heilmöluðu korni en það seldist einfaldlega ekki. Bakarar hafa yfirleitt reynt að haga sér í samræmi við eftirspurn. Breytingin, sem hefur orðið hin síðari ár, er eingöngu til komin vegna áróðurs um hollustuhætti. Þetta, að víija eingöngu gróft brauð, er komið í tísku L.g var einmitt að lesa það í norsku bakara . laði að vegna þessarar eftirspurnar eftir grófu brauði gætu bakarar eins farið að baka úr hálmi — það yrði alla vega nógu gróft! Ég fer ekki ofan af því að ef maður borðar rúgbrauð og franskbrauð jöfnum höndum þá fær maður það besta úr korninu og líður engan næringarskort. Áróðurinn, sem rekinn hef- ur verið gegn hvítu hveiti, hefur gengið svo út í öfgar að það er fjöldi manns sem trúir því að það sé eitthvert eitur. Það er algerlega rangt og ég hef gert athugasemdir þar að lútandi. Hvítt hveiti er ekki algerlega sneytt næringarefnum, það er skjalfest á mörgum stöðum og meira að segja hefur vinur minn, Jón Óttar Ragnarsson næringar- fræðingur, viðurkennt þetta. Svo má ekki gleyma því að fólk borðar að töluverðu leyti með augunum og því er ómögulegt annað en nota hvítt hveiti í betri kökur — það bætir útlitið ótvírætt. Best er liklega að blanda hvítu og grófu saman.” — Vinna bakarar ekki mest um nætur? „Á Eyrarbakka hófst vinna upp úr klukkan 4 um nóttina og unnið fram að hádegi. Meðan ég stundaði bakaranámið var byrjað klukkutíma seinna og unnið í 10 tíma samfleytt. Eftir að ég var kominn með mitt eigið bakari byrjaði ég alltaf um fjögurleytið og vann eins lengi og ég þoldi. Vann allar helgar og tók aldrei sumarfrí.” Nóg um það. Reynið uppskriftir Gisla Ólafssonar, bakarans sem byrjaði að baka brauð og kökur fyrir fæðingu flestra okkar. Hann hefur reynsluna — sagt er að hún sé ólygnust. EJ 26 Vikan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.