Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 32

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 32
hjá. „Hvað er nú, Jack? Það reyndist í lagi meðdæluna. Þú varst þar." „Venjuleg próf, Herntan. Þau segja okkur ekki ncitt." „Hvað áttu við með þvi? Þú þrælaðir henni upp i 110 prósent hraða. Ef það kæmi ekki upp unt galla, hvað gerir það þá?" „Herman. hlustaðu nú á mig. Þessi prófun sýnir okkur ekki hvað gerist ef eitthvað óvænt kemur fyrir. Skilur þú ekki hvað ég á við? Ef hnykkur kænti á_" „En, Jack, það er bara —” „Skollinn hafi það, Herman, hlustaðu á mig!” Þetta var skipun og hún gerði De Young svo bilt við að hann sneri sér alveg við og starði á Godell. Bæði God ell og De Young höfðu verið í flotanum og báðir báru þeir virðingu fyrir völdum. í þeirri aðstöðu var De Young, sem framkvæmdastjóri orkuversins, augljós- lega settur yfir Gtxlell, sem verkstjóra. (iodell hafði þverbrotið viðteknar venjur. Þetta var nóg til þess að De Young setti steinhljóðan. „Ég var að fara i gegnum gæða trygginguna," sagði Godell, „og ég fann nokkra vanrækslu hjá verktakan um, sem tók þetta að sér, í skjölunum um stoðir dælunnar. Svo ég ákvað að lita á röntgenmyndirnar. Hérna, littu á þær.” Hann ætlaði að fara að rétta myndirnar til De Youngs, en svo hugsaði hann sig betur um og hélt þeim uppað nálægu ljósi. KJARN- UEIÐSI.A Tll. KÍNA „Þær eru alveg eins. Sérðu það ekki, Herman?" sagði Godell. „Þetta er sama rnyndin aftur og aftur.” De Young blés frá sér. „Hamingjan sanna, Jack. Þú getur ekki ætlast til að þessir verktakar skili hverju einasta plaggi sem ríkið krefst. Nú, þeir tóku ekki allar þær myndir sem þeim var ætlað að taka? Og hvað með það? Og hvað sem þvi líður eru þessar röntgen- myndir orðnar sex ára gamlar." „Það er einmitt það," sagði Godell hvasst, „stoðirnar þarna niðri eru líka orðnar sex ára gamlar.” De Young yppti öxlum og rétti Godell myndirnar aftur. „Ég skil ekki yfir hverju þú ert að fárast, Jack. Ég er að reyna að vera sanngjarn i þessu...." rödd hans dvínaði. Hana skorti alla sann- færingu. „Að minnsta kosti," sagði Godell, „þá ættum við að láta röntgenmynda stoðir dælunnar að nýju. Það er örugg asta leiðin til þess að verða viss." „Fjárinn, Jack, það er út í hött. Veistu um hvað þú ert að tala? Auðvitað veistu það — fimmtán, jafnvel tuttugu milljónir dala. Gleymdu þessu. Ég á við að þetta gengur ekki. Það besta sem þú gerðir væri að fara aftur í stjórnsalinn, koma þessu af stað og láta svo Spindler taka við stjórninni, en þú tekur þér frí það sem eftir er dagsins. Og ef þú vilt þá skaltu taka þér frí á morgun lika. Ég held að þú þarfnist hvildar, Jack. Ég held það svo sannar- lega. Maður verðurstundum útkeyrður í þessu starfi og ég held að þú hefðir gott af smáhvíld." Jack kinkaði kolli. Hann var eilitið álútur, hann hélt á röntgenmyndunum i lafandi hendinni. Það var ekki gott að lesa það úr svip hans hvort hann væri sammála yfirmanni sínum eða ekki. De Young hafði kannski rétt fyrir sér, honum hafði reyndar fundist sem hann væri úrvinda. Og kannski þurfti hann á hvíld að halda. En hann gat ekki losnað við þá tilfinningu að jafnframt því að hafna tillögu hans hafði De Young vísað á bug þeirri einu leið sem fær var til að komast að þvi hvað væri að. Þegar myndirnar voru komnar í umslögin og Godell var aftur kominn i stjórnsalinn með nýjan vindil í annarri hendi og kaffibolla i hinni, þá var hann að nokkru leyti orðinn eins og hann átti sér. Hann var útsævarkempan, gamli skipstjórinn, reiðubúinn að taka við stjórn í brúnni. Allir tæknifræðingarnir voru tilbúnir á sínum stað. Spindler sat við mælaborð sitt og fylgdist með Godell, eins og fyrsti fiðluleikari fylgist með hljómsveitar- stjóra. Jack kinkaði eilitið kolli til Spindlers. Hann svaraði strax: „Allt tilbúið i kjarna. Túrbínan komin I drif. Það er bein braut framund- an, Jack." Godell kinkaði kolli. Hann renndi augum yfir hina fjölmörgu mæla og full- vissaði sig um skýrslu Spindlers. Allt var tilbúið til þess að fara I gang. „Allt I lagi, strákar,” sagði Godell hljóðiega, „geriðeins og vanalega." Það var eins og allir mennirnir hefðu verið settir i gang með einu handtaki. Þeir tóku að toga í handföng, líta á mæla, skrifa hjá sér minnisatriði og ýta á rofa. Það var eins og herbergi fullt af sýning- arbrúðum hefði skyndilega orðið lifandi. „Kominn upp í þrjátíu prósent," kallaði Spindler. Jack kinkaði til hans kolli og beindi handarhreyfingu til hinna mannanna. Rólega nú, sagði þessi hreyfing. Og eitt af öðru tóku mælar, ljósaborð og þess háttar að lifna við. Langt fyrir neðan gátu þeir fundið daufan en vaxandi titring þegar griðarstórar túrbinurnar tóku að snúast hraðar og hraðar. Framhald í nœsta blaöi. ÁVALLT í FARARBRODDI TEIKNIPENNA E” E o' Viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennararog námsfólk. 9 gerðir Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. Tvöföld þétting í hettunni tryggir, að eigin- leikar (Rotring Isograph) eru ávallt hinir sömu, jafnvel þótt hann hafi ekki verið notaður lengi. it§)tring isograph® Allar nánari upplýstngar: PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, simi 13271 32 Vikan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.