Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 44
Jónas Kristjánsson skrifar um léttu vínin, 4. grein: Dómkirkju- vínið er besta vínið Ekkert skylt Liebfraumilch Besta hvítvínið og raunar besta vinið yfirleitt í Áfengis- og tóbaksverslun rikis- ins heldur enn velli, þótt lélegur árgang- ur hafi tekið við af frábærum. Akurinn við dómkirkjuna i Worms hefur staðið sig, þótt almennt hafi árið 1977 verið erfitt í þýskri víngerð, Þetta vín heitir hinu langa nafni Wormser l.iebfrauenstift Kirchensluck 1977, seintíndur riesling í flokki pragt- vina samkvæmt þýskum vínlögum. Það á ekkert skylt við hin fjölmörgu Liebfraumilch, sem fást í Rikinu. Þau eru hálfsætar vinblöndur fyrir markað vankunnáttumanna. Árgangurinn 1976 af þessu vini var djúpur og gullinn og fékk 9 stig i vin prófun Vikrnnarsíðasta vetur. Hinn nýi árgangur er hins vegar föllitur og græn- leitur og fær 8 stig að þessu sinni. Þar með er ekki sagt, að árgangurinn 1977, sem nú fæst i Ríkinu, sé neitt verulega siðri. Hann er sumpart meira hressandi. Hann er ekki eins sætur og loðir síður við munnholið. Það má jafn- vel nota hann sem matarvin. sem ekki var hægt i árganginum á undan. Miðað \ið verðlag Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins er tiltölulega hagstætt verð á Wormser Liebfrauenstift. Það kostar 2.800 krónur. Fyrir næstum því eir.s gott rauðvín þarf alténd að borga 4.700 krónur. Vínin frá 1977 eru sykruð Að þessu ágæta víni frátöldu er meira en lítið skarð fyrir skildi i þýskum hvít- vínum Rikisins. Hin ágætu vín Hochheimer Daubhaus og Kallstadter Kobnert hafa ekki lengi fengist og öðrum vínum hefur hrakað milli ára. Þýsku vínin skara um þessar mundir ekki fram úr öðrum hvítvínum. Síðasta vetur hét Móselvinið Bern kasteler Schlossberg hinu göfuga nafni Riesling Kabinett. Nú. þegar árgangur 1977 hefur tekið við af 1975, er það bara einfaldur riesling. Það þýðir. að vín- gerðarmenn hafa orðið að sykra það eins og flest vin þessa árs, önnur en það, sem sagt var frá hér að framan. Einkunnin er að þessu sinni sjö. Vinið er eðlilegur riesling, nokkuð súr og geymist illa í flösku, sem hefur verið opnuð. En þetta er þó besti fulltrúi Móselvína i Ríkinu um þessar mundir. Verðið er 2.200 krónur. Nýja vínið var í lagi Dómkirkjuvínið frá Worms er ekki eini frambærilegi fulltrúi Rheinhessen- vina i Ríkinu. Þar er nú komið nýtt vín, sem ekki hefur áður verið á verðskrá, frá Nierstein svæðinu við Rín, nokkuð norðan við Worms. Nýja vínið heitir Goldgrape 1977 og er riesling. Það er ekki merkilegt vin fremur en aðrir Niersteinar, lauslega sætt, en hefur þó aðlaðandi ilm og fær 6,5 stig í einkunn. Verðið er 2.100 krónur. Þá víkur sögunni til Rheingau, þaðan sem komið er vínið Riidesheimer Burg weg 1977. Það er frambærilegt vín, sem fær sex stig. 1 fyrra fékk sama vín sjö stig, en þá voru dómreglur ekki eins strangar. Verðið er 2.300 krónur. Sá fulltrúi frá vinánni Nahe, sem komst að þessu sinni gegnum nálar- augað, er Kreuznacher Hinkelstein 1974 (ekki Kreuznacher St. Martinl, enn eitt riesling-vínið. Það er hversdagslegt vin, sem fær sex í einkunn. Verðið er 2.500 krónur. Ekkert vin frá Rheinpfalz náði þessari lágmarkseinkunn. Kallstadter Kobnert hefði kannski gert það, en það hefur ekki fengist lengi. Sama er að segja um Hochheimer Daubhaus frá Rheingau. Önnur þýsk hvítvín, sem telja má þolanleg og fá 5 í einkunn, eru Mósel- vinið Bereich Bernkastel 1977 á 2.300 krónur, Rheingau-vinið Johannisberg 1975 á 2.050 krónur, Móselvínið Blue 1977er Riesling Bernkasteler Schlofiberg A-P.Nr. 2907031178 QUALITATSWEIN RHEINHESSEN fj 9,5°/o alc./vok - 700 ml e ’ IITE QUALfTY RHINE WINE • VIN BLANC DE OUALITE DU RHH. PRODUCED AND BOTTLED IN GERWAK.' PRODUIT ET MIS EN BOUTEILLE EN ALLEUAGNE A. P. Nr. 4 907 1*75379 DUIS G'JNTRUU WEINKELLEREI • NIERSTEIN AM RIIEIN BEREICH NIERSTEIN BEREICH ÚVSfitSI*W(ill A P. Hr. 6 907 087 007 78 RHEINGAU 1977 Rudesheimer Burgweg Rwstíng e730ml AFEKGIS' OG TOBAKSVERZLUN RIKISINS t>«leei*d ond bottted by Anheuser & Fehrs. Bad Kreuznach 'ilíluiUistcBnb.cuscr 'L>aö ívreugnacíj Erzeuger-Abfilllung PRODUCE OF GERMANY STILL NAHE WINE iy74or Kroujnadicr £)ínfdstoín. Xitslíng Qualitátswein Amtliche Prilfungsnummer 1 710 008 70 75 700 ml Wormser Liebfrauenstift Kirchenstúck, Riesling Spatlese 1977 Rheinhessen 2.800 krónur. £ stig Bemkasteler Schlossberg, Riesling 1977 Mosel 2.200 krónur - stig Goldgrape, Nierstein Riesling 1977 Rheinhessen 2.100 krónur Riidesheimer Burgweg, Riesling 1977 Rheingau 2.300 krónur £ stig Kreuznacher Hinkelstein, Riesling 1974 Nahe 2.500 krónur 6 stig 44 Vikan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.