Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 53

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 53
haföi hugsað sér að hafa heitan mat í stað venjulega kalda borðsins og salatsins. Nú leit ekki út fyrir að tími yrði til þess. „Bróðir minn er hér. Þú varst búin að segja að ég mætti heimsækja son hans í háskólann. Hann er kominn til að aka mér þangað.” „En, Rebecca —” byrjaði Claire og strauk hárið frá röku enninu. „Ég bjóst við að þú myndir láta mig vita.” „Ég læt þig vita núna.” „Æ, þú gætir ekki farið á morgun, er það?” Þetta var vonlaust. Það vissi hún. Hún myndi gefa Rebeccu fri. Rebecca hafði aldrei haft fyrir að láta hana vita fyrirfram, þegar hún hafði hugsað sér að taka sér frí. Makeliubúar hugsuðu yfirleitt aðeins um daginn í dag. Það var svo sem margt vitlausara, hugsaði hún þreytulega með sjálfri sér. „Abinal er hér með hjólið til að taka mig með,” sagði Rebecca, og þar eð vinsælasti ferðamátinn var sá að ferðast tveir eða jafnvel þrir á sama hjólinu — sem var reyndar ólöglegt — varð Claire ekkert undrandi. Þegar henni varð hugsað til útsýnisvegarins fór þó hrollur um hana við tilhugsunina og hún sagði undrandi: „Ætlið þið að hjóla alla leið til Makeli?” Rebecca hristi höfuðið. „Námurútan fer þar hjá um hádegið. Við tökum hana áður en við komum að útsýnisveginum.” „En ykkur verður ekki hleypt inn. Rútan stansar þar ekki. Og reiðhjólin” „Námurútan stoppar. Við stöndum í þrepinu, svona —” Þjónustustúlkan baðaði höndunum — „og höldum á hjólunum, utan á rútunni.” Hún þagnaði. „Bílstjórinn er bróðir. Sami faðir, önnur móðir.” Claire hló. Hún hefði átt að geta látið sér detta þetta í hug. „Jæja, allt í lagi. En ég fæ gest til hádegisverðar." „Ég veit það, frú.” Rebecca klappaði saman lófunum í þakklætisskyni en tókst þó að líta á Claire ásökunaraugum í leiðinni. „Sjeffinn kom til að heimsækja þig, siðan fór hann. Svo að ég tók fisk út úr frystikistunni.” Hún benti stolt í áttina að vaskinum, þar sem tvö flök lágu og þiðnuöu. „Og ég bjó líka til JæJA, það var nú það, hugsaði Claire með sjálfri sér. Nú verð ég að elda ofan i þá. Hún þakkaði Rebeccu fyrir hugulsemina en konan tvísté aðeins. Síðan sagði hún: „Hann spurði: Hvar er málverkið?” „Ó, já. Það var rétt.” Það var auðvitað málverk Dermotts. „Sýndirðu honum það?” Rebecca hristi höfuðið. „Ég sagðist ekki vita,” svaraði hún. „En Rebecca, þú veist það fullvel.” „Bróðir minn málar alveg eins vel,” sagði hún með fyrirlitningu og snerist á hæli. Þegar hún kom að dyrunum bætti hún við: „Betur.” Hún staðnæmdist fyrir utan eldhúsgluggann og leit á Claire. „Abinal vinnur mikið fyrir Sjeffa Langley, frú. Ég fer núna. Bless.” Claire leit á klukkuna og gekk út i garðinn í leit að sítrónu. Hún reikaði hægt um hlykkjóttan stíginn og gekk úr sterku sólskininu inn i marglitan skugg- ann djúpt hugsi. Það var eins og hún væri að vakna, allt of snögglega, af löngum svefni; eins og hún væri að teygja úr köldum og stirðnuðum limunum, sem voru að vakna til lífsins, og það var sársauka- fullt. Henni skildist, með vaxandi undrun, að hún hafði ekki lifað nema að takmörkuðu leyti eftir dauða Dermotts og hún var ekki viss um hvernig hún ætti að kljást við þessa nýju veröld né heldur hver ástæðan var fyrir þessari endurvakningu. Hún þræddi veginn milli sítrus- trjánna. Það glitraði á dökk laufin og þroskaða ávextina. Hún varð vör við órólega tilfinningu um að hlaupast á f' MORGAN KANE Stór bók um Morgan Kane kemur út 1. desember. Bókin verOur í vasabroti og einnlg innbundin ítakmörkuðu upplagi. Morgan Kane — Bat Masterson — Billy the Kid Charles Goodnight — John Casner— Sostones Llancheneque Þessum görpum lenti saman síðsumars árið 1876 — og Texas Pan- handle varð vettvangur heiftarlegra, blóðugra átaka, slíkra, sem aðeins gátu gerst í Villta vestrinu... \ ÞEIR HITTUST Á HELJARSLÓÐ 48. tbl. Vlkan * j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.