Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 56

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 56
Hún gekk eins og blind manneskja út úr borðstofunni í áttina að garðdyrunum. Hún var komin að þeim jregar Noel tók um úlnlið hennar. „Nei,” sagði hann ákafur. „Þú getur ekki snúið bakinu við staðreyndunum. Geturðu ekki séð það, Claire? Ég veit hvernig þetta er. Ég er að reyna að hjálpa þér.” Hann sneri henni við, svo að hún stóð augliti til auglitis við hann, síðan hélt hann áfram: „Þú átt allt lífið framund- an. Hvað ertu gömul? Tuttugu og sex? Þú hefur nú þegar sóað tveimur árum i að syrgja mann sem var þér ekki einu sinni trúr, og nú trúir þú næstum því að...” Hann greip þá hönd hennar sem var laus um leið og hún lyfti henni til að slá hann. Handtak hans var mjög fast; það var eins og beinin í hendi hennar væru að bresta. „Allt í lagi, Claire. Vertu reið, ef það getur hjálpað þér til að lifna við,” sagði Noel. „Gott. Það er jafnvel kominn dá- lítill litur I kinnarnar á þér. Vaknaðu! i JWenwood hrærivélar ThOWN og úrval hjálpartækja HEKLAhf Laugavegi 1 70—172 — Sfmi 21240 Vaknaðu og skildu að þú ert ung og stór- glæsileg kona sem eyðir lífi sínu í að ganga um eins og múmía vegna þess að fyrir heilum tveimur árum missti hún manninn sinn, sem hún elskaði of mikið og hann elskaði of lítið.” „Þetta er mitt mál,” hvæsti Claire. „Hvernig mér líður — að þú skulir voga þér? Ég er lifandi. Ég ætla mér að giftast Bruce.” „Guð hjálpi honum þá, ef þú þiðnar ekki fyrir brúðkaupsnóttina,” hrópaði Noel. Claire þreif hendurnar til sin, ýtti hárinu frá enninu og sagði mótmælandi: „Þú hefur engan rétt. ..” „Einhver verður að hjálpa þér. Held- urðu að fólk sé blint? Að vinum þínum sé sama?" „Vinir mínir koma þér ekkert við.” „Sumir þeirra koma mér við. En það er ekki aðalatriðið. Allt i lagi, Claire, þú hatar mig núna, en þegar þú ferð að ró- ast muntu vita að ég hafði rétt fyrir mér." Allt i einu virtust allar tilfinn- ingarnar — reiði? — gufa upp hjá Noel. Hann dró djúpt að sér andann, sneri sér við og sagði: „Ég er ekki velkominn hér lengur. Þakka þér fyrir matinn." Hann ýtti upp garðdyrunum og gekk út á sól- þakaðan stíginn. Dyrnar lokuðust á eftir honum og Claire horfði á hann fjarlægj- ast. Eins og í þoku tók hún eftir hve fallega hann hreyfði sig. CéAIRE ók heim til Ruthar vikuna á eftir, aðallega til að ljúka heimsókn- inni af og til að svara hvers vegna hún hefði ekki komið fyrr. : Sjálflímandi stafir, merki, skilti o.fl. Bílskreytingar Skiltagerð Auglýsinga stofa obc 56 Vlkan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.