Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 57

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 57
Undir Afríku- himni Tvíburamir voru farnir aftur til Eng- lands í skólann. Átta ára gamli Michael, sem alltaf saknaði þeirra hræðilega fyrstu dagana en var of ungur til að láta sér skiljast það, var óvenju erfiður í um- gengni í staðinn og varð mjög glaður að sjá hana. „Hvar er mamma þín?” spurði Claire og lagði töskuna á borðið um leið og hún leit yfir öxl hans á litla fjallið af skóla- bókum, sem bentu til daglegrar baráttu við lexíurnar. „Úti.” Hann fann strax að þetta svar var ekki fullnægjandi svo hann bætti við: „Ég held að hún hafi farið niður í verslanahverfið til að finna tusku í kjóla. Sennilega hefur hún farið í silkiverslun- ina.” „Hvenær kemur hún heim?” Claire gekk órólega yfir í eldhúsið þar sem Bara, heimilishjálpin, stóð við að strauja þvottinn. Um leið og hún kom fram aftur svaraði Michael: „Fljótlega. Þegar við fáum te. Viltu ekíci bíða?” „Nú, er hún að koma?” Ruth ætlaðist áreiðanlega til að hún biði eftir henni fyrst þannig var. „Ertu viss?” „Auðvitað er ég viss. Pabbi fer ekki á golfvöllinn í dag svo að hann kemur beint heim. Hann verður kominn um fjögurleytið og mamma er alltaf hér þegar hann kemur heim.” Jæja, það var nú reyndar satt; Claire þekkti systur sína nógu vel til að hreyfa ekki mótmælum við þessari staðhæf- ingu. Hún beið á meðan Michael kláraði að læra, síðan hjálpaði hún honum að koma upp fótboltamönnunum sem voru uppáhaldsleikfangið hans í augnablik- inu. En í þetta skiptið höfðu þau bæði rangt fyrir sér. Það var Sam sem kom heim fyrst. Hann brosti breitt til Claire, þegar hann kom inn, en hann hafði tekið eftir bílnum hennar fyrir framan bíla- geymsluna. „Ég skal hita fyrir þig te ef þú vilt,”' sagði Claire. „Ruth hefur sennilega taf- ist í umferðinni. Það er alltaf svo erfitt að komast leiðar sinnar um fjögurleytið. Ertu svangur? Á ég að smyrja fyrir þig samloku?” Framhald í næsta blaði. FæÞÞar H»l<tr»ríum, sem »ri nrxl-umsloftinu^ Ný, bráðskemmtileg BARNAPLATA Hin spænsk-íslenzka, komunga söngkona KATLA MARÍA hreif alla þegar hún söng í STUNDINNi OKKAR um daginn tvö lög af væntanlegri plötu sinni. Nú er platan hennar komin í verlzlanir um land allt — og þorum við að fullyrða, að skemmtilegri og vandaðri barnaplata hefur ekki komið út á íslandi í mörg ár. Söngtextarnir fylgja. Plata eða kassetta aðeins kr. 7.800. tM.VIkui7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.