Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 59

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 59
trúgjarn á hugmyndir um samband við látnar manneskjur, heldur þvert á móti mjög vantrúaður á slíkt. En sannanirnar hlóðust svo að honum í þessu máli, sem átti eftir að vekja svona gífurlega athygli, að hann varð að viðurkenna að þær nægðu til þess að staðfesta þá skoðun að látnir lifðu eftir dauðann. Séra Arthur Ford, sem var miðillinn í þessari frægu útsendingu sjónvarpsins í Toronto, varð frægur um allan heim fyrir þennan opinþera sambandsfund. En eins og margir íslendingar vita, var þetta aðeins hámark merkilegrar miðilsstarfsemi, sem hafði staðið i áratugi og náð til margra landa. Ævisaga Fords var þýdd á islensku og er litríkur ferill hans þvi mörgum íslendingum kunnur. Eftir merkilegan sambandsfund, sem Ford hélt í Lundúnum, sagði Arthur Conan Doyle, hinn frægi höfundur Sherlock Flolmes sagnanna, um hæfileika Fords þetta: „Þetta er meðal þess allra furðulegasta sem ég hef nokkru sinni séð á reynslutíma minum um sálræn efni, sem staðið hefur i fjörutíu og eitt ár." Doyle var frægur einnig sem fyrir- lesari um sálræn efni og mjög eftirsóttur og hann var í þann mund að hefja fyrirlestur fyrir áheyrendur í West End í Lundúnum, þegar til hans kom þessi ungi og þá lítt þekkti bandariski miðill og hafði meðferðis meðmælabréf til hins fræga manns. Þetta varð til þess að Doyle bauð honum að halda með honum opin- beran fund þar sem Ford gæti sýnt sálræna hæfileika sína og reyndist hann tilefni framangreindra ummæla Conans Doyles. Arthur Ford varð fyrst var við þessa mögnuðu sál- rænu hæfileika sína þegar hann var i hernum í heims- styrjöldinni fyrri. Hann var ungur liðsforingi staddur í herbúðum í Grant í Illinois, jregar hann vaknaði eina nóttina við að honum birtist nafnalisti. Sagði hann siðar svo frá, að honum hafi snax orðið Ijóst, að þetta voru nöfn þeirra hermanna sem látist höfðu um nóttina i inflúensufaraldri þeim hinum mikla sem geisaði árið 1918. Hann komst að því daginn eftir að þetta reyndist rétt. Fleiri slíkir nafnalistar birtust honum eftir þetta og brást það aldrei að þeir sem birtust honum á listanum létust af völdum sjúkdóms- ins. Sjáltum þótti Arthur Ford þetta allóhugnanlegur hæfileiki og óttaðist geðveiki. Hann spurði þess vegna móður sina hvort nokkuð hefði gætt geðveiki í ættinni og sagði hún syni sínum, að frænka þeirra ein hefði verið eitthvað „skridn". Þetta var föðursystir Fords og hafði hún verið miðill, en það var litið hornauga af öðrum í fjölskyldunni, því þeir voru bókstafstrúar, baptistar. Ford tók prestsvígslu og brátt tók hann að krydda klerksræður sínum með beitingu hinna miklu miðils- hæfileika sinna og dró þannig að sér mikinn fjölda áheyrenda. Við þessar sívaxandi vinsældir séra Fords meðal hinna lifandi kom svipað í Ijós meðal hinna látnu. Andlegar verur virtust þyrpast að honum á sambands- fundum. Lýsir Ford þessu jrannig í ævisögu sinni: „Stundum sá ég þetta látna fólk, stundum fann ég til þess, en það var bara allt of margt til þess að ég réði við þetta. Mig vantaði einhvern sem gæti komið reglu á þetta og ákveðið hverjir kæmust I gegn. Mig vantaði andlegan meistara til þess að stjórna þessu öllu saman.” Og árið 1924 kom þessi persóna fram hjá séra Ford, persónuleiki sem kallaði sig Fletcher. sem sagðist upp frá því verða aðstoðarmaður Fords hinum megin á andlega sviðinu. Kom í ljós við nánari spurningar, að þetta nafn tilheyrði frönskum Kanadamanni, en þeir Ford höfðu þekkst í bernsku, fimm ára að aldri, þegar fjölskyldur þeirra voru nágrannar. Ford kynntist honum aldrei sem fullorðnum manni, en þessi bernskuvinur hans gekk í herinn i heims- styrjöldinni fyrri og féll á vígstöðvunum. Eftir þetta var Fletcher alla tíð stjórnandi miðilsins Arthurs Fords, sem varð einn frægasti miðill Ameríku á 20. öld. Eins og nærri má geta verður ferill þessa stórmerka miðils ekki rakinn hér í stuttum þætti, enda ævisaga hans til á islensku, eins og ég gat um fyrr. Ég ætla samt til gamans að segja eina smásögu af beitingu þessa sálræna hæfileika, sem gerðist í Carnegie Hall í New York árið 1939. Meðal áheyrenda í salnum var ungur maður sem hafði einungis farið á þennan fund móður sinni til samlætis. Ford fann nafn hans — Ralph Harrison — og sagði við hann: „Gætið varúðar, þegar þér farið í bankann. Þér berið á yður miklar fjárupphæðir. Gætið fyllstu varúðar eða þér getið átt það á hættu að verða rændur.” Harrison þakkaði Ford, en hann hélt engu að siður áfram að fara með þúsundir dollara í bankann daglega fyrir fyrirtæki sitt I Newark, Krueger bruggunar- firmað. Hann fór í nálægan banka með þessar háu fjárhæðir í bil sínum án þess að hafa nokkurn sér til fylgdar og verndar. Ekki voru liðnar þrjár vikur frá þessari viðvörun Arthurs Fords áður en Harrison var rændur af tveim vopnuðum glæpamönnum, sem komust sjálfir undan með ránsfenginn í eigin bíl. Þvi skal einungis bætt við þessa frásögn, að Harrison varð sjálfur einnig sálrænn, því honum opnaðist skyggni. Endir 48. tbl. Vikan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.