Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 70

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 70
PÓSTIKIW . .. . ef ég er taugaveikluð Hæ Póstur! Ég er átján ára stelpa og mig langar til að biðja þig um upplýsingar í sambandi við „au-pair”. Mig langar alveg ofsalega að komast út næsta sumar og vinna sem „au-pair” í einhverju Evrópulandi, helst í Frakklandi. En ég er svolítið hrædd við eitt. Ég er frekar feimin og svolítið taugaveikluð held ég. Þess vegna er ég svo hrædd um að kannski geti ég ekki farið ein út og verið ein heilt sumar. Kannski tryllist ég úr heimþrá og veit ekki hvað ég á af mér að gera. Ég hef lært frönsku í skólanum í tvö ár, og ég held að ég geti alveg bjargað mér á henni. Svo kann ég náttúrlega ensku. Tala Frakkar ekki ensku? En mig langar ofsalega að kynnast einhverju nýju og þess vegna datt mér „au-pair ” í hug. Hvernig get ég komist í samband við fjölskyldu sem vill fá heimilishjálp eitt sumar? Og finnst þér vitlaust af mér að fara, þegar ég er svona tauga- veikluð? SÞ Það er einmitt hreinasta nauðsyn fyrir þína manngerð að fara að heiman og kynnast ein- hverju nýju til þess að öðlast sjálfstæði og aukinn þroska. Taktu þig saman í andlitinu og hafðu samband við sendiráð þess lands sem þig langar mest að dvelja í. Frakkar tala að vísu helst ekki ensku, sumir þeirra að minnsta kosti, en það er þó aðallega viðhorf gagnvart erlendum ferðamönnum. Ef þú dvelur á heimili mun heimilis- fólkið örugglega reyna að skilja þig, hvaða mál sem þú talar og franskan yrði ekki lengi að lærast. Láttu þér ekki til hugar koma að hafa áhyggjur af heimþrá löngu áður en þú leggur af stað og settu þér það mark að gefast ekki upp, þótt sú tilfinning gerði vart við sig um einhvern tíma. Það er mjög ósennilegt að þú sért beinlínis taugaveikluð, miklu líklegra að þig vanti sjálfsöryggi og gæti dvöl fjarri heimilinu i öðru landi gert þér ómetanlegt gagn. Leiðinlegt að skemma blaðið Kæra Vika! Mér finnst leiðinlegt að skemma ágætt blað með því að klippa út úr því getrauna- seðlana. Væri ekki góð hugmynd að prenta bara á lausa miða og láta fylgja blaðinu, sem lesendur skrifa . .. og hvað þá með frænda mínum Kæri Póstur! Mér datt I hug að senda þér línu og athuga hvort þú gætir hjálpað mér í smávandræðum. ífjöldamörg ár hef ég þekkt frænda minn og frá því að við vorum börn höfum við verið vinir, mjög góðir vinir. Eftir að ég byrjaði að vinna hittumst við um það bil eina til tvær vikur á sumri. Við erum eins og systkini og hann er alltaf glaður að sjá mig. Þegar við hittumst sofum við saman I herbergi, enda er erfitt að vita nákvæmlega hvenær við erum orðin of gömul tilþess. Hann hefur ALDREI látið annað í Ijós en að hann hugsaði um mig sem systur sína og jafnframt ráðgjafa og vin (ég er talsvert eldri). En í fyrra kom mamma mér mjög á óvart. Eitt kvöldið lokuðum við að okkur herberginu mínu og fengum okkur dálítið áfengi og töluðum um vandamál hvors annars. Morguninn eftir ætluðum við þangað sem hann býr, en áður en ég fór bað mamma mig að gæta mín. Ég spurði á hverju og égfann að hún hélt að við frændi hefðum sofið saman (haft samfarir) eða kelað og átti ég að passa að gera það ekki. Nú er ég eins og á verði gagnvart frænda og þykir mér það leitt. Núna trúir mamma mér fullkomlega eftir að ég útskýrði fyrir henni að svo var alls ekki. En pabbi vinnur þar sem mikið koma fyrir ýmis málefni kvenna og hann trúir mér ekki. Mér þykir það mjög leitt. Eg vil ekki að fólk haldi eitthvað um mig sem er rangt. Ég hef ekki sofið hjá strákum og hvað jxí frænda mínum! Ég hef reynt að fá pabba til að trúa mér, en það hefur ekki tekist. Gætir þú hjálpað mér? Hvað gœti ég sagt við hann? Ég vona að þú sért bundinn þagnarskyldu og fyrirfram þakkir fyrir svarið. Frænka. Foreldrum þínum gengur gott eitt til en að sjáifsögðu getur þeim skjátlast eins og öðrum foreldrum. Þegar slikt á sér stað er þýðingarmikið að þú erfir það ekki við þau og bíðir með að ræða málin til hlitar þar til allir eru vel undirbúnir. Láttu þetta alls ekki ná að vinna tjón á vináttusambandi ykkar frændsystkina, til þess er engin ástæða, en mundu að viðbrögð foreldra þinna eru fullkomlega eðlileg. Það sem mestu máli skiptir i þessu máli er að þú sjálf hafir hreina samvisku. Hvort ein- hverjir aðrir sjá ástæðu til að bera brigður á orð þin og athafnir skaltu ekki taka nærri þér og þú getur treyst þvi að sannleikurinn verður ofan á þegar til lengdar lætur. Pósturinn er að sjálfsögðu bundinn þagnarheiti. svo lausnirnar á? En viljið þið nú ekki líta á þetta lausnakrass mitt. Vikan er keypt heima. Eiður Þetta hefur reynst tæknilega ómögulegt að leysa, nema með því að prenta á lausa miða. Slíkt væri mjög dýrt og óhentugt i framkvæmd — svo þetta verður að vera eins og nú er. Reynt hefur verið að hafa til dæmis í næstu viku eða annað álíka efni aftan á lausnaseðlunum svo skemmdin verði ekki jafnslæm, en það efni birtist svo aftur í Vikunni á eftir. Á meðan opnurnar i Vikunni eru önnur hver í fjórlit en hin í tvílit verður þetta að vera svona. En það þarf ekki að vera að svo verði um aldur og ævi, og ef einhver breyting verður mun þetta strax tekið til endurskoðunar. Pennavinir Berglind Bjarnadóttir, Völvufelli 50, Breiðholti 3, 109 Reykjavik, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 10-12 ára. Hún er sjálf 11 ára. Áhugamál eru hljómsveitir, frímerkja- söfnun, sund og tónlist. Hún svarar öllum bréfumj Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. íris Berg Ólafsdóttir, Öldugötu 48, 220 Hafnarfirði, óskar' eftir pennavinum (strákum) á aldrinum 12-14 ára (er sjálf | 12). Áhugamál eru: tónlist, frímerki, strákar og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Hún svarar öllum bréfum. Ingibjörg Einarsdóttir, Norðurgötu 2, 710 Seyðisfirði, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 11-13 ára. Hún er sjálf 11 ára. Áhugamál eru iþróttir, diskótek, strákar og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Harpa Skjaldardóttir, Furugrund 71, 200 Kópavogi, er 12 ára og óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 12-14 ára. Áhugamál hennar eru tónlist, diskódansar, skiðaiþróttir, kvikmyndir og föt. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Wimala Prathpasinghe, Kelaniyawatta, Makandura, Matara, Sri Lanka, er 25 ára gömul stúlka sem hefur áhuga á að eignast íslenska pennavini. Hún skrifar á ensku, er i myndlist en áhugamál hennar eru söngur, lestur, teikning, eldamennska og margt fleira. Hafdis Jóna Gunnarsdóttir, Túngötu 31, 460 Tálknafirði, hefur áhuga á að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-15 ára. Áhugamál hennar eru dans, ferðalög, dýr og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Hún svarar öllum bréfum. 70 Vikan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.