Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 18
að hátta, gat hún ekki stillt sig lengur. — Danni, við verðum að leggja meira fyrir, okkur tekst ekki að safna neinu með þéssu móti. Hún hikaði: — Gætirðu ekki farið fram á launahækkun? Hann var að afklæðast skyrtunni, en nú stóð hann grafkyrr. Henni varðallt i einu Ijóst, að hann hafði ekki verið sjálfunt sér líkur allt kvöldið. Hann hafði talað og hlegið, en stundum hafði hann verið afskaplega annars hugar. Nú sneri hann sér hægt að henni. — l>að er óhugsandi, sagði hann. — Staðreyndin er su, að ég varð að gangast inn á kauplækkun núna í dag. Hún starði á liann steinþegjandi. Hún varð skyndilega þurr í munninum. Hún varð að taka á til þess að koma upp orði. — Var það mikil lækkun? Um tiu prósent. Hún rak upp undrunaróp. — En hvers vegna? - þarf égaðskýra það fyrir þér? það er sama sagan í mörgum fyrirtækjum núna, minni sala, samdráttur í fram leiðslu. Fyrirtækið rétt skrimtir. Við urðum nokkuð mörg aö velja um það, hvort við vildum hætta störfum eöa sætta okkur við minni laun. Af ein hverjum ástæðum valdi óg síðari kostinn, sagði hann þurrlega. Svo andvarpaði hann og tók aftur til við að afklæðast. — Æ, stattu ekki eins og þvara, slappaðu af! Við drögum cin hvern veginn úr útgjöldum, rekum kjállarameistarann og hættum að borða kavíar í öll mál. Ekki þetta, sagði hún og settist snögglega á rúmið. Henni fannst sem kuldagjóstur næddi um hana. —. Ekki grínast með þetta. hetta hefur verið nógu erfitt hingað til, hvað þá . . . Hann snarsneri sér við, og svipur hans lýsti sársauka. — F.g er ekkert sér- staklega ánægður með þetta heldur. En svontt gengur þetta bara þessa dagana. Hann hækkaði röddina. — Þú heldur þó ekki, að ég ætli að láta ykkur svelta. Ég fæ mér aukavinnu einhvers staðar til að jafna metin. l.áttu ntig um áhyggjurnar. HúN starði á hann. Svo lokaði hún munninum og leit niður fyrir sig. Enda þótt hann væri gæddur miklum innri styrk, sem gott var að styðjast við, var hann eins og barn, þegar peningar voru annars vegar. Hann var alltaf fyrstur til að grípa reikninginn, ef þau fóru út mcð kunningjum, og ef hann fór með henni að kaupa inn til heimilisins, komu þau heirn hlaðin óþarfa, sem honum hafði litist gantan að prófa, án tillits til, hvað það kostaði. — Hvað eru fáeinir aurar á milli vina? var eftirlætis orðtak hans. Löngu eftir að Danni var sofnaður, lá Jenný glaðvakandi með áhyggjur sínar. Annað hvort okkar verður að sýna ein hverja ábyrgð í peningamálunum. hugsaði hún, og það hlýtur að koma I minn hlut. Næstu daga velti hún þvi mikið fyrir sér, hvort hun gæti ekki sjálf farið að vinna til að létta þeint róðurinn. En hún var ekki sérmenntuð á neinu sviði, og hugmyndir hennar unt hálfs dags starf við eitthvað virtust álika loftkenndar og hugmyndir Danna urn „aukavinnu ein hvers staðar”. Það virtust margir hafa komiðauga á sömu úrræði. Niðurstaðan var sú, að þau gátu ekkert gert annað en herða sultarólina. Eitt var víst, þau máttu ekki ganga á spariféð. — Við ntegum ekki safna skuldum. sagði hún ákveðin — og við snertum ekki peningana okkar i bankanum. læireru okkarcina trygging ef eitthvað kemur upp á. Hún sneri sér að dætrunum. — Þið skiljið það, er það ekki? Þið verðið að hjálpa okkur pabba, þið megið ekki biðja okkur um eitthvað, sem við höfum ekki ráðá. Þær sátu ósköp stilltar, litlu andlitin voru alvarleg, og hún hugsaði: Ég ætti ekki að hræða þær svona, ég ætti að reyna að láta, sem allt sé í lagi. En sú hugsun vék fljótlega fyrir annarri: Nei, þær verða að læra að komast af án ýrnis- legs, annars tekst mér aldrei að láta enda ná saman. Næstu vikur leið Jenný eins og linudansara. Erfiðleikarnir létu ekki á sér standa. Lilla þurfti nýja skó, og gamli isskápurinn bilaði, og oft óttaðist hún að missa tökin. En með þvi að spara eilitið hér, gat hún borgað eilítið þar, og enn hélt hún jafnvægi á línunni. Og um hverja helgi varpaði hún öndinni léttar yfir því, að enn ein vika var liðin, án þess þau höfðu þurft að ganga á spariféð í bankanum. En kvíðinn nagaði hana stöðugt, þvi fargi gat hún aldrei af sér létt. Þegar hún var að reyna að sol'na á kvöldin. læddist óttinn að henni, eins og vofa, í huga hennar komst ekkert að annað en tölur, og hvernig sem hún reiknaði, fékk hún alltaf sömu útkomuna. Óttinn hafði þegar sett mark sitt á liana. Hún var tekin að horast, og áhyggjusvipurinn vék sjaldan af andliti hennar. Þegar litlu stúlkurnar báðu um sælgæti eða einhvcrn annan óþarfa, var hún reglulega hvöss við þær, og loks hættu þæraðbiðja. Kata og Lilla voru breyttar, og nú voru þær hættar að þjóta á móti pabba sínum, þegar hann kom heim frá vinnu, því hann var breyttur líka. Hann var orðinn þyngslalegur i hreyfingum. það var sem áhyggjurnar væru líka að sliga hann. Jenný var fyllilega Ijóst, að haustið var að breytast í vetur, og þó brá henni í brún, þegar það rann upp fyrir henni einn daginn, að nú voru aðeins örfáar vikur til jóla. Það vantaði nú bara! Jól kostuðu peninga, það varð að kaupa jólatré og jólagjafir, og jólamaturinn kostaði sitt. Og þau áttu ekki peninga til þess þetta árið, nema þau tækju út úr bankanum. Og þegar þau væru einu sinni byrjuð á þvi, væri minna mál að gera það aftur, og þannig mundi það halda áfram, þangað til einn góðan veðurdag... Nei, hugsaði hún, þannig má það ekki verða. Við verðum að haga okkur skynsamlega þessi jólin og eyða eins litlu og unnt er að komast af með. Kötu og Lillu þætti það eflaust súrt i broti, en þær yrðu að læra af lifinu, eins og það var. Þær hlustuðu á hana alvarlegar í bragði, og Jenný komu viðbrögð þeirra nokkuð á óvart. — Erum við mjög fátæk? spurði Kata. — Kentur hjálp- ræðisherinn með föt og mat til okkar, eins og fátæku fjolskyldunnar í næstu götu? Jenný saup hveljur. — Nei, nei! sagði hún. — Við erum ekki fátæk. Það er bara . . . hún léitaði að orðum — við þurfunt bara að vera á verði, svo að við verðum ekki fátæk. Þegar frá leið, fór hún aðóska þess, að þær kvörtuðu meira, að þær grétu og heimtuðu jólatré og alls konar ómögu lega hluti. Þess i stað samþykktu þær möglunarlaust, að hvor um sig fengi aðeins eina ódýra gjöf. Þær hlustuðu kurteislega á útskýringar hennar um verðbólguna og starf pabba þeirra, og hún var gráti næst. Það var ekki eðlilegt, að þær skyldu taka þessu svona. TíU dögum fyrir jól gengu þær allar þrjár saman niður götuna á leið í matvörubúðina. Allir búðargluggar voru upplýstir og fullir af girnilegum varningi, og alls staðar var fólk á þönum, hlaðið pinklunt. — Förum yfir götuna, sagði Jenný við Kötu og Lillu, þegar þær nálguðust leikfangabúðina. Þegar þær voru komnar yfir, komu þær auga á Ferdínand gamla, þar sem hann stóð i stóra frakkanum sinum og starði í búðarglugga. Þegar þau höfðu heilsast og hann hafði klipið I kinnarnar á litlu stúlkunum, brosti hann kindarlega og benti á skrautlit hálsbindin í búðarglugg- anum. — Eru þau ekki snotur? sagði hann með glettnisglampa i augunum. Mér fyndist ég tíu árum yngri, ef ég ætti eitt slíkt. Alla mína ævi hefur mig langað i rauðköflótt hálsbindi, en aldrei lagt í það. En ég geri það einhvern daginn, svei mér þá. Allt I einu breytti hann um fas, varð næstum þvi hátiðlegur. — Mig langar til að bjóða ykkur öllum þremur í jólateboð á föstudaginn kemur klukkan fjögur. Jenný ætlaði að fara að spyrja hvar, þegar hún háttaði sig á því, að hann var að bjóða þeim heim til sín. — Ég . . . hér . . . þakka þér kærlega fyrir, Ferdinand, stamaði hún. — Við hlökkum til að koma til þin. Það var þó með nokkrum kviða, sem hún lagði af stað ásanit Kötu og Lillu yfir til Ferdínands. Þær tritluðu upp tröppurnar, og hún hélt á diski með hcimabökuðum kökum i vinstri hendi og hringdi bjöllunni með þeirri hægri. Hún var ákveðin i því að leika sitt hlut- verk, hversu hræðilegt, sem væri útlits hjá honum. Það hlaut að skipta hann miklu máli, hvernig þeim litist á sig. En undrun hennar var mikil, þegar hann hafði opnað og leitt þær inn fyrir. Vissulega var húsnæðið litið, en svo ótrúlega heimilislegt og notalegt. Potta- plöntur lífguðu upp á gluggasylluna, marglitt teppi prýddi gólfið, húsgögnin voru fá, en gljáfægð, og I einu horninu stóð litið, snoturt jólatré. — En hvað hér er vistlegt, varð henni aðorði. Ferdinand Ijómaði upp. — Það er svo sem ekki hægt að segja, að ég sé að kafna i veraldlegum auði, en ég reyni að njóta lifsins á minn hátt. Hvers virði væri lífiðannars? Hann brosti. — Fáðu þér nú sæti, frú min góð. Við tvö fáunt okkur glas af kældu hvitvini fyrir teið. Þegar þau höfðu notið vinsins, baukaði hann um stund á bak við skerminn, sent huldi eldhúskrókinn, svo bar hann fram teið og disk með samlokum, sem hann hafði skorið til, svo að þær voru i laginu eins og stjörnur. Lilla var himinlifandi. — Sjáðu, mamma, stjörnusamloka! Svona stjörnusamloku hef ég aldrei séð áður. BARTSKERINN Laugavegi 128 v/Hlemm Sími23930 Vandlátir koma afturogaftur SÉRPANTANIR í PERMANENT. HALLBERG GUÐMUNDSSON ÞORSTEINN Þ0RSTEINSS0N 18 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.