Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 19
Þetta varð hið skemmtilegasta teboð. Það var ekki fyrr en rétt áður en þær bjuggust til brottferðar, að Jenný leit vel i kringum sig og sá, hvernig allt var. Húsgögnin voru slitin og teppið snjáð, myndirnar á veggjunum voru klipptar út úr blöðum og rammaðar inn á ódýran hátt, jafnvel glösin og bollarnir voru skörðótt. Ogsamt... Augu hennar hvörfluðu til gestgjaf ans, sem var að sýna dætrum hennar skrautið á jólatrénu. Það var eitthvað sérstakt við hann, eitthv.-.ð, sem hún hafði alltaf dáðst að, þótt hún áttaði sig ekki á þvi, hvað það væri. Nú varð henni það skyndilega Ijóst. Það var hugrekki Ferdínands gamla, sem alltaf hafði hrifið hana svo mjög. Um kvöldið, þegar þau sátu öll saman í setustofunni. hvarflaði hugur Jennýjar sifellt frá bókinni, sem hún hélt á, til jólateboðsins hjá Ferdinand. Ódýrt vín i skörðóttum glösum. Stjörnusam lokur. Hann virtist sannarlega njóta lifsins á sinn sérstaka hátt. Enda þótt hann ætti naumast fyrir mat sinum, þá virtist sálin ekki vera i svelti. Hún horfði á Danna. Hann horfði niður fyrir sig, hún gat ekki lesið i svip hans. Hún skildi núna, að honum hafði ekki fallið það létt að láta hana taka yfir alla stjórn peningamála á heimilinu. Stolt hans hafði beðið hnekki. Glaðværð hans var ekki söm og áður. Augu hennar hvörfluðu til litlu dætranna. Andlit þeirra virtust lokuðog undarlega fullorðinsleg. Þær voru farnar að hegða sér eins og fullorðnar manneskjur, hlédrægar og fálátar. Þær báðu ekki lengur um neitt. I rauninni töluðu þær naumast við hana lengur. Hún fann til hryggðar. Heimilið hafði orðið fyrir áfalli, sem smám saman hafði lagst á allt þeirra lif eins og þungt farg. Ég á sök á þessu, hugsaði hún. Ótti minn á sök á þessu. Ég hel' haft áhrif á þau öll. Skyndilega sneri hún sér að eiginmanni sinum. — Danni, sagði hún með nokkru ofboði i röddinni — höldum jólin þrátt fyrir allt. Almennileg jól, á ég við. ekki málamynda. Þau lyftu höfðum sinum öll þrjú og störðu á hana, og Danni sagði undrandi: — Já .. . ég á við .. . ég hélt bara. að við hefðum ákveðið, að við hefðum ekki efni... — Við getum tekið svolitið af peningunum út úr bankanum, greip hún fram í. Hennar eigin orð komu henni svo á óvart, að sem snöggvast kom hún ekki upp fleiri orðum. Svo hélt hún áfram glaðlega : — Hvers vegna ekki? Hvað eru nokkrir aurar á milli vina? Þú varst vanur að segja það, og að ýmsu leyti hefurðu á réttu aðstanda. Hún fann einhvern hlýleika myndast innra með sér og hann breiddist út um brjóst hennar eins og eldur. Hún stökk á fætur. — Við verðum að reyna að njóta lífsins á okkar hátt. Hvers virði er lifið annars? Besta jóla- gjofin AÐ voru komin jól. i einu horni stofunnar stóð glitrandi jólatré, greni- ilmur og steikarlykt fyllti húsið. Systurnar snerust í kringum Ferdinand gamla, sem þau höfðu boðið yfir. Danni sat niðursokkinn i nýja bók, en þegar hann fann augu Jennýjar hvíla á sér, leit hann upp og myndaði orðin „ég elska þig" með vörunum. Hún sendi honum fingurkoss. Hún leit brosandi í kringum sig. Töfrasproti jólanna hafði sett mark sitt á allt. Hún gekk yfir að trénu og tók upp aflangan pakka. Svo gekk hún yfir til Ferdinands og lagði pakkann á borðið fyrir fram hann. Systurnar biðu í eftir- væntingu. Jenný ræskti sig. — Gleðileg jól, Ferdínand, sagði hún. Gamli maðurinn leit undrandi upp. — Kæra vinkona, sagði hann, — ég átti ekki von á neinni gjöf. Kata hoppaði af óþolinmæði. — Opnaðu hann, opnaðu hann! Hann beygði gráan kollinn og opnaði pakkann skjálfandi höndum. Þegar hann loks lyfti lokinu af öskjunni, rak hann upp hlátur. — Ja, hérna, betra gat það ekki verið kallaði hann upp yfir sig. — Ég má til með að setja það strax á mig, sagði hann um leið og hann lyfti rauðköflótta hálsbindinu upp úr öskjunni. Þau horfðu á hann, meðan hann gekk yfir að speglinum og hnýtti á sig háls- bindið. Hann sneri sér við sigri hrósandi. — Betra en andlitslyfting, sagði hann. — Mér finnst ég vera tuttugu árum yngri! Svodofnaði yfir honum og hann sagði vandræðalega við Jenný: — Ég kom ekki með neitt handa ykkur. — Ó, Ferdinand, sagði Jenný. Skyndi- lega átti hún erfitt um mál. Allt var svo breytt á heimilinu, öll deyfð var horfin. það var fullt af lifi og ást. Og þá gjöf hafði Ferdínand gamli fært þeim. Hún gekk til hans, lagði höndina á öxl hans og sagði lágri röddu: — Gjöfin þin var besta jólagjöfin. Henni vöknaði um augu, og allt í einu hallaði hún sér að gamla manninum og kyssti hann á vangann. Þýð.: KH Fjaríægi og fíyt bí/a Bílabjörgunin Sími 81442 Rauðahvammi v/Rauðavatn í sjónvarpsleiktækjum AHt að því enda/ausir möguleikar. Auka kassattur fáantegar Attt tíl hljómflutnings fyrir: HEIMILIÐ - BÍLINN OG DISKÓTEKIÐ J—\ ■feg'iRL*?; j__( ARMULA 38 Selmulu mecjin 105 REYKJAVÍK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366 49. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.