Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 32

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 32
Halldór Pétursson, sjálfsmynd 1953. Þetta er ein þekktasta jólasveinamynd Halldórs. Þama eru þeir allir 13 á leið til byggða. En hvað ætli sé í pokunum? J ólas veinarnir hans Halldórs Péturssonar Jólasveinarnir búa í fjöllunum og sagt er að Grýla og Leppalúði séu foreldrar þeirra. Ýmsum sögum fer af útliti þeirra en þegar fram líða stundir þá má líklegt teljast að sú mynd sem Halldór heitinn Pétursson dró upp af þeim verði hvað lífseigust í hugum barna og annarra sem láta sig jólasveina einhverju skipta. Halldór Pétursson var afkastamikill teiknari og sjást þess merki víða. Eftir hann liggja teikningar, málverk o.fl. I svo miklum mæli að það væri rannsóknarefni fyrir fræðinga að flokka það og skrá. Sagt er að hann hafi ekki þurft öll þau tæki og tól sem nútírna teiknarar geta ekki án verið. — Halldór settist niður með ákveðna hugmynd í kollinum og ef honum tókst ekki að festa hana á blað jafnharðan þá var hún ekki jiess virði að við hana væri fengist. Halldór fékkst við að teikna allt niilli himins og jarðar, og meðal þess voru jóla- sveinamyndirnar sem við sjáum hér á síðunum. Þær voru gerðar af ýmsu tilefni, sumar áttu að fara á jólakort, aðrar voru til skrauts og enn aðrar gerði hann einfaldlega sér til gantans. Ekki vitum við hvar Halldór fékk hugmyndir sinar að útliti jólasvein- anna, en um það fer fleirum en tvennum sögum. Svo ekki sé minnst á útlit foreldra joeirra, Grýlu og Leppalúða. Að vísu er ekki hægt að segja að Grýla sé allt of frýnileg á mynd Halldórs en þó kemst útlit hennar þar ekki í hálfkvisti við eftirfarandi lýsingu sem til er af henni: Grýla er vitaskuld ófríð og illileg, hvert hinna þriggja höfða hennar er eins stórt og á miðaldra kú, augun sem eldsglóðir, kinn- beinin kolgrá og kjafturinn eins og á tík. Hún hefur hátt hrútsnef, þrútið og blátt og í átján hlykkjum. Hún á að hafa haft hárstrý, kolsvart og kleprótt sem nær ofan fyrir kjaft, en tvær skögultennur ná ofan fyrir höku. Hin samvöxnu sex eyru ná ofan á læri og eru sauðgrá, hökuskeggið er útbíað i nit, hendumar kolsvartar og stórar eins og kálfskrof. Ærið er hún rassbreið, með háa lærleggi, en ekki myndi hún þykja ökklamjór svanni né kálfarnir neitt augna- gaman. Eins og allir vita þá var Leppalúði karl Grýlu, en hitt vita e.t.v. færri að hann var þriðji eiginmaður hennar. Ekki þótti hann jafnmikill bógur og Grýla en þó voru þau gift i heil 5000 ár. Sagt er að þau hafi átt feiknin öll af börnum og jieirra á meðal voru jólasveinarnir. Sögur segja að Grýla hafi átt jólasveinana áður en hún giftist Leppalúða en aðrar heimildir herma að jólasveinarnir eigi ekkert skylt við þau hjónin. En hvað um joað? Jólasveinanna er getið í kvæði eftir séra Stefán Ólafsson í Valla- nesi frá 17. öld. Telur Stefán Grýlu og Leppalúða vera foreldra þeirra. Lýsingin á Grýlu er úr kvæði Stefáns. 32 Vikan 49- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.