Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 41
K.JARN- l.lilÐSI.A Tll. KÍMA kvikmyndaöi stjórnsalinn meðan þetta gekk á.” Jack lagði frá sér símann. „Sagðir þú að hann hefði myndað það. Veistu hvað þaðþýðir?” Kimberly lét sem hún heyrði ekki þessa spurningu. „Við vorum að koma frá öryggisprófunum á Point Conception.” „Ég sýndi verkfræðingi þar myndina,” sagði Richard, „kjarnorku- verkfræðingi eins og þú ert sjálfur. Hann sagði að þið hefðuð næstum fleytt ofan af kjarnanum. „Þetta er satt, Jack” sagði Kimberly. „Þú hefur logið að mér. Þú sagðir að þetta hefði veriðfastur loki.” „Jack hristi höfuðið. „Ég trúi þessu ekki. Hérna í Bandaríkjunum. Ég trúi ekki að — heyrið, ég þarf ekki að svara til saka fyrir ykkur, ég þarf ekki einu sinni að líta á ykkur. Ef þið ekki hypjið ykkur undir eins út úr minni íbúð, á stundinni, þá hringi ég í lögregluna og kæri ykkur fyrir að ráðast inn á heimili mitt, eða eitthvað svoleiðis, en ég ætla að kæra ykkur. Skiljið þið það?” „Allt I lagi. Þú getur hringt á lög- regluna ef þú vilt,” sagði Kimberly á- kveðin. „En við verðum hér þar til þú segir okkur sannleikann eða við verðum dregin út.” Hún kom sjálfri sér á óvart með að segja þetta. Hvaðan kom þessi þróttur? Þetta hugrekki? Hún þekkti sjálfa sig sem konu sem barðist fyrir metorðum, en núna var hún allt i einu orðin eins og Betsy Ross, Barbara Fritchie og Jóhanna frá örk. Kannski var það sígandi neðri vör Kimberly, svipur hinnar fallegu ungu konu sem safnað hafði öllu sínu hug- rekki til þess aö þrýsta á einn punkt í þann mund sem hún var að brotna niður, sem minnti Jack á sina innri bar- áttu og þörfina fyrir að leggja frá sér byrðina. „Allt í lagi,” sagði hann og rödd hans var hvíslandi. „Sestu niður. Þú lika, Tarsan. Ég þoli ekki þegar ég er neyddur til einhvers. Og það í minni eigin —” Hann neri augun. Þau settust i of mjúka stóla i ósnyrtilegri stofunni og horföu eins og heilluð á Jack ganga nokkur skref fram og aftur án þess að segja orð. „Ég ætla að segja ykkur sannleikann,” sagði hann aö lokum. „Ég verð að gera það. Þetta var — þetta var mun alvarlegra en við létum í veðri vaka. Reyndar lá við að við fleyttum ofan af kjamanum —” „Þessi verkfræðingur sagði —” byrjaði Richard. „Þegi þú, góði,” sagði Jack án allrar illsku. „Leyfðu mér að Ijúka máli minu. Fleyttum næstum ofan af honum, en ekki þó alveg. Svo það varð ekkert slys. Þama átti sér stað keðja af — þvi sem þið mynduð kalla hættulegum atvikum, en það varð aldrei slys. Við björguðum því. Kerfið virkaði. Orkuverið er aftur komið i gang. En það var svolitið annað.” amx—| \ Kalmar Kalmar innréttingar hf. bjöfla eitt fjölbreyttasta úrval innréttinga, sem völ er á. ★ Kalmar einingareldhús eru samsett úr stöðluðum einingum, sem eru fáart- legar í 30 mismunandi gerðum og í 15 verflflokk- um. ★ Fagmenn mæla, skipu- leggja og teikna ykkur að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga af ykkar hálfu. innréttingar hf. SKEIFUNNI8, SÍMI82645 V 49. tbl. Vlkan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.