Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 70

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 70
Smásaga eftir Angelu Stíll Sœlu- stundir Hann áleit sjálfur að hann væri hinn full- komni eiginmaöur og það varð honum mikið áfall, að Dóra virtist ekki sömu skoðunar. Þú metur allt í krónum og aurum, sagði hún ... Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir H VAÐ i ósköpunum getur verið að Dóru, hugsaði Ívar meðan hann stóð og rakaði sig. Siðan hann kom heim úr síð- ustu ferð sinni fyrir tveim mánuðum hafði hún verið niðurdregin og fálát. I lann hafði verið að heiman einn mánuð i það skiptið og vissulcga var það langur timi l'yrir hana að vera ein með litlu hörnin. En áður en hann róð sig i þetta starf, sem hann nú gcgndi. höfðu þau rætt það sín á milli, að ferðirnar yrðu mikill hluti starfsins. — Mín vegna er það allt í lagi, hafði Dóra sagt. Mér er sama þó ég sé ein, mér leiðist það ekki. Og fram að þessu hafði ekki borið á neinni óánægju. En eitl hvað hafði gerst meðan hann var að heiman, það var hann sannfærður um. 1 kvöld, hugsaði hann, ætla ég að ræða við hana um málið. Spyrja hvað ami að. Hann kveið þvi, kannski var cin hver annar i spilinu. Þaö var ekki hægt að útiloka þann möguleika. En þau gátu ekki haldið svona áfram. Hann vildi að hún legöi spilin á horðið. Ilann vissi ekki hvað sér hafði orðið á. Alltaf kom hann heim með gjafir. Núna hafði hann t.d. fært henni appelsinupressu og tölvu. Börnin höfðu fcngið leikföng. — Morgunmaturinn er tilbúinn, hrópaði Dóra framan úr cldhúsi. Áður hafði hún gjarnan kontið inn til hans og kysst hann skeggkossinn. - Viltu linsoðiðeða harðsoðiðegg? — Ekkert cgg. Hann brosti til hennar, en hún endurgalt ekki bros hans. — Hvað er að? spurði hann, þegar hún hellti kaffinu í bollann hans. — Hef ég gert eitthvað rangt? Hann hafði ætlaö að biða til kvölds, en gat ekki setiö lengur á sér. — Nei, sagði hún og stakk l'ullri grautarskeið upp i litlu dóttur þeirra. — Já, en eitthvað er að, þú ert cins og ókunnug manneskja, sagði hann og ýtti dagblaðinu til hliðar. Segðu mér Itvað er að? — 0, allt og ekkert, sagði Dóra og hönum til mikillar furðu brast hún i grát. — Nei, elskan min, svona nú. Ivar þaut á fætur og Dóia þreif diskapurrk una til að þerra tárin. Litla telpt.n fór að hágráta og Boggi lit'i, sem lék sér að bíl um á gólfinu. leit steinhissa á foreldra sina. — Ég gel ekki talað um það núna, kjökraði Dóra. — Farðu bara í vinnuna. þú verður of seinn. — Vinnan getur bcðið, fjandinn hafi það. En um leið þaut gcgnum huga hans allt það sem hann þyrfti að gera fyrir fundinn klukkan niu. — Nei. sagði Dóra snögg upp á lagiö. — l-arðu bara strax. Ég á lika að fara mcð börnin i leikskólann i dag, svo það lefur þig ekki. Svo fyllli hún skeiðina aftur af graut. — Svona, hættu þessum hljóðunt, barn, sagði hún óþolinmóð og stakk skeiðinni upp i litlu telpuna, sem varla var viðbúin. Ívar var ráðvilltur. Hún var ckki vön að vera örg við börn- in. — Nú, jæja þá, sagði hann og var vandræðalegur. — Við ræðum þá málin i kvöld. Dóra yppti öxlum og leit ekki upp þegar hann kyssti hana i kveðjuskyni. Þegar Ivar kom á skrifstofuna kom i Ijós, aðeinkaritarinn hans var með inflú ensu og stúlkan, sent álti að leysa hana af, var varla fær um aðskrifa eitteinasta orð rétt. Fundurinn var langur og ár angurslaus. Dagurinn leið við ótal verk efni, sem kröfðust einbeitni og hann hafði engan tíma til að hugsa sin einka- mál. Hann var uppgefinn og utan við sig, þegar hann loksins gat farið hcim klttkk an sex. Þá fyrst kom honum Dóra i hug. Hún var ekki vön að gráta. Hann minnt- ist þess ekki, að hann hefði séð hana gráta nema þegar keyrt var yfir hundinn þeirra — en það var lika átakanlegt og hann hafði ekki getað stillt sig sjálfur. Hann hafði alltaf dáðst að rósemi hennar, hann hafði einmitt hrifisl mest af stóru gráu augunum hennar og þess- ari dæmalausu sálarró. sem hún bjó yfir. 1 bilnum á heimleiðinn' lét hann hug- ann reika um lif |x;irra saman. Þau höfðu verið gift í fjögur ár. Það var ekki langur timi. Þau höfðu hafið búskap i þröngri tveggja herbcrgja ibúð á fimmtu hæð, en þegar Boggi fæddist flultu þau i einbýlishús i nýju hverfi og þar bjuggu þau nú. Og sannarlega hafði þetta ekki gerst átakalaust, það kostaði peninga að koma sér vel fyrir. Þau höfðu haft mikið fyrir að rækta fallegan garð kringum húsið, ekki síst Dóra. Annars hafði hún helst viljaö kaupa gamalt hús i gömlu, grónu hverfi. En hann hafði verið þvi andvigur. Bjóst við að við gerðir og endurbætur kostuðu of mikið. í nýju hverfunum var lika ungt fólk með litil börn eins og þau. Hún hafði beygt sig undir vilja hans. Já. hann hafði staðiðsig vel sem eigin maður og fyrirvinna, eða svo áleit hann. Gott starf og framtiðarhorfur álitlegar. Ferðalögin voru að vísu þreytandi. Það gat virst spennandi að eiga að fara til Rómar, Parisar og Hong Kong, en það var bara ekki þannig. Honum leiddist vistin á hótelherbergjunum og þessi þeytingur milli slaða. Dóra var að lesa sögu fyrir Bogga þegar hann kom heim. Litla systir var sofnuð. Hann kyssti þau, fór fram i eld hús og sótti öl og glös. Hann var ekki frá þvi, að Dóra væri eitthvað glaðlegri. — Ahæ, hvað þaðer notalegt að vera kominn heim, sagði ivar, þcgar Dóra kom inn i stofuna eftir að hafa boðið Bogga góða nótt. — Það hefur verið skelfilegur dagur hjá mér á skrifstof- unni. Og hann lét ntóðan mása um erfiði dagsins. Dóra hlustaði þögul. — Jæja, sagði liann, þegar hann átl- aði sig, þá er það þitt vandamál. Eigum viðekki að ræða það? Hún sat og starði ofan i glasið sitt. — Ég veit raunar ekki hvað það er sem þú kallar vandamál, sagði hún hægt. — Svona, leystu frá skjóðunni. Ivar brosti. — Við höfum hingað til getað rætt saman um hlutina. Ef það er eitt- hvað sem ég geri rangt, vil ég gjarna bæta ráð mitt. — Það er raunar ekki það sem þú gerir, sem þarf að kvarta undan. Frekar það sem þú gerir ekki, sagði Dóra loks. — Meðan þú varst að heiman, var ég boðin í mat hjá Marteini og Hönnu. Þar hitti ég mann, sem ég ræddi mikið við. ivar hrökk við, hann fann hvernig maginn herptist saman. Hvað voru það annars mörg hjónabönd, sem enduðu með skilnaði? Hann hafði einhvers staðar séð tölur um slíkt. — Haltu bara áfram, sagði hann eins rólega og yfirvegað og honum var unnt, en hann fann að hjartað barðist óeðli- lega hratt. Hvað með þennan mann? — Já, sagði Dóra. — hann er einn þeirra, sem auðvelt er að ræða við. Hann var nógu gamall til að vera faðir minn og var tvígiftur. Við ræddum hjónabönd . . . — Og hvaða allsherjarlausn á vanda- málinu hafði hann? Rödd Ívars var háðsleg. — Ég vissi að þú myndir taka þessu svona, sagði Dóra. — En það þjónar engum tilgangi að reiðast. ívar dró andann djúpt. — Fyrirgefðu. sagði hann. — Ég þoli bara ekki að verið sé að ræða hjónaband mitt viðókunnugt fólk. — Við ræddum ekki okkar hjóna- band, bara hjónabönd yfirleitt. Hann sagði að visu ýmislegt um sitt. — Nú, og hvaðsvo? — Hann sagöi að flest hjónabönd færu út um þúfur. af því að fólk léti þá glóð, sem á milli þeirra hefði kviknað í upphafi, deyja úl. Daglegt amstur og eflirsókn eftir veraldlegum gæðum sæti alltaf í fyrirrúmi. Hann sagði að báðir aðilar þyrftu að leggja eitthvað af mörk- um, svo glóðin slokknaði ekki. — Nú, og hvernig vildi hann að maður hagaði sér? Ívar gat ekki þolað þennan ókunna mann. sem truflaði venjubundið lif hans. — T.d. með ýmsu smálegu, sem gefið gæti hinum aðilanum til kynna, að enn væru tilfinningarnar þær sömu. Fyrra hjónaband hans fór út um þúfur, af þvi að þau höfðu ekki ræktað garðinn. Þau höfðu uppgötvað eftir átján ára hjóna- band, að þau bjuggu bara saman af gömlum vana. Þeim var eiginlega alveg sama hvoru um annað. Hann gifti sig svoafturaf ást. — Ég bið spenntur. Hvernig á að leysa vandann? spurði Ívar og krosslagði hendurnará maganum. — Það eru ekki til algildar reglur, þú getur varla búist við því. En hann sjálfur skilur eftir miða hér og þar i húsinu til að segja konunni sinni, að hann elski hana ennþá. — Þetta virðist nú óþarflega fyrir hafnarsamt! — Þaðgetur vel verið, sagði Dóra og stóð upp til að draga tjöldin fyrir glugg- ann. — En hjónaband er ekki það eitt að greiöa rcikninga og kaupa eldhústæki al' öllum mögulegum gerðum. — Hana, þar kom það! Það voru mis- lök að gefa þér appelsinupressuna. Mér þykir það leitt. Hann var fjúkandi reiður. — Já, reyndar. Hún sneri sér að honum. — Maður gæli haldið. að ég 70 Vikan 49. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.