Vikan


Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 77

Vikan - 06.12.1979, Blaðsíða 77
og sækja um þetta prestakall. Hann féllst á þetta og fór gangandi af stað til Skálholts, fátæklegur til fara, enda talinn óásjálegur á ytra borði, þótt mikill væri vexti, þá var hann luralegur, stirðlegur og húðdökkur. Þegar i Skálholt var komið hitti hann þar fyrir heimamenn og þegar hann kvaðst vilja finna biskup skopuðust þeir að honum en sögðu þó biskupi til hans og var honum fylgt til hans. Hann bar upp erindi sitt en biskup innti hann þá eftir því hvort hann treystist til að prédika nokkurn veginn svo í lagi væri og þegar Hallgrímur jánkaði þvi tók biskup vel erindi hans. Þeir biskup og Hallgrímur töluðu svo lengi saman að heimamenn furðaði stórum að biskup skyldi virða svo fátæklega búinn mann jafnmikils og jafnvel setja hann til borðs með sér. Þó óx undrun þeirra enn meir þegar þeir fréttu af erindi hans og hvernig því var tekið af biskupi og töldu þetta heilagrillu biskups. En það er skemmst frá því að segja að biskup vigði Hallgrím prestsvígslu til Hvalsness 1644 og flutti Hallgrimur þá vígsluræðu með svo miklu andríki og hjartnæmi að þá setti hljóða sem áður höfðu skopast að honum. Og hinn ágæti Brynjólfur biskup lét þetta ekki nægja heldur gaf Hallgrími stórgjafir, hest með reiðtygjum, alklæðnaðog prestshempu. Þannig kom hann aftur til þeirra Miðnessmanna og þótti þeim sumum, einkum Torfa Erlendssyni, sér litil virðing gerð með þessu en þessu varð ekki haggað. Hvalsnessprestakalli gegndi Hallgrímur svo í sjö ár en fékk þá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd (1651), sem var allgott meðalprestakall, enda var hann umskipt- unum mjög feginn því bæði var hann eftir þetta betur metinn og hagur hans batnaði til muna, svo kalla mátti að honum vegnaði vel síðan. Telja ýmsir að Árni Gíslason að Hólmi. sem áður hafði reynst honum svo vel og var skörungur og mikils metinn, nafi stutt köllun hans við baurbæinga og sóknarmenn þar. Þarna átti séra Hallgrímur lengstum viðburðalitla ævi. Þó gerðist það þann 15. ágúst 1662 að bærinn að Saurbæ brann með öllu sem þar var inni en mannbjörg varð utan förumaður einn sem þar brann inni. Þar beið séra Hallgrimur mikið tjón. En hann var þegar hér var komið orðinn mjög vel látinn af sóknarmönnum og víðar enda mikilsvirtur sökum gáfna og kveðskapar. Honum var því bættur skaðinn með samskotum og staðurinn endurhýstur sama haust. En skömmu eftir þetta tók hann að kenna illkynj- aðs sjúkdóms, sem reyndist vera holdsveiki. Magnaöist hún svo að hann varð 1667 að taka sér aðstoðarprest og fékk honum hálfan staðinn en bjó sjálfur á hinum helmingnum. Sá prestur andaðist sama ár og fékk séra Hallgrimur sér þá annan aðstoðarprest með sömu kjörum. En svo fór tveim árum siðar að séra Hallgrimur treystist ekki lengur til að halda prestskap og gaf upp staðinn við aðstoðar- prest sinn, að áskildum nokkrum kirkjujörðum sér til handa. Fluttist hann þá frá Saurbæ að Kalastöðum en 1671 þaðan og að Ferstiklu til Eyjólfs sonar síns, og þar andaðist hann 27. október 1674, en hann var jarðsettur fyrir kirkjudyrum í Saurbæ 31. sama mánaðar. Þegar tekið var að hringja kirkjuklukkunni til viðtöku hans, þá brast klukkan. Guðríður kona hans lifði hann og andaðist 18. desember 1682. En um hana hefur séra Jakob Jóns- son, eins og kunnugt er, skrifað leikritið Tyrkja- Guddu, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Um hirrn stórmerka skáldskap séra Hallgrims verður ekki rætt hér í þessari stuttu grein. Það væri efni i miklu lengra mál. Séra Hallgrímur Pétursson hefur verið talinn allra islenskra skálda andríkastur og hugðu margir að hann hlyti að vera guði mjög þekkur fyrir sálma sina og guðsótta. Þegar hann yfirgaf þetta jarðlíf þóttust menn sjá tvo hvita fugla líða í loft upp af húsi þvi sem hann andaðist í. Fuglarnir báru skál á milli sín. 1 henni var lítið en bjart ljós og liðu fuglarnir með það upp til himna. 1 afarfögru Ijóði sem skáldið Matthías Jochumsson orti um þennan skáldbróður sinn er meðal annars að finna þessi erindi: Hér er guðlegt skáld, er svo vel söng, aðsólin skein í gegnum dauðans göng. Hér er ljós, er lýsti aldir tvær. — Ljós, hví ertu þessum manni fjær? Hér er skáld með drottins dýrðarljóð, djúp, — svo djúp sem líf i heilli þjóð, — blíð, — svo blíð. að heljarhúmið svart, hvar sem stendur verður engilbjart. Sjáið skáld, er söngum Kristí Vvöl. Köld sem jökull starir ásýnd föl. Standið fjarri: Allt er orðið I .jótt, eilift, heilagl, fast og kyrrt og rótt. Signað höfuð sorgarþyrna ber. — Sjá, nú þekkist hann sem dáinn er. Oftast fyrst á þc-.o.im þyrnikrans þekkir fólkið tign síns besta manns. Heill þér, guðs vin, heill með böl og raun! Herrann sjálfur var þín sigurlaun. Guðs manns líf er sjaldan happ né hrós, heldur tár og blóðug þyrnirós. Trúarskáld, þér titrar helg og klökk tveggja alda gróin ástarþökk. Niðjar íslands munu minnast þin, meðan sól á kaldan jökul skín. 49. tbl. Vikan 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.