Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 6
Viðbrögö við fötluðum Eftir margra ára vinnu og rannsóknir á endurhæfingu fatlaðra kemst Jörgen Hviid, prófessor í sálfræði við Hafnarháskóla, að þeirri niðurstöðu, að alvarlegasta hindrunin fyrir viðurkenningu fatlaðra í samfélagi þeirra, sem ekki eru fatlaðir, séu viðbrögð samfélagsins við fötluðum. í bók sinni um viðbrögð heilbrigðra við fötluðum kemst Hviid m.a. að þvi að eitt algengasta viðbragðið við fötluðum sé hræðsla. Þessi hræðsla stafi oft af því að þeir sem eru ekki fatlaðir tengja fötlun annarra við bíómyndir, sögur og ævintýri, þar sem líkamslýti eru notuð til þess að leggja áherslu á neikvæð persónueinkenni sögu- persónanna. Hræðsluviðbrögðin verða þvi oft til í bernsku. í bókinni kemur einnig i ljós að margt „venjulegt” fólk verður mjög óöruggt þegar það kemst í tengsl við fatlaða. Um 500 einstaklingar létu í ljós skoðun um Að kenna börnum um fatlaða En það kom í ljós, að það var erfitt að hegða sér eftir þessum reglum, þrátt fyrir góðan ásetning um umgengni við fatlaða. Viðbrögð gagnvart fötluðum koma oft allt i einu og ósjálfrátt, áður en hægt er að hugsa sig um. Árangurinn verður oft sá að viðbrögðin einkennast af miklu óöryggi. Hvaða viðbrögð sem fullorðnir kunna að sýna fötluðum munu þau alltaf að einhverju leyti endurspegla þá afstöðu sem fullorðnir hafa fengið gagnvart þessu fólki sem börn. Málefni fatlaðra hafa verið mikið á döfinni. Undanfarnar vikur hafa útvarp, sjónvarp og blöð ef til vill opnað augu ein- hverra fyrir því að fatlað fólk hefur búið við afar léleg kjör og verið beitt ýmiss konar misrétti. Það hefur hins vegar lítið verið fjallað um af hverju fatlaðir lenda í því að verða eins konar utangarðshópur í samfélaginu og hvernig það vill til að samfélagsborgararnir hafa ekki litið á fatlaða sem fullgilda borgara. Útilokun fatlaðra úr samfélagi hinna, sem telja sig heilbrigða, byggir að miklu leyti á for- dómum. Fordómar verða til í gegnum þær upplýsingar sem menn miðla sín á milli. Fordómar verða oft til þegar í bernsku. Þannig hafa fullorðnir gjarnan fengið fordóma sina gagnvart fötluðum sem börn. Lítil börn hafa enga fordóma. Þau eru hins vegar full af forvitni, fróðleiksfýsn og spyrja af hverju sumt fólk sé öðruvísi en annað. Það er mikilvægt hvernig spurningum barna um fatlaða er svarað og að það sé gert. Það er ein leið til þess að börn framtiðarinnar þurfi ekki að reyna fötlun á eigin líkama til þess að geta síðan barist fyrir því að fá að lifa mannsæmandi lífi. hvaða reglur væru mikilvægar í umgengni við fatlaða. Fjórar eftirfarandi reglur voru nefndar. Það á að umgangast fatlaða eðli- lega — það á að hjálpa fötluðum að vissu marki — það má ekki sýna þeim forvitni og ekki meðaumkun. Dæmi um viðbrögð barns og fullorðins Drengur á fjórða ári togar í handlegginn á mömmu sinni og segir: „Sjáðu mamma, sjáðu manninn i stólnum, hann hefur enga fætur. Af hverju hefur hann enga fætur?” Móðirin togar í handlegg barnsins og reynir að flýta sér. Hún ávítar barnið og segir því að hætta að horfa á manninn. 6 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.