Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 18
— Hvernig maður var Árni? — Séra Árni var mér ákaflega góður og ég hef ekkert til hans að segja nema gott. Ég er enginn dómari en ég geri ráð fyrir að hann hafi verið sæmilegur prestur en fyrir utan það var hann ekki neitt — nema hvað hann hafði þessa einstöku frásagnargáfu sem var með eindæmum. Hann kallaði ekkert vont fólk nema fólkið í sinni eigin sókn sem var Miklaholtshreppur, Eyjahreppur og Kolbeinsstaðahreppur. Um leið og hann var kominn út fyrir hreppamörkin þá hældi hann eiginlega hverjum manni. Hann kenndi okkur í baðstofunni á Rauðamel en undir henni var lítil stofa. Hann var vanur að ganga um fyrir framan okkur og segja: „Elsku börnin min, þið verðið að halda þvi við sem ég hef kennt ykkur um Guð og góða siði.” Svo hljóp hann að stigagatinu og hrópaði niður í stofuna sem lá undir: „Heyrðu Beta! Er ekki lapið bráðum til, ég er orðinn svangur.” Að því búnu sneri hann sér aftur að okkur: „Eins og ég hef sagt ykkur, börnin mín, þá verðið þið að elska Guð eins og sjálf ykkur...” Aftur rauk hann að stigaopinu og kallaði: „Heyrðu Beta! Láttu reka helvitis beljurnar úr túninu.” Svo kom hann aftur til okkar með guðsorð á vör. — Svona gekk fermingarundir- búningurinn hjá séra Árna, hann var sérstakur frásagnarsnillingur en dálitið trúgjarn og gat verið illskeyttur ef því var að skipta. Það var betra að hafa hann með sér en á móti. í augum vina sinna var hann eins og hvítþveginn eng- ill, en i augum fjandmanna svartasti púki. — Árið eftir að ég fermdist fór ég til séra Vilhjálms Briem og Steinunnar á Staðastað, var þar í einn vetur og lærði allt sem ég kann í dag. Ef ég hef ein- hvem tima lært eitthvað þá lærði ég það þar. Hann kenndi mér dönsku, hann kenndi mér það sem ég kann í íslensku og margt margt fleira. — Annars var lfka barnaskóli i Stykkishólmi þar sem Brynjólfur heitinn Kúld kenndi. Þar voru ekki nema 12-14 börn í stofu og móðir Brynjólfs, Þuríður Kúld, var vön að taka fyrir nefið þegar hún kom inn í stofuna. „Þaðer svo mikil kotungalykt hérna inni,” var hún vön að segja. Þrátt fyrir allt var ég orðinn allæs 6 ára. Svona var nú skólaganga min, punktur og basta! — Hvað tók þá við? — 15 ára gamall fór ég í vegavinnu, mest fyrir náð Árna heitins Zakaríus- sonar, vegna þess hvað móðir mín hafði marga munna að metta, og þar var ég gerður að kúski. Ég fór með skipi vestur í Búðardal, þaðan var gengið yfir Laxárdalsheiði inn allan Hrútafjörð, yfir Hrútafjarðarháls og loks komumst við í Víðidalstungu. Engan ferðakostnað fengum við greiddan og hvað þá dagpeninga, það eina var að við fengum frítt tjald til að liggja i. Vinnunni var þannig háttað að við unnum frá 8 á morgnana til 8 á kvöldin, fengum tvo tima í mat og kaupið var 18 aurar á tímann. Ég sparaði eins og ég gat og að lokum tókst mér að senda móður minni 50 krónur í peningum. Hún þakkaði mér fyrir með bréfi sem ég vildi að ég ætti núna ... — Svo lá leiðin til Reykjavíkur og þar eyddi ég næstu tveim árum í að læra „skrædderí” (klæðskeraiðn) hjá Anderson & son, því ágæta fólki, og þar leið mér vel. En er til lengdar lét þá kunni ég því ekki vel að sitja uppi á borði með krosslagða fætur eins og skraddarar gerðu í þá daga. Það var ómögulegt að sitja svona ofan á fótunum á sér. Enda hætti ég eftir tveggja ára setu á skraddaraborðinu. 18 ára gamall kynnist ég svo dönskum manni, F. C. Muller að nafni, sá var alveg gull af manni, þótti gott í staupinu en það var honum þó aldrei neitt til trafala. Hjá honum steig ég mín fyrstu spor i þá átt að verða forretningsmaður. Muller var mér afskaplega góður og hjá honum starfaði ég sem sölumaður. Ég man sérstaklega eftir þvi þegar hann eitt sinn sendi mig til ísafjarðar í söluerindum og lagði mér lífsreglurnar fyrir brottför. Hann sagði mér að ef stæði á mat þá ætti ég að bjóða viðskiptavinum mat, ef ekki væri til matur þá ætti ég að bjóða þeim vín o.s.frv. — Hvað seldirðu helst? — Það var nú allt milli himins og jarðar. T.d. seldi ég kínalífselexír og kjörin voru þannig að ef menn keyptu 50 flöskur þá urðu þeir að borga á borðið. Ef menn keyptu 100 flöskur þá gátu þeir fengið 3 mánaða krít og ef þeir keyptu 500 flöskur þá borgaði Muller tollinn og þeir síðan vöruna eftir því sem þeir seldu sjálfir. Ég seldi líka vín, fínt danskt brennivín kostaði 40 aura pottur- inn og koníak, í 80 potta tunnu, 80 aura. „Þœr voru orðnar svo gamlar að þœr gátu ekki lengur átt börn — það heitir að vera komin í kaskó." — Svona gekk þetta í nokkurn tíma þar til að Muller kom að máli við mig og sagði: „Heyrið þér mig nú, Clausen! Þér verðið að fara til útlanda, skoða yður um í heiminum og sjá með eigin augum hvernig málin ganga fyrir sig ytra.” Og svo bætti hann við: „Ég skal borga túrinn.” Ég sigldi á fyrsta farrými til Danmerkur en þá kostaði farið 65 krónur. Muller kom mér í Kost & Logi hjá tveim systrum sem báðar voru komnar í kaskó.... - Kaskó!! — Já, þær voru orðnar svo gamlar að þær gátu ekki átt börn lengur. Það heitir að vera komin í kaskó — eða hét það alla vega hér áður fyrr. En hvað um það. Eitt kvöldið þarna úti sá ég að auglýstir voru tónleikar í Frúarkirkjunni þar sem William Herold, einn frægasti söngvari Dana, ætlaði að syngja einsöng. Þarna sá ég að var eitthvað fyrir mig þar sem ég hef alltaf haft mjög gaman af söng, stundaði meira að segja söngnám hjá Sigfúsi Einarssyni í tvö ár. Ég dreif mig af stað í fyrra lagi, þar sem ég bjóst við að yrði örtröð, og fékk ágætis sæti. Svo fylltist kirkjan og Herold birtist á sviðinu og hóf sönginn. Ég hlustaði andaktugur — það gerðu að sjálfsögðu allir — en hvað gerðist? Herold var ekki búinn að syngja nema 3-4 hendingar þegar kirkjan var orðin eins og hvítt haf. Fólkið var svo hrifið að það grét og vasa- klútamir blöktu eins og um meðalsnjó- komu væri að ræða. Svo lauk tónleik- unum og allir fóru ánægðir heim. En þar með er sagan ekki öll sögð, því ég las það nokkrum dögum síðar í Politiken að það hefði alls ekki verið Herold sem söng í kirkjunni heldur einhver annar sem ég kannaðist alls ekkert við. Herold hafði þá verið veikur þetta kvöld. Þetta sýnir hversu mikil áhrif Herold hefur haft á aðdáendur sína því það hefði verið sama hver hefði sungið þarna í kirkjunni — hvort sem það hefði verið ég eða þú — fólkið hefði grátið jafnmikið af imyndun einni saman. Ha, ha, ha, ha! — En þarmeðerHerold ekki alveg úr sögunnii Það var nefnilega þannig að nokkrum árum síðar var ég á söluferða- lagi með Muller á Akureyri. Við vorum þar samfleytt í 3 vikur vegna þess að þannig stóð á ferðum og líka vegna þess að við vorum með 30 kistur af varningi sem þurfti að sýna viðskiptavinum. Þetta var á þeim tíma þegar nýfarið var að flytja inn grammófóna og Muller hafði umboð fyrir slík tæki sem fram- leidd voru hjá Skandinavisk Grammófón Selskab. Þessir grammófónar voru með stórum kopar- trektum og á hverjum fón var lítið skilti þar sem á stóð: „Hunden hörer sin herres stemme.” Einn daginn tjáir Muller mér að hann hafi hugsað sér að halda smáknall þá um kvöldið og bjóða til þess völdum viðskiptavinum en biður mig um að sjá um tónlistina sem að sjálf- sögðu átti að flytja af plötum. Ekkert var sjálfsagðara og um kvöldið mæta gestirnir allir uppstrílaðir og ég man sér- staklega að engin kona var með i hópnum. Ég byrja að spila, I þá daga voru bara spilaðir valsar, strássar, polkar, rælar og þess háttar, og allir skemmtu sér vel. Vínið, sem var drukkið í þessum fögnuði, var ekki af verri endanum, kampavín sem hét Pomme de Greno og kostaði 6 krónur með hótel- prís. Nú spilaði ég lengi vel og karlarnir dönsuðu saman en ekki sást vín á nokkrum manni. — Dönsuðu karlarnir saman? — Já, þeir dönsuðu saman — en bíddu nú hægur. Svo segir Muller við mig: „Heyrðu mig, Clausen! Er ekki rétt að við hvílum okkur aðeins á dansinum og spilum frekar einhverja plötu sem er bara söngur?” Allt í lagi — ég setti að sjálfsögðu plötu á fóninn þar sem Herold söng Husker du í höst da vi hjem af marken gik og síðan annað lag með Herold: Skin nu ude du klare solskin. En hvað gerist? Þegar platan er búin þá stendur upp maður einn í salnum og syngur sömu lögin. Þetta var þá maður sem hafði lært söng hjá sama kennara og Herold og það var talið að hann hefði fullt eins góð hljóð og Herold — en hann vantaði sviðsframkomuna. Og það munaði miklu. En hver var maðurinn? Þetta var Geir Sæmundsson vígslubiskup. Mikið lifandis skelfing hafði maðurinn góð hljóð. Svona er nú þetta — það er margt í mörgu. — Hvernig gekk annars í Kaupmannahöfn? Gerðirðu ekki eitthvað fleira en að fara á konsert hjá Herold? .. gefið yður ekki mikið að bílstjórum né þjónum og þó allra síst að vændis- konum." — í stuttu máli sagt þá var ég í 3 mánuði í Kaupmannahöfn og lærði ekki neitt! Systurnar sem ég bjó hjá — þessar sem komnar voru í kaskó — voru ágætar. Þegar ég fór út á kvöldin þá var ég vanur að segja sem svona: „Heyrið þér mig, fröken Olsen! Get ég ekki fengið útidyralykilinn með mér í kvöld af þvl að það má vera að ég komi í 18 Vikan SO.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.