Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 23
Meðan Kimberly og Richard brunuðu í átt að slysstað Hectors átti Jack Godell í sínum erfiðleikum í umferðinni. Hann stansaði á rauðu ljósi og gat séð bláa Chevy bílinn tveim bilum fyrir aftan sig Bifreið með þrem unglingum og hundi innanborðs stansaði við hlið hans. Jack leit áhyggjufullur i átt til þeirra og einn unglingurinn brosti til hans um leið og hann gaf merki með höndunum. Hundurinn gelti ákaflega. Ljósin voru í þann veginn að skipta þegar sjúkra- bifreið kom vælandi eftir veginum og Jack varð að stíga harkalega á brems- urnar til þess að rjúka ekki af stað. Svo, ósjálfrátt og áður en nokkur annar hafði jafnað sig, ók hann yfir rétt áður en græna ljósið kviknaði og þaut í burtu með rjúkandi hjólbarða. Hann var nú kominn út á hraðbraut og var rólegri því hann vissi að þeir höfðu misst af honum. Hann kveikti á útvarpinu og fitlaði við takkana. Hann heyrði nú lokin á beinni fréttaútsend- ingu frá Point Conception. Hann heyrði ekki mikið en nóg. Það var viðtal við dr. Elliott Lowell og hann sagði að hann hefði orðið að fresta vitnisburði sinum vegna þess að gögnin, sem hann hefði þurft, hefðu ekki komið tímanlega. Hann hefði frétt að maðurinn, sem koma átti með gögnin, hefði lent í alvar- legu slysi á hraðbrautinni. Lögreglan væri nú að kanna málið. . Jesús Kristur! sagði Jack í hálfum hljóðum. Þeir eru í morðhug. Honum hafði ekki fyrr dottið þetta í hug en hann sá að blái Chevy billinn var ekki aðeins búinn að finna hann aftur heldur var hann að fara fram úr honum á annarri akrein. Hann gaf nú allt í botn og fann hvernig kraftmikil vélin tók viðbragð. Á fullri ferð sveigði hann nú út á akreinina lengst til vinstri, fór nokkur hundruð verðmæta metra fram úr Chevy bílnum en þverbeygði þá fyrir umferðina og ók út af hraðbrautinni. Lítil bifreiðin rann hriktandi til en hélst á veginum. Um leið og hann ók niður hliðarbrautina sá hann glitta í Chevyinn þar sem hann rann til, slapp naumlega frá því að rekast á vegarkantinn en stefndi svo á sömu hliðarbraut. En hann hafði samt grætt nokkur HLUTI Bókin The China Syndrome eftir Burton Whol er byggð á kvikmyndahandriti eftir Mike Gray, T.S. Cook og James Bridges. Með leyfi Bantam Books, Inc. Copyright 1979 — Eyewitness, Ldt. Allur réttur áskilinn. hundruð metra og myndi græða nokkra í viðbót þegar hann æki af hliðarbraut- inni og undir ökubrúna. Hann gaf nú aftur i og lofaði í hljóði kraft vélarinnar. Hann var enn á fullri ferð þegar hann kom að orkuverinu og klosshemlaði við hliðið. „Hamingjan sanna, hr. Godell,” sagði vörðurinn og slíðraði marghleypuna. „Maður gæti orðið fyrir því að skjóta á yður þegar þér komið með þvílíkum látum.” „Fyrirgefðu, Mike, en þetta er áríð- andi. Hleyptu mér í gegn?” „Sjálfsagt.” Bóman sveiflaðist upp, Jack þaut yfir svæðið að merktu bíla- stæði sínu og steig út úr bílnum. Að baki sér sá hann bláa Chevy bílinn þar sem honum hafði verið lagt við girðinguna meðfram afleggjaranum að orkuverinu. En þeir höfðu ekki komið að inngangin- um. Hann skokkaði í átt að skrifstofu sinni. Á slysstaðnum við veginn meðfram sjónum voru sjúkraliðar að búa sig undir að leggja Hector á sjúkrabörur. Hann lá á milli meðvitundar og með- vitundarleysis. Sárabindi voru á höndum hans, andliti og höfði. Til allrar hamingju hafði hann henst út úr bílnum áður en hann tók að velta. Richard hljóp niður bakkann að hlið Hectors og kom að honum í þann mund sem sjúkraliðamir höfðu lagt hann á börurnar. Sjúkrabifreið með blikkandi ljósum beið uppi á vegarbrúninni. „Heck! Þetta er Richard. Heyrir þú í mér?” Kimberly kom líka niður. „Er hann lifandi?” spurði hún ungan lækni. Hann kinkaði kolli. „Hæ, þú!" kallaði lögreglumaður að Richard, „láttu hann vera. Komið ykkur í burtu!” Richard virti hann ekki viðlits. „Hector, hvar eru röntgenmyndirnar? Heck, þetta er Richard. Líttu á mig!” „Hann er að detta út af," sagði læknirinn. „Ég varð að gefa honum sprautu.” Skyndilega opnaði Hector augun upp á gátt. Hann reyndi að tala en engin orð urðu greind. „Varðstjóri,” sagði Kimberly þegar lögreglumaðurinn gekk reiðilega til þeirra. „Við erum náir vinir. Varst þú fyrstur hingað?” Svipur lögreglumannsins mildaðist þegar hann sá hve hún var áhyggjufull. „Já, ungfrú. Ég held að ég hafi komið hingað nokkrum minútum eftir að það gerðist. Billinn er gerónýtur. Ég hringdi strax." „Hann var með mikilvæg skjöl með- ferðis,” sagði Kimberly. „Hefur nokkuð verið tekið úr bílnum?’ „Ég fæ ekki séð að það væri hægt,” sagði lögreglumaðurinn. „Billinn er algjörlega í rúst. Þú skalt leita sjálf.” Kimberly tók í sig kjark og gekk að MG bílnum. Það var satt, bíllinn var gerónýtur, en að innan hafði hann aðeins skemmst lítillega. Framsætið var enn heilt. Reyndar gat hún greint blóð, eilítið dekkra en rautt áklæðið. „Ekkert,” sagði Richard við hlið hennar. „Hvorki tangur né tetur af röntgenmyndunum.” Kimberly sneri sér að honum og virti hann fyrir sér. Það var ekki hægt að lesa neitt úr svip hans, en i augum hans mátti sjá nokkuð sem hún hafði séð áður. Það var eins og þau segðu skýrt: Ég sagði þér að svona myndi fara. Jack Godell þrýsti á bjöllu við dyrnar inn í stjórnsalinn. Vörðurinn fyrir innan leit í sjónvarpsskerm sinn, þekkti Godell, leit á skilríki hans og hleypti honum inn. Jack kinkaði kolli til starfsmann- anna og gekk hratt inn á skrifstofu sína. Þegar hann snerti skrifborð sitt hrökk hann við. Hann fann að túrbínurnar titruðu fyrir neðan. „Heyrðu, Ted —” Spindler kom í gættina. „Hvað er um að vera? Það er eins og alltsékomiðígang.” 50. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.