Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 26
neinn fyrr en dyrnar höfðu lokast að baki hennar. Án þess að segja orð fylgdi De Young henni niður stiga í enda lítils gangs og benti. „Rétt þarna fyrir handan. Verður ekki allt í lagi með þig?” Kimberly sagði ekki orð. Hún var of hrædd. Hún gekk siðustu metrana ein, beygði fyrir horn og stóð þá fyrir framnn þykka skothelda hurð. Lítil sjónvarps- vél virti hana fyrir sér þar sem hún stóð. Hún hrökk við þegar skyndilega heyrðist rödd koma út úr hátalara við hlið hennar. „Þrýstu á takkann við dyrnar,” sagði Jack. „Síðan opna ég fyrir þér og þú gengur beint inn.” Dyrnar opnuðust og í ljós komu aðrar dyr nákvæmlega eins og þær fyrri. Ytri dymar lokuðust á eftir henni, innri dyrnar opnuðust og hún sá Jack þar sem hann kraup á bak við skrifborð og beindi byssu að henni. Þegar dyrnar höfðu lokast og læst fyrir aftan hana stóð hann rólega upp, lét byssuna síga og sagði: „Velkomin í hina fögru miðborg Ventana.” Þetta var lélegur brandari og rödd hans var klökk, en hún var þakklát. Guði sé lof að hann var ekki brjálaður. „Kaffi?” Hann var enn óstyrkur en reyndi að gera sitt til að henni liði vel. Hún hristi höfuðið. „Hvað kom fyrir piltinn sem sótti röntgenmyndirnar til mín?” „Slys,” sagði Kimberly. „Við erum ekki viss um hvernig það hefur gerst. Það litur helst út fyrir að ekið hafi verið KJARN- IJilÐSUV 711. KÍNA aftan á hann. Bíllinn er ónýtur en hann er á lífi, eða var það, mjög illa særður.” „Slys!” hnussaði í Jack. „Það hefur ekki verið neitt slys. Þeir reyndu líka að gera út af við mig.” „Röntgenmyndirnar voru horfnar. Það hefur einhver tekið þær áður en lögreglan kom á staðinn.” Godell gekk fram og aftur og neri krepptum hnefa við höku sér. „Fjandinn hirði þá,” sagði hann með áherslu, „fjandinn hirði þá. Ég vil fá að tala nú. Ég vil að almenningur fái að vita hvað gerðist hér í alvöru. Skilur þú það? Ég er búinn að fá mig fullsaddan. Ég vil láta sjónvarpa þessu — beint. Ég vil að þú talir viðmig.” Kimberly kinkaði kolli. Hún skildi alveg hvað hann átti við. Samt var eins og henni gengi erfiðlega að melta það. Eins og eitthvað truflaði boðin milli skilningarvita hennar og heila. Hún leit upp og sá að fólkið uppi á gestasvölun- um horfði áhyggjufullt niður til þeirra. Gibson hafði dregið Richard Adams afsiðis og talaði nú við hann í bænar- rómi. „Þú verður að telja hann af þessu, Richard,” sagði hann. „Hans sjálfs vegna, ef ekki vegna annars. Okkur hefur tekist að halda þessu innan fjöl- skyldunnar hingað til. En þú verður að koma honum þaðan út sem fyrst, annars verður lögreglan brátt komin í spilið. Þeir koma með árásarlið hingað.” MacCormack greip inn í. „Komdu honum strax út,” sagði hann ákafur „og viö skulum leyfa honum að tala í friði. Við skulum láta honum eftir öll þau próf sem hann krefst. Komdu honum bara út áður en einhver slasast.” Richard hristi höfuðið. „Þið skiljið þetta ekki enn, piltar. Þið skiljið þetta aldrei. Þið haldið áfram að reyna að semja eins og þið séuð með öll trompin á hendi. Ef ég væri í ykkar sporum, þá léti ég það eftir honum að segja það er hann vill I sjónvarpið, annars hleypir hann geislun á geyminn — eins og hann hefur hótað.” „Ég held ekki — getur hann það?” spurði MacCormack De Young. De Young kinkaði kolli og and- varpaði. „Hann þarf ekki annað en að opna einn af stóru lokunum. Þessa stundina getur hann gert næstum hvað sem hann vill. Og hann þekkir þetta orkuver eins og handarbakið á sér. Ef hann hleypir á geyminn þá er okkur eins gott að loka öllu og grafa þetta.” MacCormack sneri sér aftur að Richard. „Hann skal fá það sem hann vill. Segðu honum það. Beina útsend- ingu — hvað sem er. Við látum undan.” „En það er út í hött!” hrópaði Gibson. „Þið getið ekki hleypt honum í sjón- varpið!” „Haltu kjafti!” hrópaði MacCormack á móti. „Vörður,” kallaði hann svo, „hafði auga með þessum manni smá- stund. Leyfðu honum að hringja. Við komum eftir augnablik.” Richard talaði i kallkerfið. „Jack? Kimberly? Þetta er Richard. Hlustið nú. Þeir hafa samþykkt þetta allt saman. Ég ætla að hringja á stöðina. Ekki bara okkar stöð heldur hverja einustu stöð í Los Angeles. Þeir geta sett myndavélar upp hér og geta tekið röddina upp í VANDAÐAR GJAFAVÖRUR BÆHEIMSKRISTALL halastj örnumunstur SILFURKRISTALL óvenju glitrandi og fallegur LISTAVERK vandaðar afsteypur þekktra listamanna POSTULÍ N SV ÖRUR KOPARVÖRUR SILFURPLETT ONYX Einungis úrvals gjafavörur <s> 26 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.