Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 34
GOÐ SPURNING STJÖRIMIISPA llrtiiurinn 2l.mars 20.april Það getur stundum verið nauðsynlegt að sýna ákveðni svo aðrir taki mark á fyrir- huguðum aðgerðum. Slikt má þó ekki fara út i öfgar og í þeim tilvikum er afsökunar- beiðni rétta lausnin. Kr. hhinn 22. jiini 2.V jtili Undanfarið hefur þér gengið fremur illa að tjá tilfinningar þínar og hefur það sett mark sitt á ýmislegt í einkalífinu. Sá sem ekki gefur neitt af sjálfum sér uppsker heldur ekkert. Þér hættir til að lifa í heimi óraunveruleikans og þegar til lengdar lætur verkar það þreyt- andi á ættingjana. Snúðu strax við blaðinu og þá mun raun- veruleikinn ekki verða þér ógnvekjandi. Niiulirt 21. ipril Betra er að eiga fáa en góða vini og hlaup eftir duttlungum óvið- komandi fólks er vafa- samur ávani. Hugsaðu um eigin þarfir og fram- kvæmdu það sem þér finnst hagstæðast. Tviburarnir 22.mai 2l.júni Vandamálin leysast á óvæntan máta og nú er að gæta þess að láta það ekki stíga sér til höfuðs. Kviði vegna framtíðar- innar hefur þjakað þig, en allt slíkt er ástæðu- laust með öllu. I.jónii) 24. júli 24. ágú*f Njóttu líðandi stundar og varastu að láta annríkið hafa of mikil áhrif á taugakerfið. Ekkert liggur á og með markvissum athöfnum og þolinmæði ætti árangurinn að skila sér fljótlega. Stcingeitin 22.des. 20. jan. Flas er aldrei til fagnaðar og á því færðu að kenna núna á næst- unni. En þér eykst þor og dugur við alla erfiðleika, svo þetta verður þér liklega einungis ávinningur I framtiðinni. \alnsherinn 2l.jan. Ib.febr. Töluö orð verða aldrei aftur tekin og því er betra að íhuga flest það sem af munni fer. Það er líka ástæðulaust að tala hratt og mikið, en þér hættir til þess innan um ókunnuga. Láttu ekki fagurgala annarra rugla þig og Ijúktu þvi sem löngu hefur verið ákveðið. Heppnin virðist ætla að elta þig og það er sjálf- sagt að njóta þess sem af því leiðir. Sporúdrekinn 24.»kl. 2.\.nó\. Gamlir draumar láta þig ekki í friði og nú virðist sem ýmsir hlutar þeirra ætli að rætast. Til þess að svo verði þarft þú að leggja ýmislegt af mörkum, sem ekki var með í spilinu áður. .HogmaAurinn 24.nói. 21.tíes. Gleðstu yfir velgengni annarra. Satt að segja er ekki óhugsandi að þú njótir þar góðs af. Farðu þér hægt i yfirlýsingum, þvi fram- koma þin getur verkað villandi á ókunnuga. Fiskarnir 20.fcbr. 20.niars Að vísu er núna dimmur vetur en það er samt varla ástæða til þess að láta þunglyndið ná undirtökunum. I slíkum tilvikum hjálpar oft að vera sem mest innan um aðra, jafnvel I margmenni. París er borg Eiffelturnsins, Mónu Lísu og fagurra bygginga. En París er einnig borg syndar- innar. Tökum sem dæmi hann Philippe Dauphin, ungan og aðlaðandi Parísarbúa. Er það ekki hann sem hringir alls ófeiminn dyrabjöllunni hjá monsieur Fouquet þó hann viti mætavel að monsieur Fouquet situr kvöldverð Uppgjafa- hermannaklúbbsins og því er hin unga eiginkona hans alein heima við. Honum er einnig fullkunnugt um siðareglumar sem kveða svo á um að ungir menn eigi ekki að heimsækja ungar eiginkonur á meðan eigin- menn þeirra em víðs fjarri. En hann veit líka að ungar eigin- konur eru einmana þegar þær þurfa að sitja einar heima á kvöldin. Þessi pilsaflettir! Heyra hvernig hann flautar eftir- væntingarfullur á meðan hann bíður þess að dyrnar ljúkist upp. Sjá hvað hann reigir sig þama á tröppunum iklæddur allt of fínum og vel pressuðum fötum. Og rósirnar sem hann hefur stungið upp í handarkrikann. Konfekt og rósir! Hann veit hvað hann er að gera og hvernig á að bera sig að við það. Þetta er ófyrirleitinn náungi! Jæja! Nú opnast dyrnar varlega í hálfa gátt. Ætlar hún að hleypa honum inn? Þorir hún það? Ce n’est pas possible! Jú, hver þó í fj . . . Hún teygir lilju- hvíta hönd sína út á milli hurðar og stafs, lítur flóttalega til beggja hliða, kippir honum inn fyrir og lokar svo hurðinni mjúklega. — Elskan! segir hún og kastar sér i fang hans. Loksins! Dieu soit loué! — Hvar er maðurinn þinn? spyr hann og það er ekki laust við að kenna megi taugaveiklun- ar í dimmu og annars sjálfs- öruggu augnatilliti hans. — I Uppgjafahermanna- klúbbnum. Hátíðarkvöldverður! Hann sagðist koma seint — mjög seint. Við höfum því allt kvöldið fyrir okkur, bara við tvö. — Ertu viss um að honum skjóti ekki upp þegar minnst varir? — Útilokað! Við þessi orð verður Philippe rórra. Hann kveikir sér i vindlingi og lítur í kringum sig eftir næsta sófa. Hann sléttar lítillega útsaumuðu púðana, sem liggja í sófanum, sest og hallar sér afar makindalega aftur á bak. Silfurlitaður sígarettureykurinn liðast með jöfnu millibili út með titrandi nasavængjum hans og augu hans hvíla þung og ástríðu- kennd á frú Fouquet. Hún réttir honum glas af lystauka sem hann setur á gyllta sófaborðið fyrir framan sig. Á meðan minnkar frú Fouquet lýsing- una, gengur úr skugga um að allar dyr séu lokaðar, kveikir á útvarpinu, þannig að stofan fyllist af léttri og angurværri tónlist, og svo skríður hún upp i sófahornið þar sem Philippe biður hennar. Varir þeirra mætast í löngum og ástríðufullum kossi.: — Oh! Mon chéri! — Bien-amiée! Þá gerast ósköpin. Lykli er stungið í skrá útihurðarinnar. Frú Fouquet rýkur upp með andfælum. — Bon Dieu! hvíslar hún angistarfull og ráðalaus. Philippe drepur í vindlingnum í skyndi og nasavængirnir titra ekki lengur. — Qu’est-ce qu’il y a? spyr hann undrandi. Enn hefur hann ekki heyrt neitt. — Maðurinn minn, maðurinn minn var að koma inn. Hann er í anddyrinu. Það þarf ekki að segja Philippe þetta tvisvar. Viti sínu fjær af hræðslu stendur hann á miðju stofugólfinu og veit ekki hvað hann á af sér að gera. — Soyes prudent! Feldu þig strax! Þú verður drepinn ef maðurinn minn sér þig hérna! Philippe skimar ráðvilltur 34 Vikan 50. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.