Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 37

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 37
banka var Nelson Aldrich. Hann barst inn í innsta hring æðri fjármála, þegar dóttir hans, Abby, giftist John D. Rockefeller II. Sonur hans, Winthrop Aldrich, varð seinna forseti stjórnar- nefndar Chase National Bank (Rocke- feller) og sonarsonurinn, Richard Aldrich, forstjóri IBEC (International Basic Economy Corporation), ásamt Rodman Rockefeller, syni Nelsons. IBEC er í eigu Rockefellerættarinnar. Römm er sú taug. Nelson Aldrich var þekktur í öldunga- deildinni sem málpípa John D. Rocke- fellers. Þegar menn hlýddu á rödd hans, vissu þeir að hugsunin sem lá til grund- vallar kom frá Rockefeller. Þess vegna öðlaðist Aldrich meiri áhrif og völd, innan öldungadeildarinnar og utan, en nokkur annar þingmaður á þessum tima. Eftir upplausnina 1907 var hann sendur til Evrópu til að kynna sér banka- mál þar og koma með tillögur til úrbóta. Sigur var í sjónmáli. Og enn æsist leikurinn. Árið 1910 var haldinn á afskekktri eyju undan ströndum Georgíufylkis einn mikil- vægasti og jafnframt furðulegasti leyni- fundur sem frá greir.ir i sögu Bandaríkj- anna. Hafi einhver verið í vafa um tilgang alríkisbankans og hvers hagsmunum hann þjónar, þá ætti þessi fundur að taka af öll tvímæli þar um. Það var ekki fyrr en röskum 20 árum eftir þennan ieynifund að Frank Vanderlip, stjórnarformaður í National City Bank (Rockefeller), segir frá honum i minningum sínum: „Þrátt fyrir mœtur þær sem ég hef á þjóðskipulagi þar sem viðskipti aðila fara fram fyrir opnum tjöldum, þá gerðist það, nálœgt árslokum 1910, að ég var jafn pukurslegur — já laumuleg- ur — og hver annar samsœrismaður. . . . Ég tel engar ýkjur að tala um leynilega ferð okkar til Jekylleyju sem atburðinn sem raunverulega mótaði það sem seinna varð Federal Reserve System (alrikisbankakerfið). "8 Að sjálfsögðu var það Poul Warburg sem stofnaði til þessa leynimakks og var höfuðið á bak við það. Auk hans voru mættir Frank Vanderlip og Nelson Aldric, sem fulltrúar Rockefellers, Benjamin Strong, sem fulltrúi Morgans, og A. Piatt Andrew frá fjármála- ráðuneytinu. Sú hugmynd Poul Warburgs sem kom fram á þessum leynifundi að kalla alríkisbankann ekki banka, heldur Federal Reserve System, var mjög snjöll. Bandarikjamenn höfðu alla tíð haft megnustu ótrú á miklum ríkis- umsvifum — og þá sérstaklega á ríkis- bönkum. Þótt Federal Reserve System væri ekkert annað en alrikisbanki, þá sló nafniö eitt ryki í augu fjölda hrekklausra manna. Eftir þrotlaust erfiði og harðvítugar deilur, voru lögin um Federal Reserve System loks samþykkt af þinginu og undirrituð af nýjum forseta landsins, Woodrow Wilson, árið 1913. Til að vera |'I< StllM öruggir um að frumvarpið næði í gegnum þingið, þóttust bankaeigendur í Wall Street vera á móti því. McAdoo, sem átti viðtöl við þessa „Andstæðinga” frumvarpsins, segir: „Þessi viðtöl við bankaeigendur leiddu mig að athyglisverðri niðurstöðu. Ég skynjaði smátt og smátt, þrátt fyrir allan hamaganginn og sýndarand stöðuna, að bankaheimurinn var alls ekki jafn andvlgurfrumvarpinu og hann þóttist vera við mig." 9 Eins og áður sagði, héldu flestir Bandaríkjamenn að Wall Street hefði fengið á baukinn með þessum lögum. Ekki voru allir þó svo auðtrúa og þing- maourinn ^naries a. unaoergn, iaoiri flugkappans fræga, sagði í þingræðu: „Þessi lög skjóta stoðum undir feiknarlegustu stofnun jarðarinnar . . . Þegar forsetinn undirritar þessi lög, verður ósýnileg stjórn peningavaldsins, sem þingrannsókn hefur sannað að er til. lögleidd." Og hann bætti við: „Upp frá' þessu verða kreppur skapaðar með visindalegum aðferðum. "I0 Lindbergh átti eftir að reynast sannspár. Þegar hann talaði þessi orð, skuldaði bandaríska þjóðin einn milljarð dollara. I dag borgar hún yfir 30 milljarða dollara á ári í vexti og afborganir af lánum — og menn geta rétt ímyndað sér hvert það fé rennur. En lítum aðeins betur á tæknilegar hliðar þessa máls. lslendingar og aðrir Vesturlandabúar tala mikið um verð- bólgu og hugsanlegar orsakir hennar. Samt er eins og flestir geri sér alls enga grein fyrir stöðu seðlabanka og annarra banka í þessu tafli. Ef verðbólgan er stöðugt hærri, prósentulega, en útláns- vextir — og bankinn þarf auk þess að borga kaup, húsnæði og vexti af inn- Ferskleiki cinkt'tinir ktcUtœkin frú A /'S, Xorcgi. Þújivrt) oll hciinilistœkin i \iimu gltcsilcgn tízkulitununi frú sitniu frutnh’ióanilti. I >1 A',T| Hkps — Tryggur heimilisvinur. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI 10 A Sími 16995. EF lánum — hvers vegna verður hann ekki gjaldþrota? Einstaklingur sem stundaði slík viðskipti færi fljótlega á höfuðið. Svarið, sem er allt að því eðlisfræði- legt, er að finna í seðlamagni i umferð (mætti jafnvel reikna í kílóum). Gerum dæmið eins einfalt og mögulegt ér og hugsum okkur að allir Islendingar eigi samtals eitt hundrað krónur, og það eina sem hægt er að kaupa á öllu iandinu eru eitt hundrað þorskar. Á meðan þetta hlutfall er óbreytt, er hvorki um verð- bólgu né verðfall að ræða. En segjum að nú verði 100% verðbólga án þess að þorskunum fjölgi eða fækki. Það þýðir að nú vantar okkur nákvæmlega helmingi meira seðlamagn i umferð, því eitt hundrað krónur kaupa ekki þorska sem kosta tvö hundruð krónur. (Hér er ekki reiknað með tíma og veltuhraða peninga, sbr. jöfnu prófessors Irving Fisher (peningamagn í umferð X veltuhraði, samsvarar verðlagi)). Nú kemur til kasta Seðlabankans að prenta þessar nýju eitt hundrað krónur, en þá vaknar ný spurning: Hvernig kemst þetta seðlamagn í umferð? Er því útbýtt á Lækjartorgi? Nei, Seðlabankinn lánar það bönkunum (og stundum ríkis- stjórninni) og bankarnir lána það svo meö vöxtum út í þjóðfélagið. Það er gamla sagan um að skapa sér auð úr engu. Þvi meiri verðbólga, því meiri pappír úr prentvélunum til að lána fólkinu. Eins og Reginald McKenna sagði: Þeir sem stjórna seðlaeign þjóðar- innar halda í hendi sér örlögum fólksins. Ársskýrsla Seðlabankans 1977 segir okkur að heildarútlán innlánsstofnana hafi aukist það árið um 42.2% — eða um 30 milljarða kr. Þessi aukning er í samræmi við verðbólguna og aukið seðlamagn úr prentvélunum. Er ekki óvarlegt að áætla, að prentgróði innláns- stofnana sé um tíu þúsund milljónir króna fyrir árið 1977! önnur leið til að stjórna seðlamagni í umferðer meðsölu ríkisskuldabréfa. Þar sem slik sala er stöðug (ríkið selur og borgar út á sama tíma), er hægt að draga úr seðlamagni í umferð með því að herða á sölu skuldabréfanna (fólkið borgar ríkinu) og auka seðlamagnið með þvl að draga úr sölunni (ríkið borgar fólkinu). 1 Bandaríkjunum er þetta mjög mikilvægt hagstjórnartæki og er í hönd- um Federal Reserve System. Federal Reserve System er byggt upp á svipaðan máta og seðlabankar annarra rikja, en óvenjuleg stærð peninga- markaðsins í Bandarikjunum útheimtir þó viss séreinkenni. Stofnuninni er skipt í ftmm valdsvið: I) Stjómamefnd; 2) 12 Federal Reserve banka; 3) markaðsnefnd (ríkisskuldabréf); 4) ráðgefandi nefnd; og 5) viðskiptabanka. Stjómarnefndin er valdamest og valin af forseta og þingi, hver meðlimur hennar er til 14 ára i senn. Samkvæmt lögum skal enginn þeirra vera viðriðinn meiriháttar viðskipti. Fyrsti forseti nefndarinnar var Poul Warburg! Hann sagði lausu 500 þúsund dollara starfinu SO.tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.