Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 41
voru fastir punktar eins og í heimsmynd Ptolomeosar. En nú var allt komiö á hreyfingu. Þverstæður framfaranna, verðleikar efans, sjálfstraust og reisn einstaklinga andspænis valdastólum — allt þetta og margt fleira hnitaði marga hringi í höfðum ungra manna og ekki var hægt að segja fyrir um stefnu þessara stjarna. Ráðleysið var mest hjá börnum sæmi- lega vel stæðra stórborgarforeldra. En aðrir risu úr sætum og töluðu. Ekki síst strákarnir úr smábæjunum og sveit- unum, fyrirmyndarnemendurnir sem höfðu lokið skóla með gullmedalíu og i krafti þess komist í sjálfan Moskvu- háskóla, fátæklega klæddir strákar sem drýgðu nauman styrk sinn með því að losa járnbrautarvagna um helgar. Nú var ekki lengur sjálfsagt að allir þegðu þegar Svéta ráðherradóttir sagði sem svo: „Ó, hún mamma elskar blóm svo agalega mikið. Hún hringir stundum og lætur senda sér blóm fyrir svona 300 rúblur.” 300 rúblur voru nálægt þeirri upphæð sem stúdentum var ætlað að lifa á í heilan mánuð. bað var ólga í skólanum og fjörleg fundahöld hjá Komsomol, ungkommún- istasamtökunum sem allir voru í. Fjöld- inn allur hafði fengið málið og nú urðu margir hissa og langleitir. Stúdentarnir tóku prófessorana til bæna og spurðu þá um kaup og kjör, forréttindi og réttlæti. Prófessor Galkína-Fédorúk, undarleg leiðindaskjóða sem forlögin höfðu, rétt II NTÍWJM EÍH M til að sanna skopskyn sitt, sett til að lesa yfir okkur rússneska málfræði, hún var alveg miður sín, kerlingarálftin. Strákar, strákar, sagði hún með grátstafinn í kverkunum. Af hverju má ég ekki eiga pels, ég sem hefi unnið svo mikið, ég sem vareinu sinni vinnukona ... Allar voru ræðurnar fluttar í nafni betri sósíalisma. Strákarnir vitnuðu i júgóslavnesku verkamannaráðin og skynsamlegar greinar eftir italska kommúnista. Háskólayfirvöld reyndu ýmis ráð til að koma á aftur friði og spekt. Eitt var að kalla á unga verka- menn á fund með stúdentum. Það er útbreidd hugmynd austur þar, eins og víðar, að seint megi treysta stúdentum og menntamönnum yfir höfuð, en hjarta verkalýðsins slái alltaf í réttum takti. Annað mál var að verkamennirnir ungu voru kannski ekki teknir frá renni- bekkjunum, þeir líktust meir þeim sem sitja á skrifstofum Komsomol á hverjum vinnustað. Þessi tilraun til að skvetta stéttarvitundinni á umbótaákefð stúdenta mistókst reyndar herfilega. Einn gestanna sem kom á deildina til okkar sagði: Þið stúdentar, þið segið: þetta skrifa þeir í Borba í Belgrad, þetta segir Togliatti, þetta var í Daily Worker. En við sko, við verkamenn, við erum ekkert að lesa svoleiðis... Atburðirnir í Ungverjalandi þá úm haustið áttu, beint og óbeint, mikinn þátt í að stöðva þessa bylgju. Svipa brottrekstrar úr skóla var reyndar hafin á loft þá þegar og henni var beitt í nokkr- um tilvikum. En auk þess fór drjúg orka í að deila í hálfum hljóðum um stríðið í Búdapest. Flestir rússneskir stúdentar töldu að ekki hefði verið hjá því komist að beita sovéskum her og skriðdrekum, en slík íhlutun var ill nauðsyn, sögðu þeir, annars væri allra veðra von, jafnvel fasisma. Sumir skriðu inn í skel rússneskrar þjóðernishyggju eða réttara sagt þeirrar afstöðu sem Bretar orðuðu svo: „My country, right or wrong.” En þeir sem eitthvað hugsuðu hlutu að viðurkenna að hið tvísýna ástand, sem jafnvel kynni að enda i hálfgerðum fasisma að því er þeir héldu, varð að skrifa á ábyrgð ungverskra og sovéskra kommúnista, það var arfur Rakosis og Stalíns. Þessa daga um mánaðarmótin októ- ber-nóvember 1956 sat ég öllum stund- um inni hjá Ungverja sem átti öflugt útvarpstæki. Við drukkum romm og hann þýddi fyrir mig síðustu fréttir og hvatningarorð frá útvarpsstöðvum andstæðra fylkinga. Stundum þögðum við lengi. Þessi félagi minn var garpur í tungumálum. Rommsetum þessum lauk á þvi að hann reis upp við dogg og sagði: Jæja, Bergmann. Nú syngjum við. Hann hafði miklar mætur á þjóðsöng Svia. Og við kyrjuðum út í vetrarmyrkrið: Du gamla, du fria, du fjallhöga nord. Fyrsta hlákan gekk yfir 1954, hún var feimnisleg og stóð stutt. 1956 gerði asahláku sem hafði miklu víðtækari áhrif þótt margir skriðu aftur inn í sína skel eftir felmtursviðbrögð yfirvaldsins og ótíðindin frá Ungverjalandi. Og enn átti eftir að hefjast mesta hlýindaskeið sem yfir Sovétríkin hafði gengið í næstum því hálfa öld. Það er hægur vandi að finna meinbugi á því sem Krúsjof hafði sagt og gert á tuttugasta flokksþinginu og þar á eftir. En hvort sem hann gerði sér grein fyrir því sjálfur eða ekki, þá hafði hann unnið það afrek að drepa helgisögnina um óskeikulleik- ann. Mikið hefur verið reynt til þess síðar að færa trúna á pólitískan óskeikul- leika af Stalín og yfir á flokkinn, og enn eru þeir að. En það tekst ekki og getur ekki tekist. Sovétríkin verða aldrei söm og þau voru fyrir 1956, og heimurinn þá ekki heldur. >§tring isograph® Allar nánari upplýsingar: PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, simi 13271 ES2 E o' Viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennararog námsfólk. Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. Tvöföld þétting í hettunni tryggir, að eigin- leikar (Rotring Isograph) eru ávallt hinir sömu, jafnvel þótt hann hafi ekki verið notaður lengi. ÁVALLT í FARARBRODDI TEIKNIPENNA 50. tbl. Vlkan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.