Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 43
gáfur, þá sitji maður uppi með afbrota- sál? Kannski. En vitanlega er líka um uppeldi að ræða, ekki satt? Ég fer og hitti Sæmund, sagði Margeir, og læt ykkur svo vita hve mörg greindarstig hann fær hjá mér. Já, sagði Hallur, ég þykist vita að Rakel litla hafi hitt þig að máli? Já. Hún hefur áhyggjur af þróður sínum. Já. Ég ætla að spyrja Sæmund um þetta ferðalag þeirra. Það þarf einhver að líta til með stúlk- unni, sagði Hallur þá eins og annars hugar — og mér líst svo sannarlega ekki á ástandið, ef Sæmundur hefur týnt Ragnari i útlöndum. 14 Ég verð að segja það Margeir, var það ekki nafnið, að mér þykir mjög miður að lögreglan skuli sjá ástæðu til að koma hingað. Ég vil fullvissa lögregluna um, að við hér hjá Ljósbera hf. höfum ekkert, nákvæmlega ekkert að fela. Ef þið grunið okkur um tollasvindl, þá skuluð þið korna hingað með ykkar sér- fræðinga og leita af ykkur allan grun. Mér væri þökk í því. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða, sagði skáldið, var það ekki? Sæmundur Hörgdalín sló út hendinni, hallaði sér aftur á skrifborðsstól sínum og horfði einbeittur á Margeir. Hann var hár vexti eins og bróðirinn, Jósef, en breiðleitari, holdameiri og var að byrja að fá skalla. Það lagði af honum daufa viskílykt. Fyrirgefðu, sagði Sæmundur, má kannski bjóða lögreglumanninum viskí? Neitakk, ekki núna, sagði Margeir, aldrei í vinnunni. Ha ha, sagði Sæmundur, lögreglan lætur ekki að sér hæða. Hvenær koma bókhaldssérfræðingarnir? Ég ræð víst engu um það, sagði Margeir, en það er ánægjulegt til þess að vita að Ljósberi hf. ætlar að sýna samstarfsvilja. Hér eru engin vandamál. Mér þykir bara leitt að Jósef bróðir minn skuli hafa verið önugur við þig i morgun. Já, hann sagði mér það hann Haraldur minn, bílstjórinn littá, hann sagði að Jósef hefði verið dónalegur, eða allt að því. Við erum ólíkir bræðurnir, það get ég fullvissað þig um. En ég vil benda þér á, að í sambandi við Ljósbera, gengur best að spyrja mig. Jósef, littá, er ekki svo grannt inní öllum málum lengur. Forstjórinn stóð á fætur, gekk yfir að barskáp og hellti sér viskíi í glas. Skrifstofan var búin nýtískulegum húsgögnum, auðsæilega dýrum. Meðfram langvegg var skápur úr dökkum viði, útskorinn og yfir honum spænskur blær. önnur húsgögn voru í einhvers konar geimvísindastil, gólfteppið fjólublátt. Þú þekkir vist pilt sem heitir Ragnar Jónsson. Hann vinnur fyrir ykkur, ekki satt? II NýJUM BCriM Duglegur strákur. Systir hans hefur áhyggjur af honum. Á hann systur? Hún segir að hann hafi farið með þér til Spánar. Hún hefur ekki heyrt frá honum, enginn hefur sagt henni hvað hann sé að gera. Og núna, þegar hún hefur séð að þú ert kominn heim, óttast hún að eitthvað hafi komið fyrir. Geturðu veitt einhverjar upplýsingar um Ragnar? Já hann Ragnar, sagði Sæmundur, sneri baki í Margeir á meðan hann lokaði barskápnum, gekk síðan að skrif- borðinu og settist aftur makindalega niður. Ragnar sjáðu til, já, ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Við fórum saman þangað út. Ég kann ævinlega vel við mig á Spáni. Loftslagið, skilurðu. Og Spán- verjar eru elskulegt fólk. Synd að kunna ekki málið almennilega. Nema hvað, Ragnar hafði unnið vel fyrir okkur bræður og þegar ég heyrði, að hann hefði aldrei komið út fyrir landsteinana, tuttugu og fimm ára maðurinn, ákvað ég að bjóða honum með mér í skemmti- ferð. Þetta var bara svona venjuleg ferð með ferðaskrifstofu. Ragnar líttá, já, hann hreifst mjög af verðlaginu þarna, verðlaginu á áfenginu meina ég. Hann drakk ansi rösklega, eins og gengur. Við ætluðum að vera í tvær vikur, en þegar sú fyrri var liðin, hafði hann komist í tygi við spænska stelpu, senoritu skilurðu, og vildi fara eitthvað með henni. Ég lét hann þá hafa peninga, ja talsvert mikla peninga, þykist ég muna. En svo kom hann ekki á tilsettum tíma. Hann hefur sjálfsagt lent í ævintýrum. En hann kom ekki í flugvélina, þegar átti að fara heim. Horfinn. Bjugguð þið á sama hóteli? Sama hóteli? Jájá. Var það ferðaskrifstofan sem útvegaði ykkur það? Ferðaskrifstofan? Nei nei. Það er sko þannig, að ég hef svo oft farið þangað. Ég er öllum hnútum kunnugur, líttá. Ég skipti ævinlega við hótel sem er utan við ösina þarna og erilinn. Sveitahótel eigin- lega, líttá. Það er þarna uppí hlíðinni. Gæti ég fengið nafnið á þessu hóteli? Nafniö á hótelinu? Já, mér datt i hug að við myndum þurfa að senda fyrirspurn. Fyrirspurn? Já, ef Ragnar kemur ekki fram fljót- lega, spyrjum við vitanlega eftir honum. Já já. Það heitir Hótel Mijas. Hótel Mijas? Já. Emm-i-joð-a-ess. Skrýtið hvernig þeir bera þetta fram, spænskan líttá. Ég skil. Og þetta er hótelið sem þú ert ævinlega á þegar þú ferð til Spánar? Já. Ja, ég hef reyndar verið á fleiri stöðum. En þarna varstu, ásamt Ragnari, núna um daginn? Já. Fólk hér í bænum, já reyndar blöðin lika, tala um að þið bræður eigið íbúðar- hús þarna suður frá. Ha ha! Þú hlærð bara að því? Já. Var ekki bróðir minn búinn að svara þessu? Og þitt svar er samhljóða? Já. Þú vilt bíða eftir rannsókn gjaldeyris- yfirvaldanna? Ha ha! Já. Ég býst við að þeir í ráðuneytinu muni fara fram á róttækari upplýsinga- öflun í þessum gjaldeyrismálum, heldur en hingað til hefur verið. Ha ha! Hótel Mijas? Ha? Ég er að skrifa þetta í minnisbókina. Ég skil. Það hellirigndi enn, þegar Margeir kom út úr Ljósberahúsinu. Hann bretti upp frakkakragann og ætlaði að hlaupa ská- hallt yfir bílastæðið og stefna á Gránu- félagsgötuna, þegar hann heyrði bílflaut. „Svarta María” kom á hægu stími út úr regnmóðunni og Sævar Bergsson hallaði höfðinu út um hliðarrúðuna. Sveiflaðu þér um borð, þú gegnblotn- ar annars á svipstundu. Margeirvar feginn skjólinu, þótt hann hefði næstum ofnæmi fyrir þessum sila- legu bílum sem lögreglan notaði fyrir „sallatföt”. Sævar lá utaní hurðina sín megin, mjakaði ferlíkinu í hálfhring og stefndi út á umferðargötuna aftur. Margeiri fannst að lögreglumaður sem stýrði svona bíl, ætti að hafa stóran kúrekahatt á höfðinu, flæðandi bjórvömb, skammbyssur í belti og stjörnu I barminum til að sýna hver hann væri. Það er hlandlykt í bílnum, sagði Margeir. Er það? Maður finnur þetta ekki lengur. Blessaður keyrðu mig uppá hótel, Gg vertu fljótur að því, ég veikist ævinlega í þessum löggutrogum. Nokkuð að frétta? Það held ég ekki. Nema að ég er farinn, farinn suður meina ég. Hér er .ekkert meira að gera. " Og ég þar með sviptur embætti aðstoðarmanns? Síöur en svo. Geturðu ekki falið þennan bíl einhvers staðar þar sem ég sé hann ekki, og komið í kaffi með mér? Guðlaun. Stúlkan í matsalnum brosti til Margeirs. Hann kinkaði kolli. Hann virtist ævinlega vera eini gesturinn í þessum matsal og hann kunni því illa að hafa einn stóra og fríða konu að stjana við sig. Þeir létu báðir svart kaffi duga, afþökkuðu „úrvalsgóða brúnköku” og biðu þar til stúlkan hafði skilið þá eina eftir yfir kaffinu. Hvað gerist þá i málinu, ef þú ferð í burtu? Margt. Fyrst langar mig að biðja þig að fara núna til Rakelar Jónsdóttur í Skaröshlíð tuttugu og eitt. Hún er systir manns sem heitir Ragnar Jónsson ... Ég þekki hann, greip Sævar fram í, við vorum saman í skóla. . . . og fáðu hjá henni mynd af Ragnari. Ef hún á enga nýja mynd, reyndu þá að útvega mynd. Hún gæti hugsanlega fundist hjá fógetaembætt- inu. Ragnar fór nefnilega til útlanda í fyrsta sinn á ævinni um daginn, og hefur þá væntanlega fengið vegabréf hjá fógetaembættinu áður. Þeir eiga að geyma aukamynd þar. Ég vil lika fá góða lýsingu á útliti Ragnars. Og hafir þú þekkt hann vel, þá væri gott að þú gæfir mér upplýsingar um hann. Ég á við hvernig persóna hann er. Þetta var hæglætismaður. Já, ég held ég hafi þekkt hann að minnsta kosti eins vel og flestir aðrir skólabræðranna. Duglegur strákur, ekki hægt að segja annað, samviskusamur, reglusamur, kannski ekki sterkgreindur. Er eitthvað að? Hann er horfinn. Hann fór til Spánar með Sæmundi Hörgdalín og kom ekki til baka. Sæmundur getur enga skýringu gefið. Hvaö á ég að gera við myndina af Ragnari? Þú átt að geyma hana vel og hafa hana með þér þegar þú kemur suður á eftir mér á morgun. Suður? Ég ætla að fara núna með kvöld- vélinni. Ég þarf að tala við yfirmann minn. Ég hringi í þig í kvöld og læt þig þá vita nánar um það sem ég ætlast fyrir. Búðu þig undir að skreppa með mér í sólina. Ég er að hugsa um að fara til Spánar. Hvað segirðu um að koma með? Ég verð að hafa einhvern með mér, einhvem sem er góður bilstjóri og getur hjálpað til. Ég veit að það er enginn fyrir sunnan sem gæti farið með mér og vegna þess að þú hefur eytt einni kvöldvakt á málið, þá finnst mér eðlilegt að þú haldir áfram í aðstoðarmanns- stöðunni. Segið svo að löggulífið sé ekki ævintýraríkt, sagði Sævar og glotti. 50. tbl. ViKan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.