Vikan


Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 13.12.1979, Blaðsíða 47
andlit hennar. Ruth’varð fyrst undrandi en síðan fór hún einnig að hlæja án þess að vita hvers vegna. Síðan, þegar Claire teygði úr sér og fór að leita að vasaklút, fann hún að ein- hver horfði á hana. Hún leit upp og sá Noel Kendrick standa upp frá einu borð- inu í horninu og ganga að dyrunum. Hann horfði á hana í gegnum gleraugun eins og hann væri að sjá hana í fyrsta skipti. HvAÐ BOÐI breska sendiráðsins viðvék fór það eins og vænta mátti. Claire stóð sig að því að skrifa þakkarbréf og tilkynna að hún myndi mæta, og hún fyrirleit þennan veikleika sinn. Ruglings- legar tilfinningar hennar urðu ekki skýr- ari af þeirri staðreynd að það var aðeins vegna þess að hún var ekkja Dermotts sem henni var boðið. Veislan var haldin á Penisula hótel- inu. Það leit út fyrir að sendiherrann hefði boðið fleiri gestum en hann gat hýst. Veislusalurinn var stór, með frönsk- um gluggum sem opnuðust út i garðinn. Yfir þeim voru svalir þaktar hengijurt- um sem gátu eyðilagt hárgreiðslur há- vaxinna kvenna. Frú van Druitt, hin málgefna eigin- kona bandariska sendiherrans, var ein af þeim hæstu. Það var Fay Hallet sem tók fyrst eftir henni. Fay var nýkomin ásamt eigin- manni sínum, Henry, og nú stefndu þau beint i áttina til Claire, sem hafði haft fyrsta ritara sendiráðsins að leiðsögu- manni. Fay flýtti sér út um einar frönsku dyrnar, um leið og hún heyrði skerandi rödd frú van Druitt, og Claire elti hana eins fljótt og hún gat. Á leiðinni út fór hún fram hjá landbúnaðarráðherra Makelíu. Hann hafði verið borðherra frú van Druitt, og nú flýtti hann sér að nota tækifærið til að sleppa við yfirþyrm- andi persónuleika hennar, þó að það yrði skrifað á reikning mannasiðanna. Ameríski gesturinn var áberandi en viðkunnanlegur, hugsaði Claire þegar hún stóð eftir með henni en Ruth var horfin á dularfullan hátt mitt í samræð- unum. Þessi hávaxna kona hló, renndi fingrunum í gegnum grásprengt stutt hárið og sagði: „Nei, ég þarf ekki spegil. Þetta er mér sjálfri að kenna. Mér fannst bara útsýnið vera svo dásamlegt þarna í garðinum að ég gleymdi mér. Æ, nú hef ég týnt hr. Adrinda. Ég sem ætlaði einmitt að fara að segja honum frá þess- ari spennandi ferð sem ég fer í á morgun. Ó, hr. Hallet, það var fallega gert af þér að bjóða okkur. Maðurinn minn og ég hlökkum ...” Henry brosti til hennar og augu hans blikuðu þegar hann fór aftur inn í hlut- verk forstjóra námufélagsins og sagði: „Það er aðeins koparhreinsunarstöðin sem ég hef tíma til að sýna ykkur. Það verður einnig lítill hópur gesta frá Chile sem mun verða samferða okkur. Hann sneri sér að Claire og reyndi að koma auga á systur hennar í mannfjöld- anum. Síðan spurði hann: „Hefur þú séð koparhreinsunina, Claire?” Hún hristi höfuðið. „Nei. Það varð aldrei neitt úr því. Dermott sá hana en ég — éger ekkert...” „Nú, en það er alveg stórfínt,” sagði frú van Druitt. „Þá geturðu komið með okkur.” Hún lagði höndina á handlegg Claire. „Gerðu það, segðu já. Ég verð eina konan i hópnum. Geturðu imyndað þér nokkuð erfiðara?” Hún veifaði hendinni sjálfsörugg. „Auðvitað get ég haft stjórn á þeim ef ég vil, en hver vill það? En það væri svo gott að fá svona unga stúlku eins og þig með.” Claire barðist af hetjuskap en tapaði auðvitað. „1 raun og veru er það vinur minn sem er svona spenntur að sjá þetta.” Frú van Druitt leit opinskátt á hana i gegn- um gleraugun. „Hann verður hér aðeins í mánuð, svo fer hann til Nairobi, og auðvitað vill hann reyna að sjá sem mest á þessum tíma. Hann kom einmitt i gær. Ég sagði systur þinni einmitt frá honum. Hann og Wesley voru nefnilega saman í skóla, og ...” Claire hlustaði með öðru eyranu og leit í kringum sig, en sá síðan glampa í augum Hallets. Allt i einu sagði hann: „Noel situr heima, hefur það þægilegt og hlustar á plötur. Sumir eru heppnir.” Svo að Henry hélt að hún hefði verið að leita að Noel! En hvað gat hafa fengið hann til að álíta það? spurði hún sjálfa sig. „Líður honum orðið betur?” spurði nún. „Ég held það,” svaraði Henry og hleypti í brýrnar. „Jæja, eftir nokkrar vikur hér í við- bót...” „En nú er það þannig að hann getur ekki verið hér mikið lengur, í hæsta lagi hálfan mánuð og svo verður hann að fara aftur til — út í atvinnulífið.” Henry flýtti sér að tæma glasið. „Láttu mig um þetta,” sagði hann og tók tómt glas hennar. „Ég skal sækja nýjan umgang, eins og bandarískir vinir okkar kalla það.” Hann brosti vingjarnlega til frú van Druitt sem brosti aftur til hans. Claire var nú orðin utan við sig og Wesley van Druitt, sem var að segja brandara, varð að ávarpa hana tvisvar áður en hún tók eftir því. StRAX KLUKKAN tíu um morg- uninn var hitinn orðinn kæfandi. Claire sveigði inn á bílastæði námufélagsins og gekk i áttina að gestahúsinu. Þar voru van Druitthjónin þegar mætt ásamt manni sem Claire áleit að hlyti að vera gestur þeirra. Þar voru einnig gestirnir frá Chile og nú var verið að bjóða þeim öllum upp á kaffi og sigarettur. Claire fann hvernig gamla feimnin skall yfir hana þegar hún hugsaði til þess að hún ætti að eyða deginum með öllu þessu ókunnuga fólki. Hún var reið sjálfri sér, að hún skyldi ekki hafa hringt fyrst á skrifstofu Henrys, þannig að hún hefði getað orðið samferða honum. Hún fann meira og meira fyrir einmanalcika sínum með hverjum deginum sem leið. Hún brosti feimnislega og var að því komin að tauta „Góðan daginn,” til van Druitthjónanna þegar grönn mannvera gekk mjúklega til hennar og tók um handlegg hennar. „Góðan daginn,” sagði Noel Kend- rick beint inn i eyrað á henni. „Ég frétti að þú yrðir með. Henry sagði að þú hefðir næstum verið þvinguð inn I þetta svo að ég ákvað að koma með og gefa þér andlegan stuðning.” Claire gafst ekki tími til að finna svar við hæfi. NÆSTU tíu mínútum komst hún að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að reikna þennan bróður Fay út. Hann virtist vera snillingur í að vera selskapsmaður amerískra maddama. Frú van Druitt, sem var hverjum manni of- viða, vafði honum um fingur sér eins og ekkert væri. Noel reyndi ekki á neinn hátt að stöðva orðaflaum hennar. Hann skaut aðeins einu og einu orði inn hér og þar og virtist fullur áhuga. Claire tók eftir því að Henry bættist nú I hópinn. Hún var ekki alveg viss um hve fegin hún var. Hún hafði nefnilega lúmskan grun um að Noel skemmti sér reglulega vel, þó að hann leyndi því. „Jæja,” sagði Henry og neri saman höndunum. „Þá vantar aðeins hr. Farrell frá ráðningarskrifstofunni.” 'Framhald í næsta blaði. Vefstólar — Hn>tingavorur \ onduó inodt I ur trt . t.i fallbyssur — Örlítil logsuðuta k; Steinaslipivélar, verð frá kr. 23.600 lltskurðarjárn, 0 stök og í settum ” j Rennijárn, ttk stök og i settum JKn UNGAR W tækin vinsxlu, til að brenna t Irt. ÆUM leður og fleira, einnig lóðbolti Hefilbekkir, Jfj margar gerðir Rafmagnshandverkfæri flP í fjölbreyttu úrvali og fylgihlutu — ^ ^ fy rir borvélar Handfræsarar I. i " ^ Topplvklasett Bandsagir I jdlha’ft fondurtivkt, Kjölbreytt úrval af allskonar leturtjrajara, vert) aóe föndurefni. Og fyrir þá sem vilja gefa gróðurhús í jólagjöf eigum vi traustu gróðurhús frá BACO, Englandi — og verðið er TAKARI.AUS I Sendum i póstkröfu Handíð Verslun meó tómstundavörur \LAUGAVEGI 168 REYKJAVÍK SÍMI 29595 /A 50. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.