Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 5
IT^jj Arrigo Ciprtani á Harry'i Bar ar hér á tali vifl gondóiamflara fyrir utan barinn. TH vinstri aáat anddyrifl á hótalinu Monaco. borða þríréttað með víni á Harry’s Bar. Það er um það bil tvöfalt dýrara en á öðrum ágætum matsöluhúsum Feneyja, sem lýst var í síðustu Viku. Mér var bent á að fá soðinn kola, sem ekki var á seðlinum, siðan margfrægt Osso Buco og loks Zabaglione i eftirrétt. Allt reyndist þetta eins bragðgott og unnt er að hugsa sér. Aðrir kunnir réttir á Harry’s Bar, sem ekki voru á boðstólum þennan daginn, eru „risotto di seppoline”, „carpaccio”- buff, hrá Parmaskinka, Feneyja-gæsa- lifur, „taglerini verdi”, „taglitelle gratin- ata”. Og svo má ekki gleyma söltuðu brauðinu úr hvítu og heilu hveiti. Sá ekki Soffiu Loren Ekki veit ég, hvort Soffia Loren var við eitthvert næstu borða. Ég er einstak- lega ómannglöggur og þekkti auðvitað engan. En ég átti þarna ósköp notalega hádegisstund, sem ég teygöi í hálfan þriðja tima. Arrigo Cipriani hafði auðvitað ekki hugmynd um, að ég hafði í huga að skrifa um staðinn, þegar hann kvaddi mig með virktum og óskaði mér góðrar heimferðar. Á flestum frægustu veitingahúsum heims er óþekkt fólk haft sem horn- rekur. En það er einmitt sérkenni Harry’s Bar, að allir eru jafnir í augum Arrigo Cipriani. Að lokum kemur hér mín uppskrift að „Osso Buco ,Riz Milanese”, en ég ábyrgist ekki, að hún sé hin sama og notuð er á Harry’s Bar: Osso Buco 1 kg kálfabógur sagaður i 5 sm þykkar sneiðar 1 dl hvítvín 1 dl soð (t.d. af teningi) 350 g saxaðir tómatar 1 lófi steinselja börkur af 1/2 sítrónu 1 hvítlauksrif 50 g smjör Brúnið bógsneiðarnar í smjörinu og komið þeim siðan fyrir upp á rönd í víðum og þungum potti. Hellið víninu á og látið sjóða í 10 mínútur. Bætið þá við söxuðum tómötum og síðan soði, þegar vökvinn hefur þykknað. Saltið og piprið lltillega. Sjóðið sneiðarnar samtals I 1,5- 2 klukkutíma, fyrsta klukkutímann undir loki. Blandið saman í svonefnt „gremolata”, það er steinselju, sitrónuberki og hvítlauk og dreifið á bógsneiðarnar um leið og þær eru bornar á borð. Riz Milanese Með þessu er eiginlega alltaf haft Milano-risotto alveg eins og á Harry’s Bar. Það er búið til eins og lýst var i Feneyjagreininni, sem birt var í siðasta tölublaði Vikunnar. Frávikin eru þessi: Eggjarauða og sitrónusafi eru ekki notuð. í stað þeirra eru notuð 3-4 saffrankorn (lengjur). Er þá einn bolli af soði lagður til hliðar 5 minútum fyrir lok suðu hrísgrjónanna. Saffrankornin eru mulin í duft og höfð í soðinu þessar 5 mínútur. Saffranblandaða soðið er svo siðasta „uppáhellingin” á hrísgrjónin, áður en osti og smjöri er blandað í þau. Jónas Kristjánsson I nœstu Viku: Andað að sér Feneyjum 52. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.