Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 31
Opnuptakat GEIMSTEINN 2JA ÁRA Hljómsveitin Geimsteinn hélt myndar- lega upp á tveggja ára afmaeli sitt í byrjun desember síöastliðins. Afmaelis- dansleikur var haldinn í félagsheimilinu Stapa í Ytri-Njarðvík og í lok hans leysti hljómsveitin alla gestina út með plötu- gjöfum. — Geri aðrir betur. Aðalmenn Geimsteins hafa frá upphafi verið Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir í Keflavík. Þau eru einnig aðaleigendur hljómplötuútgáfu með sama nafni. Aðrir sem starfa með hljóm- sveitinni um þessar mundir eru Sigurður Karlsson, Tryggvi Húbner, Finnbogi Kjartansson og Engilbert Jensen, gamall félagi Rúnars úr hljómsveitinni Hljómum. Á ferli sínum hefur hljómsveitin Geimsteinn sent frá sér þrjár LP plötur auk þess sem hún hefur komið fram með nokkur lög á #ðrum plötum. Fyrsta pl»tan bar nafnið Geimsteinn. Hún var hljóðrituð í New York og Milnchen í Þýskalandi á þeim tíma sem íslenskum tónlistarmönnum var enn gert kleift að leita út fyrir landsteinana með alla tæknivinnu við gerð hljóm- platna. Meðal þeirra sem komu fram á fyrstu Geimsteinsplötunni voru María og Rúnar, Þórir Baldursson og tveir náungar, sem áttu eftir að ná talsverðri frægð með diskóbylgjunni marg- umtöluðu. Þessir menn eru Mats Björk- lund gitarleikari og Keith Forsey sem leikur á alls kyns ásláttarhljóðfæri. önnur plata Geimsteins bar nafnið Geimtré. Meðal hljóðfæraleikara á henni voru Rúnar, María, Þórir, Gunnar Þórðarson, Björgvin Gíslason, Ragnar Sigurjónsson og fleiri. Geimtré hefur að geyma mörg ágæt lög: Þú ert eins og fagurt kvöld, Það var eitthvað við hana og Grjótaþorp eru dæmi um það. Síðastnefnda lagið söng Þórir Baldursson sjálfur. Hann var fyrr á árum vinsæll söngvari og gitarleikari með Savannatríóinu, en nú til dags er orðið æði sjaldgæft að heyra hann syngja. Þriðja Geimsteinsplatan var Geimferð. Þá voru gengnir til liðs við hljómsveitina þrír hljóðfæraleikarar, sem áður skipuðu hljómsveitina Júdas, þeir Finnbogi Kjartansson, Hrólfur Gunnarsson og Vignir Bergmann. Aðrir sem við sögu komu við gerð Geimferðar voru Björgvin Halldórsson, Reynir Sigurðsson og Sigurður Rúnar Jónsson. Hljómsveitin Geimsteinn hefur að undanförnu haft mikið að gera við spila- mennsku víðs vegar um landið. Þá brá hún sér vestur um haf tvisvar að minnsta kosti á nýliðnu ári og skemmti Bandaríkjamönnum og íslendingum búsettum vestra. 52. tbl. Vlkan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.