Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 39
Erlent: Umferðin 6. DESEMBER 1965 létust 125 manns í borginni Sotoubaua í Toga þegar tveir vöru- flutningabílar keyrðu á fullri ferð inn í hóp fólks sem dansaði á götum úti á þjóðhátið. 6. JANÚAR 1967 fuku tveir pallbílar, að mestu heimasmíðaðir, út af fjallvegi og fram af hengi- flugi með þeim afleiðingum að 84 farþegar fórust og 140 aðrir slösuðust. Þarna voru pílagrímar á ferð. Bílar þessir urðu þjóðar- hneyksli á Filippseyjum eftir þetta og þá sérstaklega með tilliti til þess að viku áður hafði einn slíkur keyrt af miklu afli á sjálfa forsetahöllina vegna þess afl bremsurnar biluðu og bensín- gjöfin festist í botni. 7. JÚLÍ 1973 drukknuðu 78 manns í Alcar á Indlandi þegar flóðbylgja skall yfir veg og fleytti rútubíl út i stórfljót um 100 mílur suðvestur af Delí. Aðeins 8 farþegar komust lífs af. Talið er að mögulegt hefði verið að bjarga fleirum ef fólkið hefði getað sætt sig við að nota sama reipið sem hent var út til þess. Það vildi fólkið ekki því það var ekki allt af sömu stétt. 13.JÚNÍ 1955 varð mesta slys í sögu kappakstursins í Le Mans í Frakklandi þegar kappaksturs- bíll þeyttist út af brautinni, á vegg, þeyttist þaðan upp í loft og sprakk yfir áhorfendapöllunum með þeim afleiðingum að 77 manns fórust, þar á meðal bílstjórinn sjálfur. Sá hét Pierre Levegh, franskur, og að rannsókn lokinni var það mál manna að hann hefði haft um tvennt að velja þessar örlagaríku sekúndur rétt fyrir slysið. Annað var að keyra niður félaga sinn sem var í bíl á undan, eða þá hitt að þeytast inn í mannþröngina. Hann valdi síðari kostinn. 10. MAÍ 1972 fórust enn 77 manns i Suður-Kóreu þegar rútubíll með 100 farþega, 45 fleiri en leyfilegt var, fór út af vegi og ofan í skurð. 1. NÓVEMBER 1965 fór stór rafmagnsstrætisvagn í Kaíró, Egyptalandi, út af sporinu á leið sinni yfir Níl og steyptist í ána. 74 fórust en 19 komust lífs af. 28. JÚLÍ 1974 létust 69 manns og 10 aðrir slösuðust mikið þegar þéttsetinn strætisvagn lenti í árekstri við fullhlaðinn vöruflutningabíl rétt utan við Belém í Brasilíu. 30. MAÍ 1962 dóu 69 manns i strætisvagnaslysi i Ahmadabad á Indlandi. 19. MAÍ 1975 létust 66 manns og 19 aðrir slösuðust þegar pallbíll hlaðinn fólki á leið í brúðkaup varð fyrir lest. Bíllinn var á leið yfir teinana þegar slysið varð. Þetta gerðist i Poona á Indlandi. 24. ÁGÚST 1960 fórust 60 manns þegar rútubíll fór fram af brú á Turvo ánni nærri Sao José do Rio Préto. 52. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.