Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 47
Framhaldssaga jakkann þegar Noel kom inn. Claire gat ekki annað en tekið eftir því hve ólikir þessir tveir menn væru. Noel var ekki lágvaxinn i raun og veru og þó að axlir hans væru grannar voru þær vel byggðar. Og þó virtist hann, þegar hann stóð við hlið Bruces, næstum því ótrú- lega grannur. Fagurmótað höfuð hans með þykku brúnu hárinu náði Bruce aðeins í öxl. Þó virtist hann einhvern veginn vera sterkari og litríkari. Claire var nú fyrst að gera sér grein fyrir sterkum persónuleika leikarans. Það var sem hann hefði það á valdi sinu að beita honum að vild sinni. Nú setti hann sinn eiginn svip á stofuna, það var ekki hægt annað en að taka eftir þvi. Og Bruce vissi það. Flann stóð eins og stórt naut, sem hefur veður af hættu, og beið. Noel kinkaði kolli og brosti. „Þetta er fallegt kvöld að aka heimleiðis,” sagði hann. „Já.” sagði Bruce aðeins. Og það, hugsaði Claire með sjálfri sér um leið og henni var skemmt, er það. Bruce hafði hins vegar auðsjáanlega hugsað sér að vera sá sem stæði með pálmann i hendinni. Áður en hún fékk nokkuð að gert greip hann hana allt í einu I fang sér og kyssti hana þéttings- fast á munninn. Þetta var langur koss og hún var að kafna þegar hann loksins sleppti henni. Svipur hans kom í veg fyrir að hún segði nokkuð um þessa hegðun hans. Henni virtist hún líka taka eftir undarlegu bliki I augum Noels, þegar augu þeirra mættust á eftir. Hann virtist þó ekki kunna að skammast sín. Claire virtist vera sú eina sem ekki var I fullu jafnvægi þegar hún fylgdi Bruce til dyra og bauð honum góða nótt í fljótheitum. Þegar hún sneri aftur til stofunnar hugsaði hún um hvers vegna Noel hefði ekki aðeins sótt hulstrið og farið síðan beint heim. Hann hlaut þó að taka eftir því á bókahillunni? Hann þurfti aðeins að taka það, setja það í vasann og halda síðan aftur heimleiðis. Hvers vegna tafði hann svona? Hann stóð þar sem hún hafði skilið við hann, með hendurnar í buxnavösun- um, starandi út um gluggann á tungl- skinslýstan garðinn. Aðeins andlits- svipur hans var breyttur, hann minnti hana á útlit hans þegar hún hafði komið fyrst í heimsókn til Hallethjónanna eftir að hann kom. Sígarettuhulstrið lá enn á hillunni við blómaskálina. Þegar hún tók það upp og rétti honum, var þetta sérstaka augna- ráð hans — ef hún hafði ekki ímyndað sér það — horfið. Hann virtist aðeins vera þreyttur og strekktur, og svo var eitthvað við munnsvip hans breytt. Hann leit niður á framrétta hönd hennar, tók við hulstrinu og stakk þvi í vasann. Síðan brosti hann dauflega og sagði: „Þakka þér fyrir. Þýðir þetta að ég eigi að hypja mig?” Claire roðnaði og flýtti sér að svara. Undir Afríku- himni „Auðvitað ekki.” Og hún benti í áttina að drykkjarvörunum. „Viltu fá þér...?” „Nei, þakka þér fyrir.” Noel virtist enn vera að biða og þetta daufa bros lék enn um varir hans. „Fáðu þér sæti.” Hvað vildi hann eiginlega? „Þakka þér fyrir.” Hún settist I hornið á sófanum og hann kom sér makindalega fyrir i stóln- um, sem hún hugsaði enn um sem Der- motts. „Ég þakkaði þér aldrei fyrir,” byrjaði Noel, „að gera mér þann smágreiða að bjarga lífi mínu.” Þegar hún hristi höfuðið bætti hann við:„Þú veist að þú gerðir það. Ég hefði látið lífið í þessari viðbjóðslegu holu ef ég hefði verið þar fimm minútum lengur. Það er ég alveg viss um." „Já — jæja, við skulum ekki vera að tala um það,” sagði Claire og neri saman höndunum í örvæntingu þar til hann beygði sig fram og greip um þær. „Þetta var eins og martröð,” sagði hún að lok- um. „Gleymdu þessu. Þetta hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir þig.” „Einnig fyrir þig,” sagði Noel hljóð- lega. „Fyrst að við erum nú farin að tala um martraðir, hefur þú fengið þína ný- lega?” „NéI,” svaraði hún, þvi að sannleik- urinn var sá að hana hafði ekki dreymt Dermott siðan Noel kom um nóttina. Hún gat þó ekki gleymt því þegar hann hafði haldið henní i örmum sér. Hún hafði aðeins verið i örþunnum náttkjól, og flestir karlmenn hefðu reynt að not- færa sér þessa aðstöðu á einhvern hátt. Hann hafði aldrei reynt neitt slíkt. Og það sem meira var. Hún hefði orðið feimin við flesta karlmenn eftir slíkt at- vik, en það var hún ekki nú. Hvað var það sem var svo sérstakt við Noel? Augu þeirra mættust og hann brosti til hennar á þann sérstaka hátt og hann var vanur að ætla systur sinni einni. Eins og svo oft áður virtist hann geta lesið hugsanir hennar og hann sagði: „Þú hefur kannski gaman af að vita að ég byrjaði leiklistarferil minn sem skrípa- leikari í fimmta flokks reviu í Mið-Eng- landi þegar ég var nítján ára gamall.” Hann sá að augu Claire urðu kringlótt af undrun og hló. „Þetta er satt, það get- urðu verið viss um. Svona er það oftar en þú heldur, sérstaklega ef maður hefur ákveðið að starfa við leikhúsið hvað svo sem það kostar. Og ég var ákveðinn. Þegar við urðum að leggja niður sýning- arnar ferðaðist ég með ferðaleikhúsi um sumarið.” Noel þagnaði og beygði sig áfram. Hann starði niður fyrir sig, eins og hann væri að velja næstu orð sin. „Klæðaherbergið var fremur frumstætt, svo að vægt sé að orði komist," hélt hann áfram. „Þegar við urðum að flýta okkur að skipta um föt urðum við að kasta þeim af okkur, þar sem við stóðum, án þess að taka tillit til þess hvort kvenfólk væri nálægt eða ekki. Þær gengu um misjafnlega fá- klæddar og ekki varð komist hjá þvi að reka sig utan í þær af og til.” Hann brosti og hristi höfuðið við minningarnar. — „Og maður lærði fljótt að halda að sér höndunum. Það var hreinlega ekki tími til annars." Hann leit upp og sá glettnislegt augnaráðhennar. „Og síðan?” spurði Claire. „Hvenær varðst þú — ?” „Eg komst að hjá útvarpinu. Þar var ég mjög heppinn. Fay þekkti einhvern, sem þekkti einhvern, og ég kom fætinum i neðsta þrepið. En hvað um það, það var ekki þess vegna sem ég kom hingað í kvöld. Eg skulda þér mikið, Claire, meira en þig grunar.” „En það er ég sem — ég hef verið þér öskureið oftar en einu sinni.” „Ég veit það. Eg býst líka við að ég hafiátt þaðskilið.” „Nei. Eða — alla vega —” hún þagnaði og þau hlógu bæði þegar spennunni létti. FUNA rafhitunarkatlar GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNAÐAR Rafbitunarkatlar af öllum stærðum moö og án npysluvatnsspírals. Gott vorð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftir1its og raffangaprófana ríkisins. Eingöngu framleidclir með fullkomnasta öryggisutbúnaði. 1 JglFUNA OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SÍMI 4454 S2. tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.