Vikan


Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 27.12.1979, Blaðsíða 51
vísnalagið sem hún hafði kennt henni, hiklaust eins og þaulvanur listamaður. Næsta lag sem hún lék endaði hún með þvi að renna hamrinum glæsilega eftir endilöngu nótnaborðinu. Og hún fékk stórklapp. I næsta lagi gekk hún alveg fram af sér, virtist missa alla stjórn á laginu og lauk hún öllum hamagang- inum þannig að sylófónninn datt á gólfið í þessari ofsalegu túlkun. Risu þá allir viðstaddir úr sætum og klöppuðu Láru lof í lófa. Hún endaði þetta pró- gram sitt með því að leika þjóðsönginn. Nú reis harmoníkuleikarinn úr sæti sinu. Hann virtist lítt hrifinn af að eiga að feta í fótspor þessa vinsæla „lista- manns”. Hann reyndist hafa fulla ástæðu til að kvíða því! Hann var varla byrjaður að spila, þegar öskur Láru kæfðu iag hans gjörsamlega og allt fór á sömu leið og í fyrra skiptið. Hann yppti því öxlum og gekk aftur til sætis síns. Og enn tók Lára að sér skemmtiatriðið og lék að þessu sinni á munnhörpu. Síðari helming prógrammsins átti Lára að syngja með píanóundirleik Rowenu, en sökum þess hve ókurteis hún var gagnvart kollegum sínum greip Rowena til þess óyndisúrræðis að loka hana inni í lesstofu Andrésar frænda, þangað til að henni kæmi. En nú vildi svo illa til, að lesstofan var ekki hljóðhelt herbergi og ekki voru hin fyrr tekin til við tónlistina að nýju en hún tók að ýlfra svo ámátlega að einhver sá aumur á henni og hleypti henni út. Rowena gerði nú síðustu tilraun til að siða Láru og hafa hemil á henni með því að láta hana sitja við hlið sér og skipaði henni harðri hendi að sitja á strák sinum og hafa sig hæga. En ekki tók þá betra við. Hún fór að gráta og tárin streymdu niður andlit hennar. Gestirnir tóku nú að biðja henni vægðar og hinir listamennirnir leyfðu henni góðfúslega að láta til sin taka að nýju. Kvöldið endaði svo meö samsöng allra, og er víst óþarfi að geta þess að þar komst enginn í hálfkvisti við Láru hvað hávaða snerti. Dag nokkurn var Rowena að róa að gamni sínu yfir vatnið, en Lára synti í ótal hringum i kringum bátinn. Á vatns- bakkanum fyrir handan vatnið fór Rowena í land til þess að tína sér villtar jasintur, en Lára lá í grunnsævinu og horfði á eftir henni. En þá leit Rowena hana í síðasta sinn. Hún kom ekki heim um kvöldið. Þær frænkur gátu aldrei ráðið gátuna um hvarf hennar. En með henni hvarf Rowenu gáfaðasti vinur, sem hún nokkru sinni eignaðist í ríki dýranna. Endir haldið fyrir framan hana. Annar aðdá- andi sendi henni dálítinn sylófón (en á því hljóðfæri eru mismunandi langar tréplötur úr hörðum viði, sem slegið er á). Lára lærði brátt að halda slag- hamrinum milli tannanna og slá á þá nótu sem Rowena benti á. Og þá má heita að friðurinn hafi verið alveg úti í litla húsinu hjá þeim frænkum. Vinir, sem komu í heimsókn virtust hafa mestu ánægju af að heyra þessa selstónlist og grunaði þær frænkur að sumir kæmu jafnvel eingöngu til að heyra Láru leika listir sínar. „Hvar er hún?” var ævinlega það fyrsta sem gestur spurði þegar hann kom inn úr dyrunum. Stundum var þá svarað: „Úti á vatni.” „Já, en er ekki hægt að sækja hana?” Þá var labbað niður að vatninu og bar gesturinn þá lúður Láru. Rowena kallaði þá á hana og eftir andartak var hún komin á land, himinlifandi yfir þvi að fá að blása í lúðurinn og láta einhvern halda honum fyrir sig, og þá stóð ekki á því aðhún tæki lagið. Frændi Rowenu einn, sem bjó nálægt borginni Aberdeen, hafði þá venju að hafa einu sinni í mánuði skemmtikvöld heima hjá sér, sem eingöngu var helgað tónlistinni. Hann fékk nú þá flugu að Lára skyldi leika þar listir sínar sem einn af skemmtikröftum kvöldsins. Þannig vildi það til að þær Lára og Rowena fóru i ferðalag til Andrésar frænda og komu þangað á tilteknu kvöldi. Rowenu var satt að segja um og ó þegar Lára vaggaði á eftir henni inn í dagstofuna. Dagskráin var þessi: Fyrst átti kunn söngkona að láta til sín heyra, síðan harmoníkuleikari og að lokum Lára. Fyrsti listamaðurinn stillti sér nú upp við flygilinn, brosti yndislega til áheyrenda og hóf sönginn af miklu öryggi. En hún hafði ekki sungið nema örfáar nótur þegar hið óhjákvæmilega gerðist: Lára tók lagið fullum hálsi úr dýpsta bassa upp á selanna háa C. Og svo mikill var hávaðinn að heill kór hefði ekki haft roð við henni. Söngkonan sá þann kost vænstan að gefast upp gegn ofureflinu. Það þarf varla að taka það fram að áheyrendur ætluðu að springa af hlátri. Þegar loks eftir langa mæðu nokkurt hljóð var aftur komið á í stofunni stakk einhver upp á því að rétt væri að leyfa Láru að leika listir sínar fyrst en láta svo hina mannlegu listamenn reka lestina. Þannig gæti hún losað sig við tjáningar- þörf sína og myndi þá ef til vill verða líklegri til aö fallast á að hlusta á hina á eftir. Tveir hraustir karlmenn lyftu nú Láru upp á flygilinn, svo allir gætu sem best séð listamanninn, og stilltu sylófóninum fyrir framan hana. Rowena tók sér stöðu fyrir framan sylófóninn tilbúin að benda á þær nótur sem hún ætti að slá á, ef svo ólíklega kynni að fara að hún yrði taugaóstyrk og færi út af laginu. En þessi varúðarráðstöfun reyndist algjörlega óþörf. Lára tók við hamrinum af Rowenu og hamraði í gegn fyrsta 5Z. tbl. Vikansi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.