Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 19
Húsagarður í húsagarði á að vera allt sem tilheyrir þjónustu: Bakdyrainngangur, snúru- staurar, sorptunnur, grænmetisgarður, safnhaugur, e.t.v. blómarækt til afskurðar, gróðurhús, berjarunnar og fleira. Það er um að gera að koma öllu þessu sem haganlegast fyrir á sama stað á svæði, sem við köllum húsagarð — þannig að við eigum stærsta og besta svæðið eftir fyrir einkagarðinn. Einkagarðurinn Skipulag einkagarðsins er best að gera út frá húsinu sjálfu. Hér þarf að vera sem nánast samband húss og garðs. Við opnum húsið út í einkagarðinn og færum hreinlega gluggatjöldin út að lóðarmörkunum, þar sem umgjörð garðsins er, þannig að úti og inni renni bókstaflega hvað í annað. Best er að skipuleggja þennan garð- hluta utan um ákveðið afmarkað útsýni frá húsi út í garðinn. Hápunktur þessa útsýnis þarf að hafa þungamiðju, aðal- atriði úti í garðinum, eitthvað sem ber af öðru, t.d. blómabeð. steinhæð, fristand- andi tré, stein, tjörn, fuglabað, laufskála, listaverk, eða eitthvað sem nýtur sín án þess að önnur jafnsterk atriði keppi við. það og dragi þannig út áhrifum þess. Hér stuðla línur garðsins að þvi að beina athyglinni að aðalatriðinu, þvi tilhneiging augans er að fylgja linum. Umgjörð garðsins þarf að gefa góðan bakgrunn, til þess að hægt sé að njóta Oplnn cjÖLugcir<b> þess sem er innan garðsins ótrufluð af því sem er utan hans. Semsagt, við njótum smáatriða nœrútsýnisins innan garðsins, njótum gjarna fjœrútsýnisins (landslagsins) yfir garðumgjörðina, einfaldleikans þar sem smáatriðanna gætir ekki lengur og skermum af milliútsýnið sem ekkert er varið i — þ.e. umferðina og okkar elsku- lega nágranna, af því að við viljum hafa heimilið okkar út af fyrir okkur. Að sjálfsögðu eru aðstæður misgóðar til þess að þið getið fært ykkur þessar ráðleggingar i nyt, en ég er jafnviss um, að þær hjálpa við hvaða aðstæður sem er. Nú er bara að fá sér pappír, mjúkan blýant og hreinsistrokleður. Nota mæli- kvarðann einn á móti hundrað (1 cm á pappírnum = 100 cm í garðinum) eða einn á móti fimmtíu (2 cm á pappírnum = 100 cm í garðinum) og hefjast handa með garðskipulagið. Byrjið stórt og gróft, takið alla lóðina fyrir í einu, fyllið siðan inn með smá- atriðunum á eftir. Verið ófeimin við að nóta blýantinn og strokleður á víxl. Linur og form skapa hugmyndir. 1 þeim greinum, sem hér eiga eftir að birtast, fáið þið svo frekari upplýsingar um efni garðsins og er þá vert að gefa gaum stærðarhlutföllum þess í skipulagsmyndinni. Gangi ykkur vel! Jón H. Björnsson. r 21. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.