Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 23
Copyright 1979 by Avery Corman. Sjötti hluti Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttír Avery Corman unk inn í kynfæri hennar. Hann fékk fullnægingu næstum um leið. — Fyrirgefðu, sagði hann. — Það er svo langt síðan ég hef gert þetta. — Þaðeralltílagi, sagðihún. Og fjarna lágu þéfi þétt saman í mjóu rúminu undir laki og í næsta rúmi hraut barnið. Ted beið, reyndi svo aftur en það brakaði í rúminu. Billy hreyfði sig í svefninum og hún var búin að fá nóg af eyjarrómantíkinni á þessu kvöldi. — Liggðu kyrr, sagði hún og lagfærði föt sín sem hún hafði aldrei fullkomlega farið úr. Hann fór í þau föt sem hann hafði farið úr og vegna þess að „þú fylgir kon- unni heim” gekk hann þögull heim með henni. Partíið var enn á fullu. Hann kyssti hana. Hún kyssti hann hirðu- leysislega á móti og fór inn. Fimm mínútum seinna var hann kominn upp í rúmið við hliðina á Billy. Þau mættust á götunni næsta dag, heilsuðust en litu niður. Samband þeirra hafði ekki haft mikla þýðingu, varla tjaldað til einnar nætur. Cynthia hafði þó verið honum nokkuð meira en hann óskaði eftir, þó hann myndi varla nafn hennar. Hún var fyrsta konan sem hann hafði verið með síðan hann kynntist Jó- hönnu. 1 næsta skipti mundi honum ganga betur, hann mundi geta sýnt ofur- litið meiri ástúð, tekið dálitið meira tillit — en það þyrfti að vera einhver önnur. Ekki Jóhanna. Aldrei aftur Jóhanna. Hann hafði forðast að komast að þessari niðurstöðu en nú var henni náð. Konan hans var farin frá honum og ef konan þín fer frá þér kemur að því fyrr eða síðar að þú verður að fara að fást við aðrar konur. Hann var einhleypur á ný. Hafi hann haft tilhneigingu til að álíta að hann þyrfti ekki annað en að birtast í einhverju partíinu til að fá sér rúmfélaga fékk hann þveröfuga reynslu i hanastéls- boðinu sem hann fór í um næstu helgi, þar sem enginn skipti sér af honum. Það var sama sagan með næstu helgi og á verkamannadaginn. Meðan allir voru á iði til að næla sér í einhvern stóð hann einn á stígnum í rökkrinu með glasið sitt í hendinni og horfði á fólkið sem var á leið í heimapartí. Hann ávarpaði glæsi- legustu stúlkuna sem hann hafði séð vik- um saman, hún var í hvítum kjól og hann sló henni gullhamra fyrir fegurð- ina. Hún brosti elskulega en var á leið í partí. Hann gat ekkert farið. Hann horfði á eftir henni og hann vissi að hann mundi aldrei sjá hana aftur af því að hann átti fjögurra ára dreng heima sem var nýbúinn að kasta upp á stofu- gólfið og lá nú fyrir í herberginu sínu. Svo að pabbi hans gat ekki farið og elst við draumadísir í hvítum kjólum. Hann horfði á fólkið á leið í síðustu partí sumarsins, hann öfundaði það af frjáls- ræði sínu. Það hafði ekkert að hugsa um nema sjálft sig meðan hann gat ekki einu sinni leyft sér að fara í gönguferð. — Hvernig líður þér, litli minn? — Égerveikur, pabbi. — Ég veit það. Ég held að þú hafir borðað yfir þig af poppkorninu heima hjá Joey. — Reyndu að sofna, elskan. Á morgun er síðasti dagurinn okkar hér, við verðum að skemmta okkur. Við skulum byggja glæsilegasta sandkastala sumarsins. — Égvilekkifaraheim. — Það er farið að hausta. Og haustið er stórkostlegt I New York. Farðu nú að sofa. — Sittu hjá mér, pabbi. Þangað til ég sofna. — Allt í lagi, vinur minn. — Ég borðaði of mikið af poppkorni heima hjá Joey. Síðasta daginn í CHEZ GLORIA gat Ellen, ritstjórinn sem hafði ekki hitt neinn allt sumarið, ekki risið upp úr stólnum sínum. Geðlæknirinn, George, fagmaðurinn á staðnum, sagði að Ellen væri mjög næm manneskja og hefði orðið fyrir neikvæðum áhrifum 4. júlí, þegar fyrrverandi sambýliskona hennar gat ekki heldur risið úr stólnum. Þetta varð ein vinsælasta sagan á Fire Island, hún gekk munn frá munni þvi að tvö taugaáföll í sama húsi voru eins- dæmi á einu og sama sumrinu. Þetta var ömurlegur leikur sem Ted var nú aftur orðinn þátttakandi í. Kann- ski hefði honum getað verið lokið þarna á Fire Island en hann vissi að líf hans yrði nú að vissu leyti eins og framleng- ingá þessu sumri. NlUNDI KAFLI Skilnaðurinn tók sjö mínútur. Yfir- heyrslurnar fóru fram á skrifstofu dóm- arans. John Shaunessy, lögfræðingur og knattspyrnuhetja, kaus hinn gullna meðalveg. Nokkrar skriflegar, eiðfestar yfirlýsingar, eiginkonan kom ekki með neinar kröfur, læknisvottorð um tauga- veiklun eiginmannsins. Ted fékk nokkrar prentaðar spurningar sem hann svaraði. Hann skrifaði að þetta hefði verið erfið reynsla og dómarinn virtist ekki hafa mikinn áhuga á málinu. Honum var dæmdur skilnaður og um- ráðaréttur yfir barninu vegna grimmi- legrar og ómanneskjulegrar hegðunar sem gerði frekari sambúð ómögulega. 21. tbl. Vlkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.