Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 25

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 25
—Ég hugsa stanslaust um Thelmu, sagði Charlie og fór að gráta. Ted studdi hann áfram og fannst hann það skýr í hausnum að hann stakk upp á að þeir fengju sér hestaskálina á Emerealdbarnum sem bauð upp á viski og sóda á 85 cent. Charlie gerði tilraun til að sofna fram á borðið. Ted dró hann út og fór með hann heim. Svo reyndi hann að manna sig upp svo að barnfóstr- an tæki ekki eftir neinu þegar hann kæmi heim. Hann kvaddi hana með því að þakka henni fyrir yndislegt kvöld. Hann hafði sagt því fólki sem hann umgekkst mest frá lögskilnaðinum. Og honum fannst að hann ætti að láta Jó- hönnu vita. Þegar réttarhöld hófust fékk Ted heimilisfang hennar hjá foreldrum hennar, pósthólfsnúmer í La Jolla, Kali- forníu. Hann ætlaði aðsenda henni afrit af skilnaðarplöggunum. Kærleiksböndin höfðu ekkert styrkst á milli þans og fyrr- verandi tengdaforeldra. Þau komu aftur til New York en höfðu lítið við HANN að tala. — Spurðu Hann hvenær við eigum að koma heim með drenginn, sagði faðir Jóhönnu. Ted langaði til að vita hvort þau hefðu frétt eitthvað af Jóhönnu og móðir hennar svaraði: — Ef Jóhanna kýs að upplýsa þig um hvað hún hyggst fyrir er hún orðin nógu gömul til að gera það sjálf. Ted þóttist kenna nokkurs fjand- skapar i garð Jóhönnu og grunaði að þau vissu ekki sjálf hvað hún hugðist fyrir. Thelma, sérfræðingur hans í sálfræði sem hafði sjálf verið í meðferð í sjö ár, sagði að Jóhanna væri sennilega líka að gera uppreisn gegn foreldrum sínum og sennilega vissu þau jafnlítið um hana og Ted. Og hún áleit að það væri þess vegna sem hún lét Ted um að segja þeim frá brotthlaupinu. — Þér væri nær að hafa áhyggjur af þinni eigin sálarheill, sagði Thelma. — Það er rétt hjá þér. Til fjandans með hana! — Ég á ekki við það. Ég held að þú ættir að reyna meðferð. Langar þig ekki til að skilja af hverju þú varðst fyrir þessu? — Spurðu Jóhönnu. — En þú átt þarna lika hlut að máli, Ted. Hvers vegna ferðu ekki til sál- fræðings? — Nei, ætli ég láti það ekki vera. Það er hvort sem er orðið of seint. Hann sat með skilnaðarplöggin fyrir framan sig og samdi bréf I huganum til Jóhönnu. — Þér er frjálst að gifta þig, Ijúfan. Hvort sem er I Nevada eða New York. Nei, þetta var of barnalegt. Mér fannst að ég ætti að láta þig vita hvernig okkur líður um leið og ég sendi þér þetta. Sérstaklega Billy. Nei, hún hafði ekki spurt. Hann ákvað að stinga plöggunum í umslag og senda þau án nokkurrar athugasemdar. Þau töluðu hvort sem er sínu máli. Þegar þau voru saman höfðu þau talast við með augum, snertingu og orðum — nú töluðust þau við með skilnaðar plöggum. Eoreldrar Teds létu loks verða af þvi að koma til New York, tvær sílspikaðar og sólbrenndar manneskjur. — Drengurinn er svo magur, sagði móðir hans. — Hann er hraustur. Þetta er bara vaxtarlag hans. — Ég veit hvenær barn er magurt. Ég rak nú ekki matsölu til einskis. Þau ákváðu að „sú pólska” gæfi honum ekki nóg að borða. Þau höfðu hitt Ettu og heilsað henni með sömu kurteisi og búðarsendli. Dóra Kramer ákvað að hefja eigin herferð með því að fylla ísskápinn af steikum og kjúklingum sem hún eldaði síðan sjálf og Billy neitaði að borða. — Ég skil ekki matarvenjur hans. — Reyndu pizzu, sagði Ted. — Billy, finnst þér ekki steikin hennar ömmu góð? — Nei, amma. Það er svo erfitt að tyggja hana. Ted langaði mest til að faðma hann að sér. Kynslóðir höfðu orðið að þola mauksoðna matinn hennar Dóru Kramer og það var bara sonur hans, William, sem þorði að standa uppi í hárinu á henni. Billy bauð góða nótt og hafði ekki einu sinni gert tilraun til að leika sér að risapússluspilinu sem afi og amma höfðu fært honum — enda hefði það jafnvel reynst 10 ára barni of erfitt. — Einnst þér ekki gaman að pússlu- spilinu sem amma keypti handa þér? — Nei, amma. Það er of erfitt að tyggja það. Eftir að fullorðna fólkið var orðið eitt gat það talað opinskárra og Dóra sneri sér að mikilvægari hugðarefnum. — Hún er ekkert sérlega hreinleg, þessi Etta. — Það er allt í lagi með hana. Þetta gengur bara vel hjá okkur. Hún svaraði þessu ekki. Foreldrar Jó- hönnu frá Boston og foreldrar hans frá Flórída áttu eitt sameiginlegt: Þau voru ákveðin í að dæma hann óhæfan. Hann ætlaði sér ekki að taka þvi þegjandi og hljóðalaust. — Billy er dýrlegur drengur, mamma. — Hann er eitthvað svo dreymandi i augunum. — Ég held að hann sé hamingju- samur, þrátt fyrir allt. — Hvað heldur þú, Harold? spurði hún. — Já, hann er of magur, sagði Harold. Þau voru á förum og Dóra leit í kringum sig I íbúðinni í siðasta sinn. — Þú ættir að breyta ibúðinni. — Hvaðeraðhenni?spurðiTed. — Þetta er hennar ibúð. Ég er alveg hissa á að þú skulir ekki losa þig við sumt af þessu dóti. Þau höfðu keypt nútima húsgögn í ljósdröppuðum og brúnum litum, sænskan sófa, gluggatjöld með ind- versku munstri í dagstofuna, borð úr grófum viði í borðkrókinn — þau voru smekkleg en kannski ekki alveg samkvæmt smekk Teds sjálfs sem var fremur óákveðinn. Það var aðallega Jóhanna sem tók svona ákvarðanir. Honum hafði bara aldrei dottið í hug að breyta því eftir að hún fór. — Eöa þá þetta! „Þetta” var stór, svartur keramik- öskubakki sem foreldrar Jóhönnu höfðu gefið þeim. — Hvaðhefurðuviðþettaaðgera? — Þakka ykkur fyrir komuna, sagði hann. Ted var með höfuðverk eftir að þau fóru. Hafði móðir hans rétt fyrir sér, varðandi ibúðina? Var hann svo at- kvæðalítill að hann lét bara allt yfir sig ganga án þess að breyta því sem hann ætti að breyta? Ætti hann að breyta íbúðinni? Ibúðinni hennar? Mundi það ekki hafa slæm áhrif á Billy? Eða notaði hann Billy bara sem afsökun í þessu sambandi? Hann tók öskubakkann sem í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, HAMBORGARA, PYLSUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI. Lítiö inn í ísbúðina að Laugalæk 6, og fáið ykkur kaffi og hressingu, takið félagana meö. Opið frá kl. 9-23.30 Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni TTTTTT LAUGALÆK 6 SIMI 34SSS D 21. tbl. Vikan zs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.