Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 29

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 29
20. Hótel KEA á Akureyri Setið að snæðingi á KEA: Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs og Þorsteinn Bjarna- son fulltrúi hjá Samvinnutrygging- um. Ljósm: G.S. var ofnbökuð kartöflustappa. Ofan á var ferskt grænmeti, sneiðar af gúrku og tómati og steinseljugreinar, sem gerðu þetta að fallegum rétti. Verðið var 4.630 krónur. Graflax Graflaxinn var fremur óvenjulegur, örlítið reyktur á bragðið, nokkuð góður, en ekki eins og i Holti eða á Sögu. Rjómuð sinnepssósan var óvenju mild og óvenju litið sæt, semsagt óvenju góð. Með graflaxinum fylgdi að venju ristað brauð með smjöri. Verðið var 3.200 krónur sem forréttur. Steikt ýsa Steikt ýsuflök St. Germain voru á matseðli dagsins. Þetta var ferskur og góður fiskur í mátulegum steikarhjúp. Með honum var borin frant mjög góð og mild béamaise-sósa, hvítar kartöflur, tómatsneiðar og steinseljugreinar. Ennfremur tvær léttar og fínar tartalett- ur, önnur fyllt dósagrænmeti og hin dósaspergli. Verðið var 6.250 krónur að súpu. eftirrétti og kaffi inniföldu. Kjúklingur Kjúklingurinn var á matseðli dagsins. Hann var ekki ofeldaður að ráði, meyr og góður. Með honum fvlgdu hæfilega litið soðin og stinn hrisgrjón, tómatsneiðar, ofsoðið brokkál og ferskar steinselju'gr'eirt&r. Efirtttehiur góður maís, sem gæti hafa verið ferskur. Einnig hræðilegar, franskar kartöflur. brenndar og grautlinar. Loks karríkrydd- uð hveitisósa, sem var frambærileg sem slík. Verðið var 8.700 krónur að súpu, eftirrétti og kaffi inniföldu. Lambakótilettur Lambakótilettur Hongroise á fasta- seðlinum voru ákaflega góðar, bleikar og meyrar, vel fituskornar. Ferskt rósakálið var gott, sem og blaðsalatið, steinseljan og tómatbátarnir. Frönsku kartaflanna hefur áður verið getið. Óþarft var skinkujukk með mjög snörpu skinku- bragði. sem spillti heildarbragði réttar- ins. Verðið var 6.450 krónur.' Turnbauti Turnbauti Béarnaise var hrþsfcíktur, en blóðlaus, hæfilega.ltrið kíydd^ður og bragðgóður. Béarnaise!sósá$'Víafr mild og mjúk sem fyrr segir, með þeim betri, sem ég þef fengið hér á landi. Hrásalatið var óvenju gott, að mestu úr blaðsalati og tómatsneiðum og með sinnepssósu. Gulrætur og ristaður spergill voru úr dós. Frönsku kartöflurnar voru vondar sem fyrr segir. Blómkálið var ofsoðið, en steinseljugreinarnar voru ferskar. Verðið var 8.950 krónur. Jarðarberjafromage Jarðarberjafromage var borið fram með þeyttum rjóma . og dósaþerjum. alveg framþærilegur eftirréttur, sem fylgdi í verði rétta dagsins. ís ls Jýlelba með ffcrs|fju úr dós og jarðar- berjasosu vár ósköþ venjulegur. Verðið var 1.170krónur. Kaffi Kaffið á KEA var gott og borið fram með óblönduðum rjóma. Það var innifalið í verði rétta dagsins. Vín Vínlistinn á KEA er lélegur. Helst er hægt að benda þar á Chablis og Bernkasteler Schlossberg af hvítvínum, Chateauneuf-du-Pape og Chiante Antinori af rauðvínum. I heild sýndi matreiðslan á KEA virðingu fyrir hráefnum. Maturinn var hóflega kryddaður og sósur voru yfirleitt mildar og léttar í maga. Ánægjulega mikið var af fersku grænmeti, en samt var of mikið af dósagrænmeti. Frönsku kartöflunum skulum við gleyma sem fyrst. Meðalverð þriggja rétta máltíðar með kaffi á matseðli dagsins var 7.500 krónur. Meðalverð niu forrétta og súpa var 2.800 krónur, nítján aðalrétta 6.600 krónur og fjögurra eftirrétta 1.100 krónur. Þriggja rétta máltíð af fastaseðli ætti því að kosta 10.500 krónur og 12.500 krónur að hálfri vínflösku og kaffi meðtöldu. Veitingasalur Hótels KEA er í svipuðum verðflokki og Versalir i Kópa- vogi, ódýrari en hótelsalir Reykjavikur. Hótel KEA fær sjö í einkunn fyrir matreiðslu, sjö fyrir þjónustu, þrjá fyrir vínlista og sjö fyrir umhverfi og andrúmsloft. Vegin meðaleinkunn staðarins er sjö. Akureyringar geta því farið út að borða fyrir sanngjarnt verð. Jónas Kristjánsson 1 næstu Viku: Staðarskáli í Hrútaflrði Einkunnir nokkurra veitingahúsa Marg- feldi Saga Loft- leiðir Holt Naust Hornið Stillholt Bautinn Laugaás Versalir (Akranesi) (Akureyri) Hótel KEA Matur X5 8 6 9 4 6 7 7 7 5 7 Þjónusta X2 9 6 7 9 8 6 8 6 X 7 Vínlisti XI 6 6 6 4 X X 7 X 3 Umhverfi X2 7 7 7 9 8 7 8 8 4 7 Samtals XIO 78 62 79 60 62 61 74 63 33 66 Vegin meðaleinkunn Meðalverð aðal- rétta í krónum: 8 8.500 6 8.300 8 8.100 6 8.000 6 3.600 6 3.600 7 6.900 6 4.100 3 4.200 7 6.600 21. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.