Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 30

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 30
Draumar Burðaðist með merktan legstein Kæri draumráðandi. Mér fannst ég koma að neðra hliðinu á Fossvogskirkju- garði. Þar fyrir utan stendur maður og bíll. Maðurinn er að burðast með legstein sem Skop merktur er nafni konunnar hans og öðru nafni sem ég náði ekki að festa í minni. Svo verður mér litið á bílinn og verð hissa því hann er allur I sárabindum. Og ég hugsaði um leið: Sá hefur þurft að hafa fyrir að koma með legsteininn á gröfina. Ein dreymin Eitt af aðalatriðum við ráðningu draums þessa er nafn konunnar, sem skráð var á legsteininn. Það getur þú því miður ekki um í bréfinu og gerir það mun erfiðara um vik við ráðninguna. Nýr legsteinn í draumi er yfir- leitt talinn tákn þverstæðna í til- verunni og eru því öll smáatriði draumsins mikilsverð við ráðningu. Margt bendir til að maðurinn í draumnum verði fyrir miklu mótlæti og hætt við að aðrir verði til þess að uppskera það sem hann hefur sjálfur sáð. En sem áður segir eru nöfnin á legsteininum þungamiðja draumsins og því erfitt að slá einhverju föstu um ráðninguna án þeirra. I trjágarði vestur á fjörðum Draumráðandi Vikunnar. Ég sendi þér draum sem mig langar sérstaklega til að fá ráðinn. Ég vona því að þú sjáir þér fært að ráða hann sem fyrst fyrir mig. Mér fannst ég vera stödd I trjágarði sem er við gamalt timburhús vestur á fjörðum. Ég var stödd þarna I garðinum ásamt manninum mínum og syni okkar. Mér fannst vera búið að fella gamla fallega reynitréð, en tréð sá ég hvergi. Upp úr jörðinni stóð einungis u.þ.b. metra stór partur af stofninum, innsviðnaður, svartur af fúa og Ijótur. Mér var ætlað að vinna þarna ákveðið verk og það var að losa stofninn upp úr jörðinni. Einhver, sem ég veit ekki hver var, stjórnaði verkinu, sem mér fannst ógeðfellt og var mér mjög á móti skapi. Ég gróf holu allt I kringum stofninn. Hún varð 2ja metra djúp og innan við metri í þvermál. Ég tók stofninn og lyfti honum og fann þá mér til undrunar að það voru engar rætur heldur var hann eins oggirðingarstaur sem hefði verið rekinn þarna niður. Ég lét stofninn falla aftur ofan I holuna. Þó að holan yrði 2ja metra djúp fór ég aldrei ofan I hana, ég gróf þetta án þess að mér fyndist þetta tiltakanlega erfitt verk. Allan tímann sem éggróf stóð maðurinn minn fyrir aftan mig en sonur minn við hægri hlið mína og höfðust þeir ekkert að. Meðan ég vann verkið tók ég eftir að grasið var grænt og allur gróður grænn og gróskumikill, eins og um sumar væri, en þegar verkinu var lokið var grasið eins og sina og kominn snjór á jörðina. Það snjóaði þó ekki og verkið tók aðeins skamma stund. Ég fór síðan allt í einu að bera snjó ofan í holuna og þá fór sonur minn að aðstoða mig, hann var þó alltaf hægra megin við mig. Við bárum snjó af miklum móði og fannst mér það eiga að blekkja þann sem stjórnaði verkinu, ég vildi láta hann halda að ekki væri hægt að losa tréð. Ég tróð snjónum meðfram trjábolnum en hvernig sem við bárum snjó að fannst mér aldrei hægt að fylla holuna meira en svo að 30 sm borð væri á henni. Það skiptir mig verulegu máli að fá þennan draum ráðinn og vona því að hann hafni ekki í ruslakörfunni. H.H. Hvað þennan draum varðar eru möguleikar á þremur mismun- andi merkingum og erfitt fyrir draumráðanda að vita hver er hin rétta vegna vöntunar á ýmsum upplýsingum. Draumurinn gæti verið fyrir dauða þess manns sem í upphafi gróðursetti umrætt tré og nafn sonar þíns virðist fremur undir- strika þá ráðningu. Nafn hans táknar yfirleitt dauða i draumi og fer síðan merkingin að öðru leyti eftir öðrum atvikum draumsins. Hins vegar getur einnig verið um tákndraum að ræða, sem einungis snertir þig og fjölskyldu þína. Þar mun merkingin tengjast erfiði og basli sem þó er varla langvarandi. Fjárhagurinn kemur þar nokkuð glögglega inn í ráðninguna og einnig ákveðin tákn um að ekki sé allt sem sýnist á öðrum sviðum. Mikil- vægast mun reynast að koma fram af hreinskilni og öll leyndarmál ykkar á milli geta valdið stórtjóni á sambúðinni. Takist þér að forðast áðurnefnd sker leysist annað líkt og af sjálfu sér. Þriðji möguleikinn bendir til andláts einhvers í fjölskyldu þinni, en hann er ólíklegastur og lítil ástæða til að telja hann líklegri en hina tvo fyrri kosti. En sem fyrr segir vantar ýmis- legt sem skiptir máli í ráðningu, svo sem nafn eiginmannsins og tengsl ykkar við þann sem góðursetti tréð í upphafi. Það er ekki hægt að sjá allt fyrir! Mundu svo að gefa honum strax eftir veðurfregnirnar og svo aftur þegar Kastljós byrjar. 30 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.