Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 39

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 39
mínu. Forvitnir vegfarendur færðu sig nær og ég sá fjöldann allan af andlitum umhverfis mig, hvert með sínum svip. — Menning er ræktun andans! Það má ekki rugla henni saman við siðmenningu sem byggist meira á gildandi lögum í samfélaginu á hverjum tíma. Siðmenntaður maður þarf ekki endilega að vera menningarlega sinnaður — alls ekki! Menningu okkar hefur verið mikil hjálp í sögu- heimspeki Herders svo ekki sé minnst á kenningar rómantíska skólans um uppsprettu menningarinnar. í framhaldi af þessu er ekki úr vegi að minnast örlítið á Nietzsche... Ég hélt áfram að kryfja menningarrætur þjóðarinnar og minntist bæði á sögulega efnis- hyggju og nokkur líffræðileg vandamál auk margs annars sem of langt mál væri að fara út í hér. Þegar hér var komið sögu hafði áhorfendunum fækkað til muna, mál mitt hafði líkast til verið of flókið fyrir sauðsvartan almúgann, of menningarlegt fyrir fólkið. Að lokum voru engir eftir nema fréttamaðurinn og myndatökumaður hans. — Vonandi hef ég gert ykkur ljóst hvað menning í raun og veru er, klykkti ég út með bros á vör. — Þakka þér kærlega fyrir, sagði fréttamaðurinn, — þetta var aldeilis ágætt hjá þér. Þú getur heyrt og séð sjálfan þig í fréttatímanum á laugardaginn. Ég færði hattinn aftur á hnakkann og gekk heim á leið með medisterpylsurnar hennar Maríönnu. — Voðalega varstu lengi að þessu, sagði hún. — Ég sagði nokkur orð í sjónvarpið svona í framhjáhlaupi, þeir vildu vita hvað menning væri. — Nú, hver gat svarað þvi? — Þú kemst að því á laugar- daginn. Ég hélt tíu mínútna fyrir- lestur um efnið. Ef þú hefur ekki vitað áður hvað menning er þá kemst þú að því á laugardaginn, og ekki bara þú heldur öll þjóðin eins og hún leggur sig. — Vertu nú ekki með þetta rugl, sagði Maríanna. — Hvað kostuðu medisterpylsurnar annars? Laugardagurinn rann upp og við hjónin plöntuðum okkur eftirvæntingarfull fyrir framan sjónvarpið. Sjónvarpsfrétta- maðurinn byrjaði að spyrja fjöldann allan af fólkið hvað menning væri og fékk jafn- vitlaus svör og þau voru mörg. — Taktu nú eftir! Sjáðu! Nú eru þeir komnir í götuna þar sem þeir hittu mig — ég er þarna upp við húsvegginn til hægri... Það skipti engum togum, andlit mitt var allt í einu komið á skerminn. Ég virtist vera annars hugar en tók bersýnilega kipp þegar hljóðnemanum var stungið upp undir nefið á mér. Næst sást þegar medister- pylsurnar runnu úr vasa mínum og ég beygði mig niður til að ná þessum grófhökkuðu pylsum aftur upp í vasann — allt í kringum mig sást fólk skelli- hlæjandi. — Hvað er menning? spurði .fréttamaðurinn. Ég tróð síðustu pylsunni ofan í frakkavasann og svaraði að bragði: — Tja, menning? — Hvað er menning? Það var búið að afgreiða mig. Ekkert annað sást af mér, myndavélin færði sig af mér yfir á gamla konu sem fékk að spreyta sig á þessari sömu vitleysu. Maríanna stóð á fætur. — Mér finnst nú frekar lítill menningarbragur yfir því að meðhöndla grófhakkaða medisterpylsu á þennan hátt, sagði hún og slökkti svo á kassanum. Þýð.: ej. 21. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.