Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 46
Framhaldssaga beygði sig yfir hann og lyfti upp augn- lokunum með æfðum og svölum fingrum. „Ekki koma honum í uppnám, lögregluforingi. Ég ætla að segja lækninum frá því, að hann sé vaknaður til lífsins.” Veran hvarf. Hann greindi á ný þolinmóðan svip Wall í gegnum þokuna og tókst að stynja upp: „Hvar var ég, þegar þeir fundu mig?” „Fyrir neðan tröppurnar.” „Var einhver hjá mér?” „Nei.” ÍÞRÓTTA-, SJÓ- og VEIÐIMENN og allir sem vinna við KÖLD STÖRF geta fengið sér þennan vasa — MINI — ofn sem gefur 50° C jafnan hita í 10- 16 klukkutíma miðað við eina fyllingu. Pantiö i pósthólf 781 602 Akureyri - Simi 96-24132 „En hvernig — ?” „Ég sagði þér það. Gamma Delta eitt átti að fylgjast með þér. En án þess að mikið bæri á. Þeir sáu bílinn þinn í innkeyrslu Meadowsons. Síðar sáu þeir þig aka þaðan aftur, skilja þílinn eftir á götunni og haltra til baka.” „Ég meiddist á fæti.” „Þeir sáu það héma í sjúkrahúsinu,” sagði Wall þurrlega. „Þeir tóku líka eftir því, að það hafði nýlega verið búið um sárið. Segðu mér, hvað varstu annars að gera hjá Meadowson-húsinu?” Mike sagði honum það, og þegar hann hafði lokið máli sínu, horfði Wall hugsandi á hann. „Lögreglumennirnir fundu þig í roti fyrir neðan tröppurnar. Þeir ræstu Meadowson, og ég verð að játa, að hann reyndist jafnhjálplegur og læknir getur frekast verið. Hann hringdi hingað á spítalann og sá svo um, að þú kæmist á einkastofu. Hann hringdi í sjúkrabíl og krafðist þess að fara með þér hingað.” „En hvers vegna? Hvers vegna vera að þessu öllu? Eftir það sem gerðist?” Wall yppti öxlum. „Hippókratesar- eiðurinn? Læknisumhyggja? Eða bara hreinlega hræðsla? Hver veit, hvaða ástæður fólk finnur sér?” Það varð önnur þögn og svo sagði Mike: „Og Júlía? Eruð þið þúnir að finna hana?” „Nei.” „Bara nei? Engar hugmyndir?” „Ekkert.” t þessu kom læknirinn, ungur kandídat i snjáðum hvitum slopp og greinilega á hraðferð. Hann lyfti báðum augnalokum Mike og athugaði augu hans í fljótu bragði. „Ég er með neyðar- tilfelli. Lít á þig á eftir. Ekki koma honum í uppnám, foringi.” Þetta virtist vera mikið notuð setning. Þegar hann var horfinn, sagði Wall: „Ég skal reyna að forðast bað. En segðu mér meira um Gray Jordan. Hvers vegna ætli þú sért sá eini sem sérð hann?” „Anne Jordan sá hann. Meadowson- fjölskyldan líka. Þau töluðu um hann, meðan þau voru úti á veröndinni. Og þegar ég sá Gary seinna, stóðu þau beint fyrir aftan mig.” „Samt hélt Anne Jordan þvi statt og stöðugt fram, að hún hefði ekki séð hann. Og Meadowson-fjölskyldan líka, en óbeint. Þau sögðu aðra sögu, sögu sem Gray kom hvergi við.” Mike sagði: „Ég veit ekki, hvað ég á að halda. Það eina sem ég veit, er að Gray Jordan er —” hann þagnaði og lyfti hægri hendinni, sem hvíldi á á- breiðunni, illur. Mér þykir leitt, ef þetta hljómar yfirspennt, en það er eitthvað ólýsanlega illt í fari hans. Meira að segja útlitið. Hann líkist lifandi liki. En það er ekki það eina. Hann gefur frá sér einhvers konar — Guð minn góður, ég veit ekki einu sinni, hvernig ég get lýst því — það geislar einhvern veginn frá honum illri áru. Og augu hans —” „Hérra Benson,” sagði gráhærði lög- reglumaðurinn hljóðlega, „kæmi þér á óvart, ef ég segðist taka þig trúanlegan?” Mike leit rannsakandi á hann. „Hvers vegna þessi sinnaskipti?” „Þau eru ekki nýtilkomin. Ég hef að mestu tekið þig trúanlegan allt frá byrjun.” „En lögregluforingi —” „Yfirforingi, svona til að hafa titlana TOPP Litsjonvarpstæki á veröi sem á sér ekki hliöstæöu Engir milliliðir. Árs ébyrgð — 3 ír á myndlampa. Tskin koma í gámum beint frá framleiðanda. Ekta viðarkassi Palisander- Teck- Hnota SJÚNVARPSVIRKINN /gK ARNARBAKKA 2 Ur 71640 Verzlið beint við fagmanninn, það tryggir örugga þjónustu. FORNIN rétta. Verð ÍÖgreglustjóri, ef ég endist svo lengi og kemst ekki í klandur. Ekki að það skipti máli, en mig langar að segja þér, að aðalstöðvunum fannst hvarf Júlíu nógu merkilegt til að senda tiltölulega reyndan mann og gamlan í hettunni að leita að henni. Það er ekki bara Júlía, þó hún skipti miklu. Hún gæti reynst hluti af miklu stærra og flóknara máli.” „Áttu við, að það hafi verið aðrar en hún?” „Já, það hafa verið fleiri.” „Á sama svæðinu?” „Já.” „En í almáttugs bænum —” „Ekki æsa þig upp, eða mér verður hent út.” „En þú ert svo djöfulli rólegur!" „Einhver þarf að vera rólegur. Það er ekkert vit í að hlaupa beina leið í fyrstu gildruna sem á vegi manns verður.” „Heldurðu að þetta hafi verið gildra?” „Það virðist hafa verið það, er ekki svo? Og þú gætir verið í henni enn, ef lögreglumennirnir hefðu ekki rækt hlut- verk sitt. Þetta er í annað skiptið, sem þú hefur ástæðu til að vera okkur þakklátur. Það gæti hent sig, að þú yrðir ekki eins heppinn í þriðja sinn." Cray Jordan sagði: ., Farið aftur inn. herra Benson!" En hann var of fljótur fyrir hann. „Lögreglumennirnir biðu i tíu mínútur eða svo, eftir að þú kæmir aftur að bílnum þínum. Þegar þú gerðir það ekki, fóru þeir að aðgæta málið og fundu þig liggjandi þarna. Hvað heldurðu að hefði getað komið fyrir þig, ef þeir hefðu ekki verið til staðar? Hefðirðu verið skilinn eftir? Eða hefðirðu farið sömu leiðina og Júlía? Þetta er mál, sem vert er að ihuga, herra Benson. Satt best að segja er ég mest hissa á, að þau skuli ekki hafa dregið þig aftur inn í húsið. Það getur ekki hafa 4»Vlkanax.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.