Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 48

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 48
Framhaldssaga þaö. En ég fullvissa þig um. að lögreglan hefur mikinn áhuga á öllum hliðum dul- rænu. Þangað er hægt að rekja bæði ýmsar greinar svikamála og einnig ann arra afbrota." Wall var ennþá hljóðlátur og rólegur I framkomu. Hann sat með spenntar greipar. stilltur og athugull. Hann virtist vera að meta viðbrögð Mike við orðum sinum. „Framkvæmd þess, sem við nefnum samheitinu dul rænu, hefur aukist gifurlega siðasta ára tuginn. Hún er komin talsvert yfir hættumörk. En þú veist það vafalaust þegar.” „Ég hef séð vikið að þvi í dag blöðunum viðogvið. Ekkert annað." „Þá ýei?t(i utp toppinn á isjakantim. En ekki um hann all^ri." „Ertu aðsegja mér I alvöru —?" „Ég er að segja þér þetta. og af mikilli alvöru. Sjálfs þín vegna. Segðu mér nú eitt. Hver er þín afstaða til yfirskilvit legra efna?” „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei hugsað um það í alvöru." Wall hikaði, en hélt svo áfrarn: „Þctta er auðvitað ein af þeim staðreyndum al heimsins. sem hægt er að loka augunum fyrir. En þar með tekur maður nokkra áhættu. Þetta er til. hvort sem fólk trúir þvi eða ekki. Einhver getur sagt sem svo: „Ég trúi ekki. að það sé til neitt í líkingu við krabbamein." En hann getur samt dáið af þvi.” Mike horfði á liann tala. Hljóðlát og yfirveguð framkoma hans lagði þá áherslu á orðin. sem engar ýkjur hefðu getaðgert. „Ogþú heldurað Júlía —?” Wall breiddi út faðminn. Vfð höfum engar sannanir. En það hafa orðfð ,önnur atvik, á þessu svæði, eins og égflefndi við þig. Það hefur verið talsvert um gróusögur og tVeir hafa horfið áður. Við höfum áður rekist á nafn Gray Jordans i skýrslum okkar. Ekki einu sinni, heldur oftar." „Hún þekkti hann. Hún kallaði hann Gray. Hún talaði viðhann." „Hún neitaði því i skýrslunni," sagði foringinn hljóðlega. „En ég trúi þínum vitnisburði en ekki hennar. Rétt eins og ég trúi því, að þú hafir séð Gray Jordan hjá Meadowson fjölskyldunni í morgun. þrátt fyrir neitanir þeirra.” „Hvers vegna trúir þú því?" „Vegna þess að framburður þinn kemur heim við fyrri skýrslur um hann. Skýrslur frá einum manna okkar. sem starfaði innan þessa hóps. Hann var einn af nánustú samstarfsmönnúm min-* um, og hann var annar þeirra tveggja. sem hurfu. Hann hvarf hreinlega og skildi eftir sig konu og tvö ung börn. Smáatriðin i skýrslu hans hefðu verið ómetanleg. en þeir hljóta að hafa komist að því. hver hann var. næstum þvi um leið. Við fengum ekki nema þrjár stuttar orðsendingar frá honum. of stuttar til að koma að gagni þá. en nú falla þær saman við lýsingu þína á Gray Jordan og verða mikilvægari. Það fer ekki á milli mála, þetta er hér á seyði. Einmitt hér á Friars Hill. og ég er hræddur um. að Júlia —” Hann þagnaði og strauk hendinni I gegnum hárið. „Mér þykir þetta leitt, Mike. Ef við finnum Júliu nógu snemma getur verið að hún sé enn ósködduð. En ég ætla ekki að gefa þér nein innantóm loforð. Ef þeir eru það. sem við höldum að þeir séu —” Mike settist upp t sjúkrarúminu. Hann svimaði illilega. en hann neyddi sig til að sitja upprétlur. þangað til svim inn leiðhjá. „Nákvæmlega hvað ertu að revna að segja mér?” Rödd hans hækkaði. „í al máttugs bænum. hvað vilja þeir með Júlíu?" „Á hverju ári/Gtagði Wall, „fær lög- reglan tilkynningar um þúsundir. og ég meina þúsundir, mannshvarfa. bara i þessu landi. Enn fleiri þúsundir hverfa bara. án þess að lögreglan frétti nokkru sinni um það. Ef litið er á heiminn allan. þá er talan óreiknanleg. Hún gæti farið yfir milljón. Að minnsta kosti horfnir frá þeim, sem þekktu þá, frá vinum sin- um. frá fjölskyldum sinum. frá óvin- um sínum, frá lánardrottnum sinum. Sumir hverfa af frjálsum vilja. en margir eru fjarlægðir með valdi og það hefst ekki uppi á nema örlitlum hluta þeirra. Hvað kemur fyrir hina. þá sem eru þvingaðir frá eðlilegu umhverfi sínu og hefst ekki upp áaftur?” „I Guðs bænum,” sagði Mike. „Hvað ertu að reyna að segja mér?" „Ég er að reyna að gera þér einhverja grein fyrir því við hvað við eigum að etja.” „En ég spyr þig aftur: Hvad vilja þeir med Júlíu?" „Var hún hrein mey?" „Hvað í ósköpunum kemur —?" Hann þagnaði snögglega og starði á Wall. „Guð minn góður?" „Var það?" „Já.” „Ertu alveg viss um það?” „Fullkomlega.” „Þetta gæti skipt máli.” Reiðin blossaði skyndilega upp í Mike. og hann fór aftur að svima. „Er ég ekki búinn að segja þér það?” sagði hann reiðilega. „Ég er algerlega viss um það! Við ætluðum að gifta okkur. Við ræddum þessi mál. Við elskuðumst, en ekki nema að vissu marki. Júlía vildi vera hrein mey. þangað til við giftumst. Allt í lagi. þaðer gamaldags viðhorf nú á dögum. Þá er Júiia bara gamaldags. Það er einn af þeim þúsundum hluta. sem ég elska i fari hennar. Meira að segja dr. Jvleadowson —” Hann þagnaði aftur. „Ó, Guð minn góður. það fellur saman. það fellur allt saman —” Wall sagði: „Rólegur. Hvað fellur saman?" „Hún fór á stofuna til Meadowson fyrr i vikunni." „Já, ég vissi það." „Hún sagði mér það i símann, að hann hefði skoðað hana og nefntjiað, að hún væri enn hrein mey á þessum frjáls- lyndistimum. Hún sagði líka —” Hann þagnaði enn. og augu hans voru sorg- mædd undir hvítum vefjarhetti umbúð- anna," — hún sagði að hann hefði verið — öðruvisi —" „Hvernig öðruvisi?" Wall hallaði sér fram. ..! framkomu, sagði hún. Hann virtist æstur. Taugaóstyrkur. Ég man ekki ná- kvæmlega. hvað hún sagði. en það kom henni úr jafnvægi." „Hvers vegna fór hún til hans?" „Hún var með miklar kvalir i kynfær- um og umhverfis þau og það var ekki i' neinu sambandi við tíðir. Það var nærri liðið yfir hana yejyi^ jxtssa á skrifstof- uriní. Hún.sagði, að.það hefði vetið-ejns- og einhver ræki í hana rauðglóandi sverð." Wall kinkaði kolli. „Þessir verkir hafa án efa verið að yfirveguðu ráði gerðir. Trúlega meðein- földum göldrum. Það er ekki erfitt. Hún hefði verið tilneydd að leita til einhvers. 48 Vlkan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.