Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 49

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 49
t MEYJAR- FÓRNIN og allar likur bentu til. að það yrði Meadowson. sem var læknir hennar. Hann rannsakaði hana aðeins meðeitt i huga: að komast að þvi. hvort hún væri ennþá hrein mey. Frá þeirri stundu var hún i bráðum lifsháska.” „En hvers vegna. i Guðs bænum. hvers vegna? Hvers vegna Júlia?" Gráhærði lögreglumaðurinn reis á fætur og stóð andartak og horfði niður á rúmið. Mike sagði svo lágt, að vart varð greint: „Skilurðu þetta ekki? Við ætluð- um að giftast. Skilurðu ekki. .hvernig mér liður?" „Ég skil það. Kannski enginn fremur en ég.” Þögn. svo sagði hann: „Leyfðu mér að segja þér. hvers vegna ég er i OIB. Ég var i fjársvikadeildinni. Ég var þjálfaður i bókhaldi. En fyrir átta árum var elsta syni minum. Peter. stolið úr garðinum okkar. Hann var ekki nema þriggja ára. Limlestur líkami hans fannst á vanhelguðu altari i þorpskirkju i Lincolnshire fáeinum dögum siðar. „Sveinbarn gætt fullkomnu sakleysi og góðri greind er það fórnardýr. sent heppilegast er og best við hæfi." Þetta eru ekki min orð. Þau koma frá Aleister Crowley. hættulegasta vindbelgnum i allri sögu svartagaldurs.” Hann þagnaði enn, hélt siðan áfram: „Ég bað um,að verða fluttur i Occult Inveátígájjon Branch — rannsóknardeild um dulræn efni — í vikunni eftir að þetta gerðist. Ég hef ekki mikla von um að finna þá.1 sem myrtu Peter.' en ég get að minnsta kosti barist gegn myrkravöldunum með þeim vopnum. sem ég hef." Mike sagði: „Mér þykir þetta leitt. foringi. En ég skil það ekki. Ef þeir vilja sveinbarn —” „Það er aðeins ein skoðun á málun- um. Ein kennisetningin. Aðrir söfnuðir nota önnur fórnardýr." Hann hikaði. „Kvenkyns. jómfrú. svo eitthvað sé nefnt." „En þú imyndar þér þó ekki i alvöru. að þeir myndu —” Hann þagnaðj. Wall sagði: „Ég skal ekkr segja um það. hvað þeir myndu eða myndu ekki gera. En einhver hefur lagt heilmikið á sig til að ganga úr skugga um meydóm hennar. Og það þýðir yfirleitt ekki nema eitt." „Hvað hefurðu þá hugsað þér að gera? Ég bið þig, segðu mér hvað þú hefuri hyggju?" „Við fylgjumst nú þegar með Meadowson-fjölskyldunni og munum gera það framvegis. Enn frekar nú en áður. Við fylgjumst svo grannt með þeim. að við komumst meira að segja að þvi. hvenær þau bursta i sér tennurnar. Ekki það. að ég láti mér koma til hugar. að Júlia sé enn i húsinu. Þau væru ekki svo heimsk að geyma hana þar. Hún hefur verið flutt þaðan. lifs eða liðin. En i Ijósi þess. sem þú ert búinn að segja mér. sæki ég um húsleitarheimild og ef ég fæ hana kembum við húsið vand- lega." „E/'þú færð hana?" „Það er hreint ekki víst." Og þegar Mike opnaði munninn til að andmæla, lyfti hann hendi. „Deildin okkar er í við- kvæmri aðstöðu innan lögreglunnar. Við römbum á hnífsegg þess, sem er al- mennjpgj tjl heilla og vantrfi jtnnarra og ótta. Það skilja ekki allir áhrifamenn sér- þarfir okkar og sérlega örðugleika." En í Guðs almáttugs bænum! Hafið þið ekki á nógu að byggja án þess? Getið þið ekki bara gengið inn? Rifið allt i sundur?" „Nei. Þú ert lögfræðingur. og ég er hissa að þú skulir hafa svo mikið sem stungið upp á þessu. En við gerum það sem viðgetum. Á morgun—” „Af hverju ekki i kvöld?" „Vegna þess að við getum ekkert meira gert að gagni i kvöld. Og ef við förum of hratt. gætum við tapað öllu. Vélin gengur áfram. Það verður fylgst með húsinu. Og kannski fáum við eitt- hvað út úr skýrslunum; allt sem við höfum náð í hingað til er í úrvinnslu. Þvi er rennt i gegnum tölvu og ef eitthvað mikilvægt skyldi koma i Ijós. þá lofa ég þér því að láta þig þegar i stað vita. En núna ætla ég að fá mér að borða og leggja mig. og ég ræð þér til að fylgja þvi fordæmi. Hvíldu þig og endurnýjaðu kraftana." „Hvernig í andskotanum get ég hvílst?" „Reyndu." Wall fór, og hjúkrunarkonan birtist svo að segja um leið og hann var horf- inn. í fylgd með henni var sjúkraliði með matarbakka. Mike neyddi sig til að borða. og siðar fékk hann pillu og sprautu, sem í sameiningu sendu hann niður langa slétta hlið i draumalandið. þar sem Júlía var aftur komin til hans. Og meðan hann svaf og dreymdi teygðu þjónar myrkursins út klærnar eftir honum og tóku hann . . . ÞRIÐJI KAFLI lan Wall yfirrannsóknarlögregluforingi vaknaði upp af svefni sínum á sunnu- dagsmorgni við þaðaðbeini siminn hans hringdi ákaft. Klukkan var tæplega sex fyrir hádegi. „Já?" Hann hlustaði og jafnvel eiginkona hans. sem lá við hlið hans í rúminu, sá enga breytingu á svip hans. „Já." sagði hann aðeins. Hann lagði frá sér símann. „Dagurinn byrjar snemma, elskan. Vertu ekkert að hafa fyrir morgunverði." Þegar billinn kom að sækja hann hálf- tima síðar var hann búinn að raka sig og klæða sig og beið eftir að verða sóttur. Klukkan sjö var hann kominn á spítal- ann og hlustaði hinn rólegasti á klökka næturhjúkrunarkonuna. Framhald í næsta blaði. rogeR^Gallet PAR I S Lúxm húðvörur foksim á hfandi IfflTHIfl^ cMmerióka " Stml82700 21. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.