Vikan


Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 67

Vikan - 22.05.1980, Blaðsíða 67
nokkurra leikara? Ef ekki, geturöu þá bent mér á einhvern sem veit þau? Leikararmr eru þessir: Vivian Leigh, Olivia de Haviland, Leslie Howard, Clark Gable, Alise Rhett og Ryan O’Neal. Kœri Póstur, birtu þetta, jafnvel þó þú vitir ekki heimilisföngin, því þú hlýtur að geta bent mér á einhvern sem veit þau. B. R. Pósturinn hefur því miður ekki heimilisföng leikaranna en ef honum skjátlast ekki eru sumir þeirra ekki lengur í lifenda tölu. En ef einhver lesenda getur hjálpað er honum ætlað rúm hér á síðunni. Pennavinir Jim Robins, P.O. Box 494, Tokoroa, New Zealand. Hann skrifar á ensku. Hér kemur dapurlegt bréf Kœri Póstur! Hér kemur dapurlegt bréf með spurningum handa þér, ef þú vilt. Það sem hrjáir mig er of lítið sjálfsálit. Ég er hrædd við alla hluti sem viðkoma skólanum. Mér gengur vel í honum af einkunnum að dæma en er I litlu áliti hjá bekkjar- félögum mínum. En ég er allt öðruvísi utan skólans. Þá er ég kát og þori allt. Viltu vera svo væn(n) að ráðleggja mér eitthvað við minnimáttarkenndinni. Hér koma svo líka nokkrar spurningar. 1) Getur maður farið I sund á meðan blæðingar standa yfir? 2) Hvenær geta blœðingar orðið reglulegar, ef ég hef byrjað í febrúar 1980? 3) Hvað sjá margir þetta bréf? 4) Er því ekki hent þegar þú ert búin(n) að prenta það? 5) Af hverju heitir ruslakarfan Helga?, Ef þú vilt máttu taka vandamálið úr, ef bréfið verður of langt, en ekki taka spurningarnar. p'ma spurula. Það er því miður lítið um svokallaðar „patentlausnir,, á minnimáttarkennd og mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir að þetta er næstum eingöngu á þínu valdi að lagfæra. Flestir glima við þessa sömu tilfinningu á unglingsárunum, að vísu mismunandi mikla. Engin ástæða er til að ætla að skóla- félagarnir séu alveg lausir við þessa tilfinningu, svo hvað það snertir eruð þið flestöll á sama báti. Næst þegar þér finnst allt i skólanum ómögulegt, og þó aðallega þú sjáif, ættirðu að hugleiða hversu margir í bekknum (eða skólanum) eru að glíma við nákvæmlega þessa sömu tilfinningu. Hvað vinsældir þínar í skólanum áhrærir er nokkuð öruggt að þú ert sjálf ekki dómbær um hversu miklar þær eru í rauninni og reyndar ástæðulaust að velta svo mjög fyrir sér umfangi þeirra. Þetta gengur yfir og þá rámar þig í einhver heilabrot um þessi mál en megnið verður gleymt og grafið. Utan skólans líður þér ef til vill betur vegna þess að þar ertu ekki sífellt að gaumgæfa vinsældir þínar innan hópsins og þú ættir að varast að mikla þetta fyrir þér. Blæðingar eru sjaldnast reglulegar í fyrstu og getur tekið upp undir ár eða lengur að ná fastri reglu i þeim efnum. Sund geturðu stundað eftir að blæðingarnar eru teknar að minnka, ef þú notar tappa i stað binda. Bréfum, sem til Póstsins berast, er komið fyrir á afar snyrti- legan og öruggan máta og einungis Pósturinn lítur innihaldið augum fyrir setningu. Ruslakarfan heitir Helga af þeirri einföldu ástæðu að nafnið hafði lengi verið í móðurætt hennar, amma hennar og langamma báru það og svo aftur amma þeirra og langamma og... Mrs. Annette Scott P.O.Box 296, Mastcr Ton New Zealand. Hún er 31 ársogskrifaráensku. Mrs. Kay Peterson, 2 Motucka Strcct, Nelson, South Island, New Zealand. Hún er 29 ára og skrifar á ensku. Mrs. Mabel Wilson, Warepa 3rd. Balclutha, South Island, New Zealand. Hún er 33 ára og skrifar á ensku. Mrs. Margaret Moore, 1078 B High Street Lower Hutt Wellington, New Zealand. Hún er 27 ára og skrifar á ensku. Mrs. Hclen Deans, 13 Nicholas Place Tauranga. New Zealand. Hún er 30 ára og skrifar á ensku. Mrs. Maireen Williams, 12 Munroe Street, Colden Greymouth, New Zealand. Hún er 24 ára og skrifar á ensku. Mrs. Daphne Kllis, 3 Castleton Street, Birkdale, Auckland 10, New Zealand. Hún er 30 ára og skrifar á ensku. Mrs. Shirlee M. Pcreyra, 5652 Dodd Street, Mira l.oma, Calif., 91752 l)SA. Hún er 22 ára og skrifar á ensku. Miss. Jcnnifcr Mason, Biabou, St. Vincent, West Indies, hefur áhuga á að skrifast á við stúlkur. Hún skrifar á ensku. Miss Gloria McNaught, 16 Havclock St., Riverton, New Zcaland. Hún er 22 áraogskrifaráensku. eftir máli Pelssem skorinn, erog unninn af kunnáttu fagmannsins, tryggir yður flík, sem í glæsileik sínum er gersemi fyrir eiganda sinn. Steinar Júlíusson feldskeri ÁRMÚLA 5 — SÍMI 84741 P.O. BOX 791 — 125 REYKJAVÍK 21. tbl. Vikan 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.