Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran HVERNIG ÚTRÝMUM m SJÁLFS- MORÐUM? Viö sem fædd erum og uppalin í smá- bæjum eigum erfitt með að gera okkur fulla grein fyrir þvi, hvaða áhrif mann hafið mikla í stórborgum heimsins getur haft á einmana einstaklinga. Það er til dæmis munur að ganga um götur smá- bæjar, þar sem hlýlegar kveðjur vina og kunningja mæta manni I hverju spori eða reika öllum ókunnugur um stræti stórborgar eins og Lundúna eða New York. Ég hef dvalið í báðum þessum stórborgum, átti jafnvel heima í Lund únum I tvö ár og þekki vel þá hræðilegu einmanakennd sem getur gripið mann I straumþunga mannhafsins, þessi tilfinning að maður skipti ekki nokkru minnsta máli dauður eða lifandi. Milljónum manna eru þessar stórborgir ■sannkölluð víti einmanaleiks og vonleys- 4S, En’ gelut þetta vinaínauða-fólk þá virkilegá^ ykki snúið 1 Sér til nQkíiurs manns í örvæntingu sinni? Eða er sjálfs- morðið eina lausnin, þegar byrðar lífsins verða of þungar? Ég ætla að reyna að svara þessari spurningu með því að segja ykkur hvernig fór fyrir örvæntingarfullri, einmana stúlku nítján ára gamalli fyrir nokkrum árum, sem hvergi átti athvarf i raunum sinum. Hráslagaleg Lundúnaþokan lagðist yfir borgina eins og köld hönd vonleys- isins. Hún safnaði i sig sóti milljóna reykháfa og eitraði andrúmsloftið. Linur og litir fegurstu bygginga máðust út. I slíkri eiturþoku hefur enginn maður fulla sjón. Allt er kalt, hráslagalegt, óljóst, já, óraunverulegt. Hin nítján ára gamla Millie Gordon gekk niðurlút i áttina til móðunnar miklu, Thamesfljótsins, harmi lostin. svikin. Hún hafði misst móður sina á barnsaldri og þvi aldrei kynnst verulegri ástúð fyrr en hún hitti Jim. Og hún hafði veitt honum af gnægð síns kærleiksrika hjarta, hinar meðfæddu hlýju tilfinn- ingar fengu nú loks útrás. En hann sveik hana að lokum og yfirgaf hana. Og nú hafði Millie skrifað honum: „Þegar þú færð þetta bréf verð ég dáin.” Þegar hún þreifaði eftir smáskilding- um I vasa sínum fyrir frimerki á bréfið, fann hún í einum vasanum krumpaða blaðaúrklippu. sem hún einhvern tíma áður en hún kynntist Jim hafði klippt úr dagblaði. Það stóðu aðeins nokkur orð á 'þessum blaðsnepli, en þau voru i senn Ióvenjuleg og athyglisverð. Þar stóð: „Símið í Mansion House 9000, ef þér freistist til sjálfsmorðs eða örvæntingar.” Millie hikaði um stund, en svo kviknaði allt í einu á ný lifslöngunin I brjósti hennar. Hún sneri baki við fljótinu og fann símaklefa þar skammt frá og andartaki siðar var svarað í símann: „Þetta er Mansion House 9000. Get ég hjálpað yður?” Röddin var full góðvildar og skilnings, og stiflugarðar harmsins brustu I brjósti ungu stúlkunnar og áður en hún vissi af var hún kjökrandi farin að opna hjarta sitt fyrir þessum óséða vini, en slíkt hafði henni aldrei áður tekist gagnvart nokkrum. Hún lauk máli sinu með orðum sem oft hafa verið sögð I þennan síma: „Ég er á ystu nöf.” „Vilduö þér ekki koma hingað og rabba almennilega um þetta?” spurði röddin. „Þetta er í kirkju St. Stephen Walbrook beint fyrir aftan Mansion House, bústað borgarstjórans.” Og einhvern veginn rataði Millie til kirkjunnar. Hún barði að dyrum þar sem stóð skrifað á hurð: skrúðhús. Það var opnað fyrir henni þegar i stað. Inni- fyrir var fátæklegt litið herbergi með nokkrum óstöðugum stólgörmum, en það suðaði hlýlega í sjóðandi katli og rafmagnsofninn í arninum varpaði mjúkum glóðarbjarma fram á gólfið. Hávaxinn maður meðgleraugu i krump- uðum fötum með prestflibba rétti fram hönd sína: „Ég er sóknarpresturinn," sagði hann, „ég heiti Varah. Setjist þér hérna og drekkið með mér bolla af tei.” Ekki var Millie Ijóst við hvaða ráðleggingum hún hafði búist af þessum manni, en svo mikið var víst, að það kom henni mjög á óvart þegar presturinn sagði við hana: „Eáið þér yður nýjan kjól á morgun, góða min, og nýja hárgreiðslu. Jim er ekki eini fiskur- inn i sjónum, alltaf má fá annað skip, og þér eruð snotrasta stúlka.” Þá nótt svaf Millie á heimili konu einnar sem tilheyrði þessari hjálparstöð sem sjálfboðaliði. Og brátt kynntist hún fleirum I þessum göfuga félagsskap, og einn hinna nýju vina hennar gat að lokum útvegað henni afgreiðslustarf i verslun. Aldrei var minnst á trúarbrögð við hana. En dag einn sagði Millie: „Mig langar til þess að læra að biðja. Mér hefur hlotnast svo margt sem ég er þakklát fyrir.” Hinn einkennilegi prestur sem tekið hafði svo hlýlega á móti Millie í upphafi, hefur stofnað samtök til þess að bjóða birginn einmanaleikanum og örvæntingunni. sem hýsir hjörtu svo margra i hinni miklu Lundúnaborg. Enginn skilur betur en hann vonleysið sem heltekur einstaklingana i hrörlegum hótelherbergjum og fátæklegum híbýlum stórborgarinnar. Séra Edward Chad Varah og sjálfboðaliðar hans hafa gefið þúsundum einstaklinga nýja von og hjálp í sálarnauðum þann áratug sem þessi fagri félagsskapur hefur starfað. Sjálfboðaliðarnir eru af auðskildum ástæðum kallaðir samverjarnir og símanúmer þeirra Mansion House 9000 er löngu frægt um allt Bretland. Þar er simavarsla allan sólarhringinn. Millie er nú í hópi um hundrað sjálf- boðaliða sem leggja þessu hjálparstarfi lið I frístundum sinum með einhverjum hætti. Um þriðji hluti þessa fólks hefur sjálft i nauðum sínum orðið hér hjálpar aðnjótandi. Þetta fólk skiptist á um símavörslu í Mansion House 9000, það leggur til vingjarnlega rödd, hlustandi eyra og opið hjarta hinum örvæntingar- fullu. / þvi að veila öðrum lið fmna þessir sjálfboðaliðar lykilinn að bestu loekningu eigin sátarmeina. Minnir þetta óneitanlega á þann sálfræðilega grundvöll sem hin göfugu AA-samtök byggjast á. En þau starfa eins og allir vita einnig hér á landi og vinna stórmerkilegt verk, sem er náskylt því sem þessi þáttur minn fjallar um, þótt þau hafi helgað sig sérstaklega vett- vangi þeirrar örvæntingar sem af ofdrykkju leiðir. Um 40 af hundraði „viðskiptavina" séra Edwards Varah, eins og hann kallar þá, eru hugsanlegir sjálfsmorðingjar. Aðrir koma einungis vegna þess að þeir eiga við vandamál að stríða og erfiðleika iað etja sem hægt er að draga úr með þvi sem presturinn kallar „kærleik frá ókunnugum". En hvers konar fólk er nú þetta sem snýr sér til þessara miskunnsömu samverja nútimans? 1 hopi þeirra þúsunda sem leitað hafa hjálpar má finna fólk úr öllum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Þetta sýnir að þessi vandamál eru engan veginn einungis bundin til dæmis fátækt eða lágri stöðu í þjóðfélaginu. Örvænting einmana-, leikans fer ekki í manngreinarálit. Meðal þessa fólks eru milljónarar engu síður en fátæklingar, frá unglingum innan tvitugs til áttræðra gamalmenna, vöru- bílstjórar og kauphallamiðlarar, hús- freyjur og hefðarfrúr, götudrósir og glæpamenn. Já.jafnvel glæpamenn hafa komið til þess að létta á samvisku sinni. Lögreglunni er kunnugt um það, en skriftamál séra Edwards eru friðhelg. Við sjálfboðaliða sína og hjálparmenn segir hann: „Við eigum að hata syndina, en aldrei syndarann.” En nú vaknar ef til vill sú spurning hjá lesanda, hvernig þessum göfuga manni hafi komið i hug þessi undar- lega hjálparstarfsemi. Og er saga að segja frá því. Séra Edward Varah fann fyrst til þessarar köllunar, þegar hann sem ungur aðstoðarprestur átti í miklu hugarstriði eftir fyrstu útfararræðu sina. Fjórtán ára gömul telpa hafði fyrirfarið sér, sökum þess að hún af barnaskap varð óttaslegin þegar hún fékk sínar fyrstu tíðir. Hún hélt að hún væri með kynsjúkdóm. „Hér hefði verið hægt að bjarga lifi,” sagði séra Edward, „bara ef veslings telpan hefði haft einhvern sem hún hefði getað fengið sig til að opna hjarta sittfyrir.” Sjálfur hafði hann sem stúdent i sálfræði og heimspeki I Oxford-háskóla átt í miklu hugarstríði efa og örvæntingar. Og ekki hafði hann orðið prestur fyrr en hann hafði gengið þyrnótta braut persónulegs guðleysis. Næstu tuttugu árin eftir þessa útför starfaði hann I geðveikrahælum, fangelsum og fátækrahverfum. Þar sá hann hvemig fólk getur gengið framhjá þeim sem bágt eiga, eins og mennirnir tveir í sögunni um miskunnsama samverjann. Og þegar hann komst á snoðir um það, að einn Lundúnabúi fremur sjálfsmorð á 8 klukkustunda fresti að meðaltali, þá sór hann þess eið 50 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.