Vikan


Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 12.06.1980, Blaðsíða 51
að reyna að stöðva þennan sjálfsmorðs- faraldur. Köllun hans sem hann kallaði ..örvæntingu" varð Ijós. Varah hefur gert sér grein fyrir hinum einstöku sálfræðilegu þáttum eða ástæðum sem liggja að baki sjálfs- eyðingarinnar: skortur á einlægri trú eða heimspeki, skortur á aðlögunarhæfileik í kynferðismálum og geðveilur. „En sú ástæðan sem þó er algengust," segir hann. „er einmanaleikinn. sárgrætileg- asta böl sem þjáir mannkynið." Varah kaus símann sem liflínu hinna örvæntingarfullu, þvi hvergi í Lund- únum er maður langt frá sima. En til þess að geta fært huggun hvenær sólar- hringsins sem er, var honum Ijóst, að hann yrði að vera laus við venjuleg skyldustörf prestsins. Þegar honum var boðið að gerast prestur við St. Stephan Walbrook kirkjuna sem orðið hafði fyrir sprengju i stríðinu, tók hann að sér þessa litlu sókn með aðeins 25 sóknarbörnum. I nóvember 1953. fyrsta daginn sem hann var þar sóknarprestur, var hann að ryðja til i veggjarústum I skrúðhúsinu þegar hann fann þar síma, sem þótt etnkennilegt megi virðast hafði sloppið óskemmdur úr loftárásinni. Hann hringði nú i hann til þess að biðja um nýtt símanúmer. Hann vildi hafa númer sem myndi hljóma í eyrum allra og enginn gleyma, líkt og hættusimanúmer Lundúnabúa 999, sem nær jafnt til lögreglu, slökkviliðs og læknishjálpar borgarinnar. Hann spurði símstöðina hvort mögu legt væri að fá símanúmeri þessu breytt í Mansion House 9000. Símamaður spurði: „Hvert er númer símans sem þér hringið I?” Varah strauk þá rykið af númersplötu síma síns og hann ætlaði ekki að trúa sinum eigin augum. Það var Mansion House 9000! Síðar sagði hann svo frá: „Ég skildi það sem tákn þess að guð óskaði að ég héldi áfram að vinna að hugsjón minni.” Nú hefur hann í þjónustu sinni aðstoðarprest, þjóðfélagsfræðing með sálfræðimenntun og skrifstofufólk, en þyngsta byrðin í starfinu hvilir þó á sjálfboðaliðunum. Þurfi þeir sem til hans leita læknishjálp eða aðstoð sér- fræðings sér hann viðkomanda fyrir henni. „En fyrir hvern einn sem þarf á aðstoð sérfræðings að halda eru sex sem hægt er að bjarga frá þvi að ganga fyrir ætternisstapa með félagsskap einum og samúð," segir þessi ágæti maður. Samverjarnir sýna vináttu sina með ýmsum hætti. Það getur legið i því að fara með einmana manni í kvikmynda- hús við og við, eða skipuleggja nokkurra vikna dvöl í sveit á heimili einhvers sjálf- boðaliðans, ef viðkomandi hefur verið veikur. En oftast er um að ræða reglu- legar heimsóknir. Þannig er til dæmis að taka ungur skrifstofumaður hjá kauphallarmiðlara sérstakur vinur gamals uppgjafa-leikara sem þjáist af gigt og endurminningum, og varla getur dregið fram lífið sögum fátæktar. Ungi maðurinn lýsir þessu svo: „Stundum lesum við atriði úr leikritum saman og hann segir mér frá hinum góðu, gömlu frægðartímum sinum á leiksviðinu. En alltaf segir hann við mig um leið og við kveðjumst: „Það er fallegt af þér að koma, drengur minn. Ég get reiknað með þvi að sjá þig aftur í næstu viku, er það ekki?" Sjálfboðaliðar Varah eru reiðubúnir að fara hvert sem er og gera hvað sem er til þess að bjarga fólki i örvæntingu. Rigningardag einn var samverja einum falið að hitta „viðskiptavin” á götuhorni. Tveim klukkustundum siðar hringdi siminn hjá Varah. Það var „viðskiptavinurinn” sem ekki sagðist hafa haft manndóm i sér til þess að mæta á stefnumótinu, en vildi nú endilega ráðast í það að hitta samverjann. Væri hægt að fá annað stefnumót? „Farið þér bara út á götuhornið,” sagði Varah, „stúlkan sem ég sendi bíður yðar ennþá." Það reyndist orð að sönnu. Og stúlkunni sem óskaði hjálpar var þannig sýnt að enginn myndi bregðast henni. Varah hefur fundið á bak við mörg örvæntingartilfelli hræðilega sektar- kennd sem liggur I leynum, en tifar þó eins og tímasprengja. Venjulega hafa menn miklað vandamálið fyrir sér úr öllu hófi. Þannig var Georg samviskusamur verkamaður. Sökum þess að hann skuldaði meira en árstekjum hans nam vegna hirðuleysislegra veðmála fannst honum skömm sin óbærileg. 1 stað þess að trúa konunni sinni fyrir þessu, geymdi hann það með sjálfum sér og kvaldi sig með hugsunum um það. Að lokum þoldi hann þetta hugarástand ekki lengur og ákvað að fyrirfara sér. Hann stakk höfðinu inn í gasofninn, en þá hvarflaði það að honum, að börnin hans þrjú kynnu að koma að líki hans. Klukkan þrjú um nóttina hringdi hann til samverjanna. Sjálfboðaliði fór með hann til sálfræðings sem sýndi honum fram á, að veðmál hans sýndu ekki mikla ábyrgðartilfinningu, en það væri þó engan veginn neinn glæpur. Eiginkona hans reyndist miklu skilningsbetri á málið en hann hafði látið sig dreyma um. Og enn I dag eru þau að nurla saman af litlum tekjum sínum upp I skuldina. Varah segir: „Venjulega er andar- takið sem maður freistast til sjálfsmorðs svo stutt, að rétt orð sagt á réttum tíma getur bægt freistingunni á bug. Það er sannfæring min, að félagsskapur eins og okkar sem stofnaður yrði víða um heim gæti næstum útrýmt sjáfsmorðsfaraldr- inum." Tiu borgir á Bretlandi og fjórar útborgir Lundúna hafa þegar stofnað sams konar félög. Á meginlandinu hafa lútherstrúarmenn stofnað svipuð félög, t.d. I Vestur-Berlin og Stokkhólmi. Hið sama hafa gert kaþólsk félagasamtök í Vínarborg, Frankfurt, Rotterdam og vafalaust viðar. Til dæmis að taka starfa a.m.k. tvöslík félög í New York. Hvað um Reykjavík? Eins og hjá séra Edward Varah er siminn hjartað í þessum liknarlíkama sem aldrei bregst. Orðin „get ég hjálpað yður?” hljóma nú með hverjum degi á fleiri tungumálum í þessari sérstöku fögru merkingu sem enski presturinn séra Edward Varah hefur gefiðþeim. □ 24. tbl. Vikan Si
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.