Alþýðublaðið - 23.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.02.1923, Blaðsíða 2
2 Fé til barnafræðslu. ---- Nl. Hr. Klemenz Jónssoa segir.- sé enga astæðu til, að efn- aðir foreldrar sleppi við aila greiðslu tit mentunar barna sinna á vissum aldri<. Þá verður mér íyrir að spyrja: En hvað se'gir hann þá um hina, sem hvorki ala upp sín börn né annara? Eiga þeir að sleppa við allar fjárgreiðslur til uppeldismálaDna? Eða — hvorir leggja meira fram manniélaginu og þjóðinni til gagns og gengis að öðru jöfnu, þeir, sem skila þjóðfélaginu vel uppöfdrm börnum, þó þeir sæki sér aðstoð til menningar þeirra i skóla, sem ríkið kostar eða sveitarfélagið, ellegar hinir, sem hvorki ala upp sín börn né annara? Hvor flokkurinn er þá sanngjarn: ra að leggi fram iéð lil skóla ryi ir börnin eftir io ára aldu'-, þeir sem hafa haft allau kos'naðinn af uppeldi þeirra og kenslu þangað til og halda á- fram að al i önn fyrir þeim að öllu öðru leyti, eða hinir, sem Jítið eða ekkert fé Ieggja til uppeldis barna að öðrum kosti? Mér virðist svarið við þessum spurningum blasa við. Það er í fylsta máta réttlátt, að batnlausa fólkið, sem ekki hefir heldur á hendi framfærslu gamalmenna, greiði þann kostn- að, er hér ræðir um, í hlutfalli við aðra jafuefnaða og eigi síður. Það ér svo langt frá því, að sangjarnt sé, að þeir, sem engin börn ala upp, sleppi öðrum fremur við skólakostnaðinn, að miklu nær lægi, að þeir gieiddu hann einir, þsr sem foreldrar eða fósturforeldrar barnanna kosta annað uppeldi þeirra. Hitt er miðlunarmál, að ríkið greiði gjöld þessi. Þ.tð er sú stofnunin, sem hvorir tveggja eiga að réttu lagi að gjalda til hlutfallslega eftir efnam og ástœðum. Eg á hér við réttlátan tekju og eignaskatt, þar sem þeim, sem ehkert hefir, er ékki gert að greiða tiltululega mest, eins og nú er í lögum. Hefir áður veuð nokkuð minst á það hér f blaðinu, en tekju- skattslagaómyndin, sem vér eig- um nú undir að búa, er flestum að nokkru kunu. í sambandi við það, hverjir ALÞYÐUBLAÐIÐ greiða eigi fræðslukostnaðinn, er rétt að geta þess, að sú mun reynslan vera alment, að tátgek- asta fjöldskyldurólkið á áð jaln- aði flest börnin. Til er líffræðileg skýring á þessu, og virðist mér hún ekki ósennileg. S imkvæmt henni er eðlilegt, að kona, sem daglega er þreytt, eigi oftar börn en ella myndi, ef hún lifði í hóglífi. Hvað svo sem þessari skýringu líður, þá mun rétt vera, að fá- tækustu heimilin eru oltast barn- flest. Er þar að finna ein af sterkustu rökunum fyrir því. að réttlátt er, að ríkið greiði fræðslu- kostnað barnanna. Hér á ekki að eins við: >berið hver annars byrðar<, heldur á hver maður, sem til þess er fær, að leggja sinn slcerf til þroska og menningar komandi kynslóð- ar. Það gerir sá ekki, sem hvorki eiur sjálfur upp börn né greiðir fé til uppeldismála, þó hann hafi efni og ástæður til. Rök hr. Klemenz Jónssonar, er hann færir gegn þvf, að ríkið greiði skólakostnað barnanna að miklu leyti, eru, að >með því verði skattaþunganum alveg ó- jafnt skift milli atviimuvegannac. Þessu ber að svara á þá leið, að sá atvinnuveguiinn, sem mest hefir gjaldþolið, á að gjalda mest til ríkissjóðs, og þeir ein- staklingar, sem mest eiga efnin og mestan fá ágóðann í skjóli ríkisins, eiga líka að greiða mest í ríkissjóðinn. Hitt er ann- að mál, hvort ekki er allra heppilegast, að ríkið m. a. létti á gjöldum þegranna með þjóð- nýtingu. Sú stefna er að fá betri og betri byr í seglin og ekki að ástæðuiausu. Þá er sú ástæða fyrir því, að betra er að ríkið greiði féð til barnafræðslunnar eða mestan hluta þess Inéldur cn sveitafélög- in, að meiri trygging er þá fyrir því, að kenslu sé haldið uppi í sveitum og á iámennum stöðv- um, heldur en ef sveitunum sjélf- um er ætlað að h lda henni uppi á sinn kostnað að öllu eða jafnvel þó ekki sé nema að nokkru leyti, og fræðslunefnd- unum er jalnframt sett í sjálfs- vald, hvort þær láta nokkra opinbera kenslu fara fram eða ekki, eins og nú er að mestu orðið fyrir víxlspor síðasta Al- þingis. Á þvf sannaðist eða á meiri hluta þess, er það sam- þykti bræðingslögin um breyt- ' invu á fræðslulögunum, að »sá, sem ekki samansafnar, hann sundurdreifir.t Æ>að heimilar nið- urlail opinberrar kenslu í sveit- um án annarar tryggingar en álits nokkurra nefndarmanna um kenslugetu heimilanna, —t manna, sem vanalega eru ekki uppeldis- fræðingar, þó að stundum sé svo að vísu1). Um leið bendir það raunar á, að stofna megi heimavistarskóla, en sá galli er á gjöf Njarðar, að sömu dagana, sem frumvarpið kom fram í neðri deild, feldi sama deild all- an styrk til skólabygginga úr fjárlögunum. Ekki skorti sam- ræmið! Og efri’ deild lagði bless- un sína yfir aft saman. Vonandi reynist næsta Alþingi meira mentáþing en hið síðasta, eltir að þingmennirnir hafa haft tíma til að hugsa gerðir sínar þá2) — og hvíla höfuð sín. — Ályktun (um aðalefni þessarar greinar): Bíkíð á að kosta skolanám harn- anna að mestu cða jafnvél öllu leyti. Pað er bœði rétfíátast og tryggilegast. Ouðm. B. Ólafsson úr Grindavík. Smekkvísi kaupsýsluinanna. Pyrir skemstu var sýnt fram á það hér í blaðinu, að andúð ýmsra kaupsýs'umanna gegn jafnaðar- siefnunni og hreyfingu þeirri hinni miklu, er hún hefir vakið hér á landi á síðustu árum, stafaði af mentunarleysi þessara manna. En fað kemur ekki eingöngu fram í þ Sjá 2. gr, laga þessara, er til- færð er hér að framan neðanmáls. 2) Langt er fra, að allir þing- mennimir eigi hóif óskilið mál. Fiægastar eru mentaspjallatillögur fjarvitinganefndar neðri deildar. Mega kjósendur þó sérstaklega minnast þeirra Péturs Ottesens og Jóns á Reynistað, þegar gengið vei ður tii kosninga á næsta hausti,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.