Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 17

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 17
Framhaldssaga — Ég er svöng. — Förum þá niður og fáum okkur eitthvað að borða, sagði Kristján. — Þau reyndu ekki að hjálpa Kristjáni niður stigann. Hann var búinn að þróa sína eigin aðferð til að komast niður og var stoltur af. — Það loftar vel hérna niðri, sagði Jennifer. — Ég skal hringja á lögreglustöðina. sagði Ríkarður og gekk að símanum. Þegar hann hafði lokið samtalinu sneri hann sér að Kristjáni og sagði: — Það koma menn á morgun og rannsaka inn- brotið. Hvenær koma foreldrar þinir heim, Kristján? Og þínir, Jennifer? , — Þau koma á morgun, sagði Kristján. — Jennifer yppti öxlum. — Ég veit það ekki. Kannski á morgun, en þau verða síðan að fara aftur i ferðalag. Rikarður leit á hana, en sagði ekki neitt. — Þú ert eiginlega með falleg augu. sagði hún undrandi. — Þú ert með eins augu og hesturinn hans afa. — Ég þakka skjallið, sagði Rikarður þurrlega. Þegar þau sátu stuttu seinna og borðuðu spurði Rikarður: — Sagðirðu til nafns, Jennifer, þegar þú talaðir við þjófinn? Hún hugsaði málið. — Já, það gerði ég! Ríkarður gretti sig. — Þekkirðu ein- hvern sem heitir Kickan? — Ekki nema köttinn hans Svenssons. Ég held að hann sé ekki sekur. — Að minnsta kosti ekki í sambandi við innbrotið. Ég skal keyra þig heim til þín. Það er óleyfilegt en klukkan er orðin hálffimm og það er enginn á ferli núna. Það er að segja ef þú þorir að sitja á mótorhjólinu. — Það verður spennandi! sagði Jennifer æst. — Kristján, það þýðir víst ekkert að biðja þig um að læsa öllum dyrum og gluggum, sagði Rikarður með bros á vör og leit í átt til flaksandi gluggatjaldanna. — Þú skalt þó læsa dyrunum að her- berginu þínu! Stuttu síðar sat Jennifer aftan við Ríkarð á mótorhjólinu og þau þutu I gegnum bæinn. Ferðin gekk of fljótt fyrir sig, fannst Jennifer. — Veistu það, Ríkarður, ég kann vel við þig, sagði hún þegar þau staðnæmd- ust utan við heimili hennar. — Hugsaðu vel til min, sagði hann. — Mér líkar líka ágætlega við þig. Rikarður ók i burtu og Jennifer hljóp léttum skrefum inn í húsið. — Jonni, sagði Ríkarður hugsandi við bróður sinn daginn eftir. — Segðu mér hvernig stelpa Jennifer er. — Hún er smáskrýtin, sagði Jonni. — Hún var rekin úr tíma í fyrradag vegna þess að hún talaði of mikið. Þegar I kennslukonan ætlaði að ná í hana aftur var hún horfin. Hún hafði farið i blóma- búðina hinum megin götunnar. keypt lauka og var að planta þeim í kringunt flaggstöng skólalóðarinnar vegna þess að henni fannst skólalóðin svo tómleg. Hún hélt því fram að það væri mikilvægara að fegra umhverfið en að hlusta á sögur af einhverju metnaðar stríði gamalla keisara. — Óvenjulegt nafn, Jennifer! Foreldrarnir skirðu hana I höfuðið á frænku sem þau vonuðust til að erfa. Það dugði ekki til, fullyrðir Jennifer. I það minnsta erfðu þau ekki neitt. Henni gengur ótrúlega vel i þeim fögum sem hún hefur áhuga á, en illa i þeim fögum sem hún hefur engan áhuga á, þá situr hún bara í tímum og lætur hugann flakka. — Á hún einhverja vini eða vinkonur? — Það held ég ekki, hún hefur ekki áhuga á aðeiga vini. Ríkarður var ekki sammála þessari fullyrðingu bróður síns. — Jonni, viltu taka að þér verkefni fyrir mig? spurði hann. — Alvöru verk- efni fyrir leynilöggu? Augu yngri bróður hans geisluðu og hann kinkaði ákafur kolli. Rikarður tók allt í einu eftir að þau voru komin upp á Hvitafjall. Vindurinn skall á langferðabílnum svo hann hristist og það glamraði í gömlum rúðunum. — Það munar ekki um það. sagði aðstoðarmaður Ívars. — Er ekki örugg- ara aðsnúa við? — Eg veit ekki hvað við eigum að gera, sagði ivar. — Það er talsverður snjór. — Nei. við getum ekki snúið við héðan af, sagði vel búni maðurinn. — Ég skal borga hvað sem er fyrir að komast til Vindeiðis. Nefnið upphæðina og ég borga. — Ég þarf einnig að komast til Vind- eiðis, sagði fína konan og aðrir kinkuðu kolli til samþykkis. Ríkarður tók eftir afi Jennifer var sú eina sem virtist áhyggju- full og hann velti því fyrir sér hvers vegna. Hann hafði látið Jonna líta eftir Jennifer vegna þess að hann hafði áhyggjur af öryggi hennar. Nokkrum dögum siðar sagði Jonni honum að for- eldrar hennar væru komnir heim. Rikarður dreif sig strax til þeirra en heimsóknin hafði ekki verið sérlega vel heppnuð... Foreldrar hennar voru á fleygiferð að undirbúa næsta ferðalag þegar Ríkarður kom inn. Þau ætluðu að leggja af stað daginn eftir og Jennifer reyndi ráðlaus að ná athygli þeirra. Tilraun hennar til að segja frá því sem gerst hafði var eytt: „Vertu nú ekki að spinna upp neinar lygasögur, Jennifer min. Við höfum svo mikið að gera. Kom einhver póstur til okkar?" Þau sögðu Ríkarði að þau væru bæði arkitektar. Þau unnu saman og líkaði vel spennan, samkeppnin og vinnuálagið. Jennifer fann alltaf upp á einhverjum veikindum til að koma I veg fyrir að þau færu í ferðalög en þau féllu ekki fyrir kenjum hennar. Þau voru fegin að hún var orðin nógu stór til að þau gátu áhyggjulaus látið hana vera eina heima. Þau höfðu þurft að neita mörgurn góðum tækifærum á meðan hún var yngri vegna þess að þau höfðu þurft að annast hana. Vegna ferðalaganna var hún oft hjá afa sínum. Það kom sér vel. Þau vanræktu dóttur sina ómeðvitað. Þau veittu henni allt sem hún óskaði sér og þau gerðu allt hennar vegna. Ríkarður varð bálvóndur en hann stillti sig. Jennifer hélt fast um hönd hans og hann missti mátt í fingrunum þegar hann lofaði að gæta hennar. — Mér þykir mjög fyrir því. sagði frú Lid óörugg. — Matarboðið skiptir sköpum fyrir framtíð okkar og við getum ekki tekið Jennifer með. Þú hlýtur að skilja það, eða hvað? Okkur þætti vænt um ef þú sæir þér fært að koma ekki einkennisklæddur. Það eru nágrannarnir. . . þeirgætu misskilið. — Ég tek aðeins mið af öryggi Jenni fer, sagði Rikarður ákveðinn. — Hún er i hættu og ætti ekki að vera ein heima. Þau gerðu sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt ástandið var. Þau héldu aðeins að hann hefði látið narrast af einni af sögum hennar. Þau fóru eftir að hafa margafsakað sig. — Verð ég þér til mikilla óþæginda? spurði hún lágmælt. — Það held ég ekki, svaraði hann stuttlega. Upp frá þessum degi varð Jennifer óaðskiljanlegur hluti í tilveru Ríkarðs. Hann hafði aldrei orðið var við aðra eins hetjudýrkun. Hún gaf honum smá- gjafir og gerði honum alla þá greiða sem hún gat. Aðdáun hennar á honum var ómæld. Það kom fyrir að hún og hundurinn hennar biðu hans á tröppum lögreglustöðvarinnar þegar hann kom úr vinnunni. Þá var það eitthvert vanda mál sem íþyngdi hug hennar eða hún varð að segja honum frá einhverju gleði legu. Hann sýndi henni þolinmæði. þvi hún var einmana barn. Aðeins fáir skildu hana. Margir héldu að hún væri að reyna að vekja á sér athygli en Ríkarður vissi að barnalegar og oft óþægilegar at hugasemdir voru bornar fram af heilum hug. Hún særði aldrei nokkra mann eskju viljandi. Hún gat verið erfið, mjög erfið. Eins og þegar hún tróð sér inn til lögreglu stjórans og hrósaði Rikarði í hástert og lagði til að honum yrði veitt stöðuhækk un. Eða þegar hún skipti sér af sambandi hans við hitt kynið. Verst var að hún vissi af einhverri eðlisávisun hvort stúlkur sem hann var I tygjum við voru góðar eða ekki. Ef hún hafði eillhvað út á vinkonur hans að setja reyndi hún að „bjarga" honum. Af þvi höfðu hlotist mörg óþægileg atvik. Þó angraði það Ríkarð enn meira þegar hún fann stúlku sem að hennar áliti var sú eina rétta fyrir hann. Hún reyndi allar mögulegar og ómögulegar aðferðir til að koma þeim saman, sendi leyndardómsfull bréf og kom með skilaboð. Það kom fyrir að þolinmæði Rikarðs brast og hann sagði henni að fara norður og niður. Þegar það kom fyrir sásl hún ekki nokkra daga. Hún sneri þóalltaf til baka og fann upp á nýjum skammarstrikum. Síðan varð hneyksli sem kom honum til að fá sér vinnu í Osló. Hann lofaði sjáll' um sér að lita Jennifer aldrei augum framar. Jennifer var yl'irhuguð af söknuði. Hún skrifaði honum löng bréf og sendi gjafir. Þó svarbréfin væru sluttaraleg gat hún ekki skilið að hann vildi slíta sambandi þeirra. Dag einn kom póst kort: „Ríkarður, viltu ekki koma heim?' Þegar hann lét því ósvarað kom annað „Má ég koma og heimsækja þig?" Hann herti upp hugann. Það hlaut að koma að þeim degi þegar foreldrar hennar yrðu að taka ábyrgð á henni. Hann sendi svarbréf og sagði að það hentaði sér ekki að hún kæmi núna. Hann heyrði ekkerl frá henni eftir það. Hann hafði oft hugsað um Jennifer í gegnum árin og það kom fyrir að hann fengi samviskubit vegna hegðunar sinn ar. En síðasta áfallið hafði verið of mikið. Honum lélti fiegar samband þeirra rofnaði. Nú sat hún þarna Tíminn gat vart verið óheppilegri. Langferðabíllinn stöðvaðist svo harkalega að farþegarnir urðu að grípa í sælisbökin til að halda jafnvægi. Framh. i næsta blaði. Elefu dagar í snjó 45. tbl. Víkan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.