Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 24
SPURNINGARNAR ÞRJÁR 1. Hvað varð til þess, að þú tókst þá ákvörðun að takast á við vandann — í alvöru? 2. Hvað kom þér mest á óvart í meðferðinni? 3. Hvernig tók samfólagið þér að meðferð lokinni? HEIMKOMAN VAR STÓRKOSTLEG AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR: 53 ára, kennari. Var í meðferð á Freeport og Veritas Villa í júlí/ágúst 1977. 1 Ákvörðunin var tekin fyrir mig. Sjálf var ég orðin viljalítil og ófær um að taka nokkra ákvörðun á eigin spýtur. Ég gat ekki með nokkru móti hætt að drekka, ég ætlaði það alltaf — næsta dag — eftir helgina — seinna — og með því réttlætti ég glasið, sem ég hafði í höndunum. Ég var búin að heyra um Freeport, hafði hlustað á þætti Jónasar Jónassonar í útvarpinu, og ég sá þennan stað eins og I draumi, eins og ljós í myrkrinu. Hins vegar hafði ég ekki ráð á þvi að fara þangað og fannst það ekki koma til greina, þótt ég gerði mér grein fyrir því, að svona gæti ég ekki haldið áfram. Þá var mér rétt sú hjálparhönd, sem ég þurfti. Það voru börnin mín, sem sáu leið til að koma mér í meðferð. Það er það fallegasta og besta, sem komið hefur fyrir mig í lífinu. 2. í rauninni kom mér ekkert á óvart, vegna þess að ég hafði ekki gert mér neina hugmynd um I hverju meðferðin væri fólgin. Það, sem mér fannst óþægilegast, var að þurfa að tjá mig. Raunar er það ekki kvöð, en mikill hluti hjálparinnar er I því fólginn að geta talað um vandamálið frá eigin brjósti. Það varð mér mikill léttir að komast yfir þann þröskuld. 3. Heimkoman var stórkostleg. Ég hef aldrei mætt öðru en skilningi og velvilja hjá I'jölsky Idu minni, vinum mínum og samstarfsfólki. Stundum verð ég þó vör við visst óöryggi gagnvart mér. Fólk veit ekki alveg, hvernig það á að haga sér, ef ég er einhvers staðar, þar sem vín er haft um hönd. Það er eins og það vilji vernda mig gegn freistingunum og treysti mér ekki til að standast þær. Ég veit, að þetta er gert af góðum hug, en þetta er misskilningur. Alkóhólisti vill fá að segja sitt „nei takk" sjálfur. Það á ekki að koma fram við hann eins og óþroskaðan krakka, sem ekki sé fær um að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig. FRELSIÐ OG FORRÆÐIÐ ER ÞAÐ BESTA RAGNAR AÐALSTEINSSON: 45 ára, hæstaréttarlögmaður, fór í meðferð hjá SÁÁ í mars/apríl 1979. 1. Oftast er löng þróun að baki slíkri ákvörðun, og svo var einnig hjá mér. Ég byrjaði snemma að drekka stjórnlaust. og fyrir 12 árum var allt komið I rúst I kring- um mig. Ég átti ekki margra kosta völ og ákvað að hætta að drekka jafnlengi og það tæki mig að hreinsa til I rústunum og koma skipulagi á óreiðuna. Það tók 2-3 ár, og að því búnu byrjaði ég að nýju. Ég hafði vonast til, að stjórnleysið eltist og þrosk- aðist af mér, en svo reyndist ekki. Það sótti að nýju I fyrra horf. Síðustu árin færðust vonleysið og örvæntingin yfir mig aftur. fjölskyldan var í upplausn, drykkjan varð sífellt meiri endurtekning þess sama, henni fylgdi engin upplifun, og ég drakk af nauðung einni. Ég var ekki lengur frjáls maður. Á síðasta fylliríinu fluttist ég að heiman, og gamall drykkjubróðir og vinur skaut yfir mig skjólshúsi. Hann reyndist að visu hættur að drekka og var að pæla I drykkjuvandamáli sínu. Ég lauk drykkjunni heima hjá honum. og á þeim tíma tókst honum, án þess að ég yrði þess var, að vekja forvitni mína, og hann svaraði spumingum minum þannig að ég komst að lokum að þeirri niðurstöðu, að e.t.v. væri hægt að læra að hætta að drekka og lifa að því loknu algjörlega ánægjulegu og eðlilegu lífi án vímugjafa. Mér tókst að ryðja úr vegi þeim ranghugmyndum mínum, að við vissar aðstæður yrði ég að nota vímugjafa og án þeirra gæti ég ekki lifað til lengdar. Ég fór síðan í meðferð til að læra að bregðast við lífinu án vímugjafa. 2. í skóla heyrði ég lífsregluna: „Þekktu 24 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.