Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 36

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 36
KAMPAVINS- TAPPINN Eg hafði boðið mínum ágæta yfirmanni, hinum landsþekkta útgefanda, til kvöldverðar. Þar sem yfirmaður minn er, og ég hef ekkert á móti því að geta þess í vinahópi, sérlega fágaður og menningarlegur hafði ég í til- efni dagsins — þetta var jú í fyrsta sinn sem hann borðaði með okkur — keypt flösku af kampavíni og ætlaði mér að opna hana þegar kæmi að kransakökunni. Að sjálfsögðu vorum við orðin dálítið spennt þegar kom að kransakökunni og ég stóð upp til að ná í kampavinsflösk una. Ég hafði séð í fjölmörgum kvikmyndum um fína fólkið hvernig tappinn flýgur skemmti- lega þegar maður hefur losað málmþráðinn sem heldur tappanum. Þegar ég fór að fitla við þráðinn renndi ég því augun- um yfir stofuna til að sjá I hvaða átt væri best að beina flöskunni svo tappinn ylli sem minnstum skaða. Ég vildi síður að hann lenti á glerkristallsljósakrónunni og skemmdi hana, en það var heldur ekki gott ef hann færi neðar og lenti á einhverjum glugganum og bryti glerið, þó ég væri reyndar bæði með húseig- endatryggingu og sér gler- tryggingu I lagi. Loks fann ég bestu áttina . . . og byrjaði varlega að losa um þráðinn. Maríanna hélt fyrir eyrun til að sprengja ekki hljóðhimnuna þegar hvellurinn kæmi. Ég gaf henni merki, dálítið svekktur, um að svona gerði maður ekki. Þó maður hafi ekki kampavín á borðum upp á hvern dag þá veit maður nú hvernig á að haga sér við svona tækifæri. Mér tókst að losa þráðinn af tappanum, lokaði augunum ósjálfrátt og sneri andlitinu undan. En það varð engin sprenging! Það gerðist ef satt skal segja ekki neitt. — Þetta var undarlegt, tautaði ég. — Fer hann ekki? spurði út- gefandinn áhugasamur. — Nei, sagði ég vonsvikinn. — Reyndu að verma flösku- hálsinn svolítið með hendinni. Ég velgdi flöskuhálsinn svolítið með hlýrri hendinni. En ekkert gerðist enn. Útgefandinn tók við flöskunni til að virða hana betur fyrirsér. — Þetta var merkilegt, sagði hann. — Ættirðu ekki að reyna að hrista hana svolítið, lagði Maríanna til og var svolítið taugaóstyrk. Ég greip flöskuna og hristi hana svolítið. Enn gerðist ekki neitt. Svona lagað hefði aldrei gerst i kvikmynd um fína fólkið. Ef kampavínstappi á að fljúga í kvikmynd, þá flýgur hann. Á stundinni. — Hvað nú? sagði Maríanna ráðvillt. — Tja, sagði ég, eftir þvi sem mér sýnist helst er ekki um annað að ræða en að nota tappa- togara. — Það er ekki hægt, sagði út- gefandinn ákveðinn. — Maður gæti kannski plokkað svolítið í tappann og hjálpað honum af stað, sagði Maríanna. Ég greip silfurhníf af borðinu eins og hálmstrá og plokkaði smávegis í. Enn gerðist ekkert. — Reyndu að setja hana snöggt á borðið, hver veit nema tappinn fljúgi þá af, sagði útgef- andinn hjálpsamur. Eg skellti llmliirinn 2l.m,irs 20.;i|iril Þig hefur lengi langaö ad breyfa til í kringum þig. Nú skaltu láta verða af því. Þér er óhætt að sýna nokkra dirfsku I samskiptum við annað fólk en gættu þess að særa engan. X.iiilirt 21. .jiril 2I.iimi Hristu nú af þér slenið og sýndu að þú getur líka verið hress. Þú hefur allt of miklar áhyggjur af smámunum og þér hættir til að mikla þá fyrir þér. Helgin getur orðið ágæt ef þú gleymir hversdags önnunr um sinn. Ttrhurarnir 22.mai 21.júni l>cr hefur ekki tekist sern best að láta enda ná saman I fjármálum undanfarið. Þú skalt frekar draga úr eyðsl unni en auka vinnuna eða slá lán. Þetla eru tímabundnir etfiðleikar og óþarfi að steypa sér i skuldir. Kr.'hhinn 22.juni 2T. júli Óvæntur atburður kann að draga nokkur úr þér kjarkinn. Berðu höfuðið hátt og sýndu stað- festu. Margir munu sýna þér traust i erfiðri aðstöðu og hafðu hugfast að muna þeint samvinnuna síðar. l.ji’miÁ 24. jiiI■ 24. ii>ii»l Þá átt erfilt með að botna i eigin tilfinning- um. Láttu I Ijós velþóknun þina á þeim sem þér þykir vænt um. það gerir samskiptin auðveldari. Þvi miður er lífið oft flóknara en æskilegt væri en það þýð- ir ekki að láta hugfallast. Mrvjan 24-iiiíiisl 2.4.scpi Wr finnst fólk jafnan vanmeta störf þín. Reyndu að gera öðrunt Ijóst mikilvægi þitt án þess að upphefja þig unt ol’. Ekki eru allar ferðir til fjár en gleðin er það sem gefur lífinu gildi. %:»líiII 2!.si;pi. 2.\.i»ki. Ýmis sntærri verkefni heima l'yrir hafa setið of lengi á hakanum. Slik störf þurfa alls ekki að vera niðurdrepandi ef gengið er að þeim með jákvæðu hugarfari. Reyndu til dæmis að koma fólki á óvart. Spnrritlrckinn 24.»kl. 'ÍT.nm. Ólund og geðillska horgar sig aldrei. Ekki er öðrurn alltaf Ijóst að þú meinar ekki allt sem þú lætur fjúka. Hugsaðu ráð þitt. minnstu eigin veikleika og bættu úr þeim eftir megni. Ii»i>iii;ióiiriiin 24.n»i. 2l.iics Lífið er býsna spenn- andi um þessar niundir. Beindu orkunni á réttar brautir og láttu aðra njóta góðs af dugnaði þínum. Stutt ferðalag um helgina verður þér til góðs. Sicinöcilin 22. dcs. 20. jan. Þér gremst að geta ekki veitt þér ýmislegt sem þér finnst þú eiga skilið. Sýndu þolinmæði og gerðu ekki of miklar kröfur. Einhver kunningi þinn á i erfiðleikum og gæti þegið hjálp þína. \alnshcrinn 2l.jan. I*>.fchi. Þér er alveg óhætt að hrista dálítið upp í ein hverjum sem hefur lengi farið í taugarnar á þér. Mundu að sýna fyllstu sanngirni. Ef þér finnsl að sá hinn sami eigi áminningu skilið ætti þaðaðverða til góðs. Kiskarnir 20. fclir. 20.mars Þér þykir erfitt að taka ákvörðun i einhverju mikilvægu máli sem snertir bæði þig og fjöl- skyldu þína. Hafðu þvi aðra með í ráðurn. Mikilvægt er þó að komast að niðurstöðu sem fyrst. 44 Vikan 45* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.