Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 38

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 38
Smásaga I litlum bæ eins og Careyville er leyndarmál ekki lengi leyndarmál. Og þegar leyndarmálið varðar meiri háttar peningaupphæð sem geymd er i húsi gamallar konu breytir þaðekki miklu þó það væri auglýst á veggspjaldi. Allir i Careyville voru vissir um að Sarah Motley feldi peninga einhvers staðar i gamla niðurnidda húsinu sem hún hafði búið ein i síðan maður hennar lést fyrir nokkrum árum. Josiah Motley hafði fyrir fjörutíu árum tapað álitlegri fjárupphæð i banka- hruninu, sem varð á kreppuárunum. Eftir það hafði hann aldrei dulið andúð sína á bönkum. Vitanlega voru bæjarbúar mjög ósam- mála um hve stórri fjárupphæð honum hafði lánast að ná saman eftir efnahags öngþveitið. Ágiskanir voru-allt frá nokkrum hundruðum dala í gömlum seðlum og upp I fullan poka af gullmynt um að verðmæti hálf milljón dala. Flestir voru þó á þeirri skoðun að upphæðin væri í kringum tuttugu og fimm þúsund dalir. Enginn vissi hvaðan þessi tala kom. en það var eins og Sarah sjálf hefði nefnt hana við eitthvert tæki- færi. Hún var reyndar orðin niutiu og þriggja ára gömul og það kom fyrir að hún sagði eitthvað óvarlegt. En eitt voru allir bæjarbúar sammála um. Sama hve há upphæðin var ætti Sarah Motley ekki að geyma peningana heima hjá sér. Það var siður en svo gáfulegt. Sérstakar áhyggjur hafði séra Paul Kilbourn, prestur I kirkjunni sem Sarah tilheyrði. Þvi hann vissi að barnalegt traust hennar til bæjarbúa var á eins traustum grunni reist og eitt sinn hafði verið. Þetta bæjarsamfélag fékk sinn skammt af ránum og ofbeldisverkum eins og hvert annað. Ef hún var raun- verulega með peninga i húsinu óskaði hann þess að þeir yrðu fluttir á öruggari stað. Það var ekki aðeins hennar vegna. Hann hafði líka aðra góða ástæðu: Það sem hún léti eftir sig átti kirkjan að erfa. Það hafði Josiah Motley alla vega sagt rétt fyrir andlát sítt. En presturinn vildi helst ekki hræða líftóruna úr Söruh með því að vara hana við þjófum sem kæmu kannski að næturlagi til þess að ræna hana. Honum fannst að hann ætti frekar að reyna að telja liana á að leggja peningana ein hvers staðar þar sem þeir ávöxtuðusl. Hann varð á einn eða annan hátt að gera henni skiljanlegt að peningarnir væru öruggir I banka. sama hvað maður hennar hefði haft um það mál að segja. Presturinn hafði heimsótt Söruh að minnsta kosti einu sinni i viku síðan maður hennar dó. en hann hafði aldrei minnst á hið hulda fé. En dag nokkurn I desember ákvað hann að færa það I tal við hana. „Það er nokkuð sem ég hef lengi kviðið að nefna við þig. Sarah," sagði hann. „því ég er ekki hrifinn af þvi að skipta mér af einkamálum sóknarbarna minna. En það er á allra vitorði hér i bænum að Josiah hafi geymt álitlega fjárupphæð hér i húsinu og að þú, eftir hans dag, hafir haldið áfram varðveislu þessa fjár." Þau sátu I eldhúsinu, en þar eyddi Sarah mestum tima sinum I ruggustól við gömlu járneldavélina, sem var eina upphitun hússins. Hún kinkaði kolli. „Josiah hataði banka,” sagði hún. „Við misstum aleiguna þegar Roosevelt lokaði bönkunum. Josiah sagði þá að hann myndi aldrei framar treysta neinum banka fyrir peningum sinum." „Ég skil vel hvernig honum hefur liðið,” sagði presturinn. „En féð ætti að ávaxtast I stað þess að liggja hér óhreyft." „Ég þarfnast ekki meiri peninga," sagði Sarah. „Ég lifi á lifeyrinum. Þessir peningar eru bara til að nota I neyð. Ef ég yrði veik." Hún gretti sig og ruggaði sér hraðar. Presturinn stóð upp og lagði höndina hughreystandi á öxl hennar. „Nú verð ég að fara. Sarah," sagði hann. „En ég lít fljótlega inn til þin aftur. Hugsaðu um það sem ég sagði. Það eru meira en fjörutíu ár síðan bankahrunið varð. Það eru núna komin lög sem vernda mann. og yfirvöldin bera ábyrgð á banka- stofnunum. Ég veit að Josiah treysti best á reiðufé, en bankainnistæða er alveg örugg nú orðið. Litla bankabókin sem maður fær er í rauninni alveg það sama og reiðufé, Sarah.” Hún starði á vegginn með tómleika í vatnsbláum augunum. Hafði hún nokkuð heyrt hvað hann var að segja. eða hafði hún látið hugann reika meðan hann talaði? Presturinn var ekki viss. Hann hristi höfuðið og fór. Wilbur Krell stansaði fyrir utan dyrnar að skrifstofu prestsins þegar hann hreyrði raddir að innan. Wilbur hafði unnið að viðhaldi kirkjunnar i næstum eitt ár, eða allt frá þeim degi er hann ráfaði inn I bæinn og birtist svangur I kirkjunni. Presturinn hafði boðið honum svolitla borgun fyrir að vinna að löngu timabærum viðgerðum á prestsbústaðnum og þegar þessi sterki verkamaður hafði sinnt hinu erfiða starfi eins og það væri honum barna- leikur hafði presturinn boðið honum að gera hið sama við kirkjuna. Launin voru ekki til að státa af. en Wilbur tók þó starfinu. Þó hann væri gefinn fyrir til- breytingu hafði hann haldið áfram þar til fyrir viku. Þá hafði hann sagt upp. í dag ætlaði hann að hætta. Önnur röddin á skrifstofunni var prestsins. Hina þekkti Wilbur sem rödd John Bartons. Barton var safnaðar formaður. „Ég skil að þú hafir óttast að hræða gömlu konuna," sagði Barton. „En við verðum að hugsa um kirkjuna. Þegar Smásaga eftir Fred S. Tobey Það er ekki nógu gott þegar gömul kona trúir orðum guðsmannsins bókstaflega. ÞAÐ SAMA OG REIÐUFÉ 46 Vikan4*. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.