Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 44

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 44
Framhaldssage leita sér að nýjum stígvélum. Ég gaf honum ekki einu sinni færi á að bjóða góðan daginn. Ég stökk á hann fram- undan hurðinni og drap hann með einu höggi af öxinni. Hann reikaði til. slagaði.virtist tregur að deyja. Ég Stö hann aftur. Nú tók ég byssuna. Við drógum hann líka inn i skápinn. Samtímis þessu drápu aðrir menn i flokki Barski Þjóðverja á saumastol unni, húsgagnasmiðastofunni og á rak- arastofunni. Við vorum ákaflega' heppnir. Hermennimir komu inn á strjálingi, einn og tveir í senn, og þeir voru höggnir niður áður en þeir gátu komið upp nokkru hljóði. Loks réðust Barski og litill hópur manna sem nú voru vopnaðir byssuni á vopnabúrið, drápu sex verði og opnuðu byssugeymsluna. Þar fundum við þá og birgðum okkur upp af byssum og skot færum. Um þetta leyti höfðu næstum eitt hundrað fangar safnast saman á skála svæðinu. Barski útbýtti byssum til mannanna. Konurnar fengu axir, kústsköft, skóflur. Við myndum drepa á allan þann hátt sem viðgætum. Einhvers staðar gall við viðvörunar merki. Verðirnir komu til skjalanna — við sáum Þjóðverjana og úkrainsku hjálpar mennina þeirra hlaupa út, vopnaða. ringlaða, æpandi fyrirmæli. Við leituðum skjóls á bak við skálana. Barski setti mig yfir hóp tólf manna eða svo, sumra vopnaðra. annarra sem voru fúsir að berjast og deyja með skóflur og hrifur í höndum sér. Hópur SS-manna kom hlaupandi eftir aðalgötunni á skálasvæðinu og ég gaf fyrirmæli um að skjóta. Við drápum þá alla —sjö eða átta manns. Hinir hóp arnir héldu sig frá, voru ekki reiðubúnir að ráðastáokkur. Barski hugðist ráðast á vopnabúr búð anna áður en við flýðum. búa allan hóp okkar vopnum og gera okkur þannig að litlum herflokki. Nokkrir hópar hlupu fram og héldu sig fast að húsveggjunum meðan þeir reyndu að komast að vopnabúrinu. En þegar við nálguðumst það var tekið að skjóta úr vélbyssunni efst á vatnsgeymi búðanna og tugir okkar manna féllu. Barski stöðvaði foringja hópanna fyrir aftan matsalinn i búðunum. ..Vonlaust," sagði hann. „Við verðum að gleyma vopnabúrinu. Aðhliðinu.” Nú hafði hópur slegist i för með okkur — næstum sex hundruð gyðingar. frelsisþyrstir og fúsir að mæta -þýskum byssum á hlaupunum að hliðinu, þó sjálfir væru þeir óvopnaðir. Allt fremur en að geispa golunni i gasklefum Sobibor. Ég elti Barski. Vanya var fyrir öðrum hópi. Við skýldum okkur bak við vatns- tunnur og skúra og skutum þaðan á verðina við aðalhliðið og drápum þá alla. Æðisgenginn flótti hófst. Allir gyðingarnir sex hundruð hlupu sem fætur toguðu að hiiðinu. Nokkrir fleygðu grjóti í verðip^ og reyndu að blinda þá meðsandi. Ég heyrði Barski hrópa til þeirra að átta Úkraínumenn. Ejörutíu Úkrainu- menn til viðbótar lögðu á flótta fremur en að þurfa að svara til saka hjá Þjóð- verjum. Og tveim dögum eftir flótta okkar mælti Himmler svo fyrir að Sobibor yrði lagt i eyði. Við gerðum skepnuna órólega, skutum morðingjan- um mikla skelk í bringu. --M-*-=>*-**■-*-ft-^-¥—*■——w—“-**=-r hlaupa ekki til vinstri — þar hefðu verið lagðar jarðsprengjur og þyrfti að komasl i gegnum tvöfaldan gaddavir. Þetta var hræðileg sjón. Sprengjurnar tóku að springa. fjölmargir tættust i sundur. Barski valdi okkar leið fyrir aftan foringjaskálann, þar sem engum sprengjum hafði verið komið fyrir. Skot tóku að hvina umhverfis okkur. En Barski hafði á réttu að standa. Svæðið var ekki aðeins laust við sprengjur heldur var gaddavirinn einfaldur og við klifruðum yfir hann. Skotin smullu stanslaust allt i kringum okkur. Menn féllu. Konur hrösuðu. Ég hugsaði um Helenu þar sem hún dó i skóginum. Og ég hljóp áfram. Hundrað metra.. .. tvö hundruð metra. . . . Þegar kvöldaði námum við staðar við læk. Það voru ekki nema fáeinir í hópnum okkar. En við vonuðum að aðrir hefðu sloppið heilu og höldnu úr dauðabúðun um. Stúlkan Luba. i hjálparsveitum Rauða hersins. staulaðist inn i hópinn miðjan þegar dimmdi. Hún var alblóðug. særð á handlegg og hendi. Hún settist niður og grét lengi áður en hún gat sagt okkur uppalla sögu. Já. sex hundruð gyðingar höfðu hlaupið að hliðinu. Fjögur hundruð. flestir óvopnaðir, komust alla leiðina i skóginn og á akrana umhverfis búð- irnar. En meira en helmingur þeirra fórst. Jarðsprengjur. SS-leitarsveitir og lögregla, flugvélar. Nokkur þúsund fasistar voru sendir að elta flóttamenn- ina frá Sobibor. Og síðar komumst við að þvi að pólskir fasistahópar í skóginum drápu þá sem sluppu frá SS. Þetta var gömul saga i minum eyrum. Við vorum um það bil sextíu með Barski. Við vorum betur vopnaðir. í þjálfun og seigari. Við ætluðum að reyna að finna skæruliðahóp Sovét- manna. Mörgum árum síðar komst ég að þvi að við drápum tiu SS-menn og þrjátiu og Barski sagði að hann og félagar hans færu austur á bóginn til að reyna að finna flokk frá Rauða hernum. Fregnir hermdu að Rússarnir væru í þann veginn að ná Kiev aftur. Barski vildi vera með i leiknum. Kiev. Ég hugsaði um Helenu og hvernig við stálum brauði og földum okkur fyrir Þjóðverjum. Hvernig Hans Helms sveik okkur og var siðan drepinn. Og hvemig við flúðum úr halarófu dauðadæmdra gyðinga og sáum fjölda- morðin við Babi Yar úr fjarlægð. Tómarúmið innra með mér tók að na'ga mig líkt og svíðandi og hægur eldur. Mig langaði til þess að hún væri aftur hjá mér, æti með mér fátæklega málsverði, svæfi hjá mér á heyloftum og i hlöðum. 'En ég myndi aldrei sjá hana framar. Ég efaðist um að ég gæti nokkru sinni elskað aftur. nokkru sinni gefist konu. Barski bauð mér að slást i hópinn en ég sagðist vilja vera einn á ferð. Hann varaði mig við. að ég væri i hættu um að nást. að með þvi að stefna í vestur færi ég i átt til víglína Þjóðverja. Ég sagði að mér stæði á sama. Ef ég dæi þá dæi ég og auk þess hefðu þeir ekki náð mér enn. „Gangi þér vel, stráksi.” sagði hann. Og hann faðmaði mig. „Má ég halda byssunni?" spurði ég. „Auðvitað. Þú hefur unnið fyrir henni.” Ég gekk burt og fór meðfram lækn um. Ég sá andlit Helenu i hverju tré. hverju laufblaði. Karl bróðir minn lifði ekki velurinn af. Hann hafði verið fluttur til Aus chwitz ásamt hópi annarra Teresien stadt-fanga og átti að aflifast með gasi. Einhvern veginn—kannski hafði frést að hann væri hæfileikamikill listamaður og hugsanlega nothæfur — var honum hlíft við þvi að deyja þegar i stað. Að hann skyldi lifa svona lengi var trúlega mest að þakka gæsku manns sem hét Hirsch Weinberg. en hann sagði mér frá siðustu dögum Karls. Þetta var sami Weinberg og hafði verið á saumastof- unni með Karli í Buchenwald fimm árum áður. eftir handtökurnar sem fylgdu í kjölfar kristalsnæturinnar. Dag nokkurn tók Weinberg eftir há vaxna ogrenglulegamanninum sem faldi hendurnar undir jakkanum. Hann rýndi i andlit hans og bar á hann kennsl. „Ég þekki þig,” sagði Weinberg. „Weiss.. .. listamaðurinn... ” Þeir voru i sama skála og Weinberg gætti hans. reyndi að finna honum eitt- hvað að gera, laumaði til hans brauð- bitum. „Manstu ekkert. Weiss?" spurði Weinberg. „Daginn sem við lentum i átökum út af brauðinu? Þegar þeir hengdu okkur á trén?" Karl kinkaði kolli. Hann brosti meira aðsegja. „Auðvitað manstu það." sagði r skraddarinn. „Þú áttir kristna konu. Hún smyglaði til þín bréfum.” Karl kinkaði kolli. Weinberg sagði honum það sem hafði gerst. Ýmsar fréttir bárust til búðanna. Rauði herinn var kominn til Hvita-Rúss- lands. Þó að enn væri verið að senda gyðinga hvaðanæva úr Evrópu til Aus- chwitz var eitthvað á seyði. Það hafði dofnað yfir aftökuúrvalinu. Hoess var sagður i ónáð hjá yfirboðurum sinum. 0. það voru alls kyns göðar fréltir. Italia hafði lýst striði á hendur Þjóðverjum, Smolensk var á valdi Rússa, innrás bandamanna var yfir- vofandi. Karl var lágróma enda búinn að missa röddina að mestu. „Faðir minn.. . . hér.... mamma....” Það kom i hlut Weinbergs að segja honum frá því að foreldrar minir hefðu báðir verið teknir af lífi fyrir ári. Þau voru i hópi milljónanna tveggja sem lögðu ofnunum til fóður. Weinberg hafði hitt föður minn i eitt skipti; honum geðjaðist vel að honum eins og öllum öðrum. Karl gat ekki.grátið. Hann hlustaði. kinkaði kolli, bað um vatn. (Það er einkennilegt en ég átti líka erfitt um grát lengi eftir að Helena dó. Hvað kom fyrir okkur? Hafði illska þeirra sem ofsóttu okkur og skortur þeirra á mannúðeinhver áhrif á okkur?' Svo sá Weinberg hendur Karls. „Guð minn góður. Hvað gerðu þeir við þær?” Hann skoðaði knýttar og brotnar hendurnar sem líktust klóm. strauk þær. „Refsing." sagði Karl. „Fyrir myndir." „Heyrðu mig. Weiss. við höfum þraukað hingað til. Ekki gefast upp. Einhvern tima verðum við frjálsir." „Blað." sagði Karl. „Blýant........ kol...." Weinberg leitaði um skálann og fann stórt grátt pappaspjald og koksmola i ofninum. Hann reisti Karl við i rúminu og lét hann fá þetta. 52 Vlkan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.