Vikan


Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 06.11.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Ómöguleg mamma Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig um ráð sem ég get J'arið eftir. Ég vona að Helga borði ekki svona vond bréf. Þannig er mál með vexti að ég þoli ekki mömmu oft á tíðum. Ég á þrjá bræður og mér fmnst að henni finnist vænna um bræður mína en mig. (Ég er eina stelpan af systkinunum.) Ég þori ekki að segja pabba frá þessu. Ég veit að hann trúir mér ekki. Til dæmis um daginn átti ég enga peysu hreina og bað hana um að lána mér peysu. Hún henti i mig einni og öskraði á mig að gera þá við gatið sem, var á henni. Ég var að leita að nál og tvinna, þá hrópaði hún á mig að gera það strax. — Ég sagðist vera að leita að nál, en þá gekk hún að mér og SLÓ MIG . . . gaf mér einn á kjammann, algerlega að tilefnis- lausu að því sem ég best veit, og sagði: Þú getur vanið þig á að gera strax það sem ég bið þig um að gera! Annað dæmi er að einn morguninn vaknaði ég óvenju snemma, um átta. Mér datt ekki I hug að ég þvrfti að gera neitt svona snemma svo ég fór bara að lesa í bók. Um níu kom mamma öskureið og sagði orðrétt: Þú nennir aldrei að gera neitt fyrir mig, það væri réttast að setja þig á vandræða- heimili. Ég öskraði á eftir henni: (sko, ég þoldi þetta ekki lengur) Ég yrði fegin ef ég kæmist í burtu! Én ég er aðeins þrettán ára og get því ekki fúið að heiman. Ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara, en það er alveg vonlaust að ég þrauki þetta mikið lengur. (Ég gæti nefnt feiri dæmi en þessi tvö.) Ég vona, kæri Póstur, að þú svarir mér. Ég treysti á þig. Ein I miklum vanda. P.S. Að lokum langar mig að spyrja þig hvað þarf mikla skólamenntun fyrir utan grunn- skóla til að læra dýralækning- ar? P.S. Þakka gott blað. Ég les alltaf Póstinn fyrst. Jag og rifrildi af því tagi sem þú lýsir eru örugglega ekkert eins- dæmi í samskiptum foreldra og unglinga. Sjaldnast er neinu einu eða einum um að kenna. Móðir þín er áreiðanlega ekki alveg jafnslæm og þér finnst stundum. Foreldrar eru ekki gallalausir fremur en aðrir. Þeir eiga það til að reiðast og missa stjórn á sér eins og annað fólk. Á hinn bóginn er ekki þar með sagt að það sé ætíð réttlætan- legt. Ef til vill áttu einhverja sök á máli sjálf sem þú gerir þér ekki alveg grein fyrir. Líttu vel i eigin barm. Ef ástandið er orðið óþolandi verðið þið móðir þín að tala út um málið og reyna að sýna stillingu. Til þess að læra dýra lækningar þarf a.m.k. stúdents- próf úr eðlis- eða náttúru- fræðideild. Ást á kross Hæ Póstur! Við erum hérna tvær sem erum hrifnar af strákum sem við þekkjum vel og tölum oft við. Við skulum kalla þá A og B og okkur sjálfar C og D. Þá er vandamálið það að A er hrifin af C og hefur beðið hana að bvrja með sér, en hún vill Þrettán ára og svo óhamingjusöm Hæ kæri Póstur! Ég er hérna 13 ára stelpa og er svo óhamingjusöm að mig langar til að fremja sjálfsmorð. Ég er alveg örugglega mjög leiðinleg því það eru svo fáir sem vilja vera með mér og ég er alltaf að rífast við þessa fáu. Samt er ég nær alltaf I góðu skapi, í það minnsta á yfrborðinu. Svo er ég mjög taugaóstyrk og reyki til að róa taugarnar. Það er auðvitað líka til að vera svaka pía og svo vilja strákarnir mig frekar. Síðan drekk ég alltaf eitthvað á kvöldin um helgar, þá skemmti ég mér vel og gleymi vandræðum mínum í bili. I sambandi við strákana vilja þeir alveg kyssa mig og káfa á mér, en ég vil ekki hleypa þeim upp á mig. Ef ég er með strák á föstu þá verð ég að gera hvað sem hann vill og vera með honum öll kvöld. Og ef maður fer í bíó eitt kvöld með stelpunum er líklegt að hann segi manni upp. Að lokum eru þeir svo frekir að ég vil ekki vera með þeim lengur og segi þeim upp. Ber þetta ekki vott um andlegan vanþroska hjá báðum aðilum? Plestir krakkar sem ég þekki mega vera úti fram eftir allri nóttu og koma fullir heim, en mamma aftur á móti er alltaf að tala um að hún ætli bara að vona að ég bvrji ekki að drekka strax og er alltaf að tala um að ég sé innan við lögaldur og ég eigi ekki að vera að revkja svona ung, áður en ég er fullkomlega þroskuð andlega og líkam- lega o.s.frv. Auðvitað hefur hún rétt fyrir sér. en er þetta ekki mitt líf? Leyfist mér að spyrja? Viltu að auki svara þessum spurningum. 1. Hvað þarf maður að vera gamall til að verða skipti- nemi? 2. Getur maður fengið kynsjúkdóma þó að maður sé ekki fullþroskaður? 3. Er hægt að fá fósturevðingu án vitundar foreldra? 4. Hvað þarf maður að vera gamall og hvaða próf þarf maður að taka til að verða fiugfreyja? Fj /;Yv/ ■, Minnimáttarkennd og öryggisleysi hrjáir þig greinilega. Þér tekst heldur illa upp við að leyna því. Það er mjög mikil- vægt að láta af allri uppgerð og vera sem eðlilegust í fram- komu. Stöðug rifrildi við vini þína benda til þess að þú sért önuglynd og e.t.v. nokkuð ósanngjörn. Á hinn bóginn er uppgerðarkæti yfirleitt til litils. Reykingar róa ekki taugarnar og áfengisdrykkja hjálpar þér ekki i raun og veru. Þú segir sjálf að þetta sé þitt líf og þess vegna verður þú að lifa því á þinn hátt og vita hvað þú sjálf vilt. Ef þér líkar ekki hvernig strákarnir koma fram við þig er best að láta þá heyra það. Ef þeir lagast ekki þá mega þeir sigla sinn sjó. Póstinum finnst þú of ung til þess að vera að þvælast með strákum á föstu. Það útheimtir að sjálfsögðu nokkurn þroska að standa i slíku, en til þess er nægur tími. Áhyggjur mömmu þinnar eru ákaflega eðlilegar. Hún ber umhyggju fyrir þér og þú verður að sýna henni að hún geti treyst þér til þess að gæta þín sjálf. Til þess að verða skiptinemi þarf maður að vera a.m.k. 16 ára. Kynsjúkdómar spyrja ekki um aldur eða þroska. Þeir smitast við samfarir en það er líklega fremur sjaldgæft að fólk stundi slíkt áður en kynþroska er náð. Það er áreiðanlega mjög erfitt að gangast undir fóstur eyðingu án vitundar foreldra, ef viðkomandi býr heima hjá þeim. Hins vegar hefur barnshafandi stúlka ákvörðunarrétt í málinu sjálf þó hún sé undir lögaldri. Eins og málum er háttað nú er hér um bil vonlaust að fá starf hérlendis sem flugfreyja. Hérna áður fyrr. á meðan allt lék í lyndi, þurftu verðandi flugfreyjur að hafa a.m.k. stúdentspróf eða sambærilega menntun. Síðan hlutu þær menntun og starfsþjálfun á námskeiði sem haldið var á vegum Flugleiða og gengust að því loknu undir próf. 70 Vikan 45-tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.