Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 10

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 10
Skop Guð minn góöur. l.íkið hefur legið hérna lengi. Þeta er Vísir. Vertu ekki að látast heilagri en aðrir, bróðir Bergmann. Þú i þínum bleiku silkinærbuxum með bláu doppunum! Ellefu dagar i þýðingu fyrir mig. Ef hún vill mig ekki, þá hef ég ekki áhuga á neinni annarri. Hann tók Jennifer og dró hana til sín. Marit opnaði munninn en lokaði honum aftur. Hún sneri sér snöggt við og gekk í burtu. Jennifer skildi ekki hvað var að gerast. —Ég get ekki meira, Rikarður, sagði hún þreytulega. — Þetta er illa gert af þér. Þú notaðir mig til að hefna þín á henni. Þú skrökvaðir að henni! Ríkarður leit alvarlegur til hennar. — Ég skrökvaði aðeins um auglýsinguna i blaðinu, Jennifer. En það sem ég sagði um þig var ekki ósatt. Ég fór að bera ykkur saman og hefði ekki getað hugsað mér að búa með Marit, en það hafði ég vitað lengi. Ég get heldur ekki lifað án þín. Ég vil eiga þig — alla! Þetta var vonlaus staður til að tala um þessi mál! En hann varð að segja þetta núna! Það suðaði innan i eyrum Jennifer. Hún gatekki hugsað. — Það gengur aldrei, Ríkarður. Skilurðu ekki að það er fyrirfram dauðadæmt? Hann stundi með uppgjafartón. — Hvað er að núna? Hvar er sú lífsglaða Jennifer sem ekki hræddist neitt né neinn? Þú ert á móti öllu — sama hvað ég segi eða geri! Hann var ekki reiður, aðeins áhyggjufullur. Jennifer fann að hún var að fara að gráta. — Ég er svo þreytt, sagði hún hljóðlega. — Ég get ekki meira. — Hér er hótelið, sagði hann snöggt. — Earðu að lyftunni. ég ætla að sækja lykilinn! Hún beið þar til hann kom til baka. Við förum upp á þriðju hæð. sagði hann og opnaði lyftudyrnar fyrir hana. Þau þögðu á leiðinni upp og gengu út á Ijós- an og vinalegan gang. Hann minnti ekki hið minnsta á óhugnanlegu gangana á Tröllastóli. Ríkarður opnaði dyrnar. — Þetta er eitthvað annað. Ertu ekki sammála? — Þú hefur bara leigt eitt herbergi. sagði Jennifer og dró djúpt andann. — Tveggja manna herbergi! — Ekki vera hrædd, flýtti hann sér að segja. — Ég skal ekki snerta þig. Mér fannst bara að við yrðum að vera saman núna. — Já. þaðer rétt hjá þér. Hún fóraðgráta. — Jennifer, hvað er að? spurði hann bliðlega og lyfti andliti hennar aðsinu. — Þetta er svo erfitt, snökti hún hjálparvana. — Þú talaðir ekki um annaðen Marit og eftir að þú kysstir mig hefurðu ekki viljað lita framan í mig. Ég var viss um að þú sæir eftir því og svo segir þú núna að þú elskir mig og það hræðist ég! — Þetta hefur verið allt of mikið á skömmum tíma, sagði hann og lagði hendur sínar um andlit hennar. — Auðvitað gat ég ekki horfst i augu við þig eftir að ég hafði sýnt þér svo ljóslega tilfinningar mínar með þessum kossi. Þú varst búin að segja að þú gætir aðeins orðið ástfangin af ungum mönnum. — En það er ekki satt! sagði hún skelfd. — Þaðer bara að þú. .. . þú... — Þú vildir ekki viðurkenna að ég gæti verið nokkuð annað en eins konar stóri bróðir sem verndar þig gegn öllu illu. En þegar ég kyssti þig gerðirðu þér grein fyrir að samband okkar gat orðið öðruvísi. Hvers vegna ertu þá að berjast á móti? — Ég veit það ekki. — Ég hef verið særð svo oft á lífsleiðinni. Ég er orðin vön því aðengum þyki vænt um mig, ég er orðin vön að vera ein. Ég er hrædd. . . hrædd um að þú.. . — Hrædd um að ég brjóti skelina sem þú hefur byggt upp til að verja þig? hugsaði Ríkarður. Aumingja stúlkan. Þú hefur gjörsamlega misst allt sjálfs- traust... Hann sagði ekki hugsanir sinar upphátt. — Þú ert hrædd um vináttu okkar? En það hefur ekki verið vinátta, Jennifer, heldur ást. Ást þarf ekki endilega að lýsa sér sem líkamleg löngun. Hún getur verið mun fegurri. Ást getur t.d. verið vilji þinn að gera allt fyrir mig — og hræðsla mín við að gera nokkuð á hluta þinn. Það var ást, Jennifer. Alvöru ást. Það var ekkert skrýtið að við fyndum ekki neinn sem við gætum orðið hrifin af! Við komumst ekki hjá því að bera aðra við hvort annað. í mínum augum ert það þú ein, sem skiptir máli, Jennifer. — Og þú ert sá eini sem hefur skipt mig nokkru, sagði hún skjálfandi röddu. — En ég á svo erfitt með að hugsa um þig sem nokkuð annað en vin, þó ég viti 10 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.