Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 12

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 12
Texti: Anna Ljósm.: Ragnar Th. Með Guttormi Þormar á vettvangi. . _ Dagur í fifi Óla H. Þórðarsonar Hvernig skyldi venjulegur vinnudagur manns eins og Óla H. Þóröar- sonar vera? Það er auðvitað hægt að velta því fyrir sér endalaust, en til að fá viðunandi niðurstöðu er ekki annað að gera en að elta Óla heilan vinnudag og skrá allar hans hreyfingar. Og það gerðum við einmitt eitt góðan desemberdag. lZVikan). tbl. Óli situr við morgunverðarborðið isamt Þuríði konu sinni og yngstu krökkunum, Ástu Dis og Steingrími. Ásta Dis er að fara i skólann, það er nestisdagur og hún er orðin spennt að fara. Fyrr en varir er hún þotin. Óli fær sér kaffisopa i viðbót og ristaða brauð- sneið og hugsar svo til hreyfings. Hann kveður Þuríði og Steingrím i forstofunni og gengur út í svartan vetrarmorguninn. Það hefur snjóað drjúgt. Óli hefur ekki miklar áhyggjur af þvi. Hann gengur inn um dyr á vinstri hönd, opnar bílskúrinn, ræsir bilinn og færir hann út úr bíl- skúrnum. Vinnudagurinn er að byrja. Hann lokar skúrnum og sest aftur upp i, og ... við hverju bjuggust þið.... ? Nei, hann er sjálfum sér samkvæmur og spennir beltið. „Ég held að ekkert eitt atriði gæti stuðlað betur að fækkun slysa en lögleiðing bílbelta,” segir hann, „ég verð sannfærðari um það með hverju árinu sem líður." Það er ekkert skrýtið að hann hugsi mikið um þessi mál því skýrslur um öll alvarlegri umferðarslys þerast honum i hendur á vinnustað. Óli er framkvæmdastjóri Umferðarráðs, eins og flestum er kunnugt. Skyldi hún vera of stór? Þessi vinnudagur hefst á þvi að Óli fer niður í Skipholt 35. til Ástmars Ólafs- sonar auglýsingateiknara. Erindið er að ræða um auglýsingar sem Ástmar er að teikna fyrir Umferðarráð og skipuleggja næstu aðgerðir í auglýsingamálum. „Skyldi hún vera of stór?” er aðalmálið á dagskrá. „Hún” er auglýsing sem liggur á borðinu. Þeir eru að tala um saman- tekt á atriðum sem máli skipta í sambandi við jólaumferðina, en Ástmar er búinn að búa til skemmtilegt jólatré úr helstu minnisatriðunum. Það þarf að hafa efni tilbúið ef sjónvarp og blöð þurfa á að halda. „Samstarfið við blöðin og aðra fjölmiðla hefur yfirleitt verið mjög gott." segir Óli, „og þau hafa velflest birt auglýsingar frá okkur sem uppfyllingarefni og önnur þá komið til móts við okkur á annan hátt." Þeir Óli og Ástmar eru þó sammála um að til of mikils sé mælst að blöðin birti fjórdálka auglýsingu i miðju jólaann- ríkinu. Tillaga kemur upp um tvídálka jólatré, og þótt Óla þyki illt að geta ekki komið öllum atriðunum fyrir í einu verður það úr. Auglýsingum er dreift á dagblöðin, tvidálkur fyrir hvert og ólik atriði á hvern stað. Það er mikilvægara að koma einhverjum þeirra fjölmörgu atriða sem máli skipta í vetrar- og jóla- umferð á framfæri en engu, finnst Óla. þegar betur er að gáð. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.